Skráning á unglingalandsmót 2014

UFA mót í frjálsíþróttum 13 Apríl 2013

 

 

UFA mót í Boganum

Sunnudaginn 13. apríl 2014

 

Ungmennafélag Akureyrar býður til UFA móts í Boganum á Akureyri sunnudaginn 13. apríl kl. 10.45 – 16.00. Mótið er öllum opið en keppt er í flokkum frá 9 ára og yngri upp í karla- og kvennaflokk. Húsið opnar kl. 10.15.

 

Keppnisflokkar, keppnisgreinar

Endanlegur tímaseðill verður gefinn út í síðasta lagi að kvöldi föstudagsins 11. apríl.9 ára og yngri

Þrautabraut að hætti þjálfara UFA

 

10 - 11 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m og skutlukast.

 

12 – 13 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, kúluvarp, 600m og skutlukast.

 

14 - 15 ára

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, Stangarstökk, kúluvarp og 600m.

 

16 ára og eldri

Keppnisgreinar:

60m grindahlaup, 60m, langstökk, hástökk, stangarstökk, kúluvarp, 600m

 

 

 Fyrirkomulag keppninnar

 

Hástökk og stangarstökk:                    

Hver keppandi má einungis fella sex sinnum í keppninni.

 

Kúluvarp og langstökk allir flokkar:

Í öllum aldursflokkum eru fjórar tilraunir á hvern keppanda.

 

Hlaupagreinar:

Í hlaupum gilda bestu tímar til sæta en ekki verða hlaupin úrslitahlaup.

 

Tímaseðill:

Keppni hefst kl. 10.45 og lýkur kl. 16.00

 

Verðlaun:

9 ára og yngri: Allir fá verðlaunapening fyrir þátttöku í þrautabrautinni. 

11 ára og eldri: Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta sæti í hverri grein í hverjum aldursflokki.

 

Skráning:                            

Skráningar berist í gegnum mótaforrit FRÍ (www.fri.is) eigi síðar en kl. 12.00 föstudaginn 11. apríl.

 

Skráningargjald:

2000 kr á hvern keppanda 9 ára og yngri – innifalið: Pizzuveisla

2500 kr á hvern keppanda 10 ára og eldri – innifalið: Pizzuveisla

Skráningargjöld greiðist fyrirfram inn á reikning UFA: 0566-26-7701, Kt. 520692-2589. Kvittun sendist á sob@simnet.is

 

Óskað er eftir að hvert félag geri upp í einni heild fyrir keppendur sína.

 

Nánari upplýsingar:       

Nánari upplýsingar um mótið fást  sími –  8640964 (Sigurður Sigurðarsson)

                                                                                             

F.h. UFA  , formaður

Sigurður Sigurðarsson

 

Landsmót UMFÍ 50 ára +. 2014

 

Landsmót UMFÍ 50 ára +

á Húsavík í júní

Landsmót UMFÍ, fyrir 50 ára og eldri, verður haldið á Húsavík, helgina 20.- 22. júní í sumar. 

Kynningarfundur verður haldinn í húsnæði UMFÍ, að Víðigrund 5 á Sauðárkróki, miðvikudaginn 26. mars kl. 16:30.

Sigurður Guðmundsson, fulltrúi UMFÍ, mun fara yfir málin.  Hann gefur allar upplýsingar um keppnisgreinar og afþreyingu, og tekur við leiðbeiningum og óskum.

tindastoll.is

94.Ársþing Ungmennasamband Skagafjarðar

 94. ársþing Ungmennasambands Skagafjarðar.

verður haldið Sunnudaginn 2. Mars og hefst kl: 13:00

Þingið verður haldið í Felagsheimilinu Höfðaborg Hofsósi í boði hestamannafélagsins Svaða

 

Bikarkeppni FRÍ innanhúss í frjálsíþróttum

 Skagfirðingar stóðu sig vel í liði Norðurlands

 

Bikarkeppni FRÍ í frjálsíþróttum innanhúss fór fram í Laugardalshöllinni í Reykjavík laugardaginn 15. febrúar.  Fimm aðilar sendu lið til keppni bæði í flokkum karla og kvenna. Það voru Norðlendingar, sem sendu sameiginlegt lið eins og undanfarin ár, Breiðablik, FH, HSK og ÍR sem sendi 3 lið í báða flokka, auk þess sem Ármann sendi  lið til keppni í karlaflokki.

ÍR-ingar áttu titla að verja í kvennaflokki og samanlagðri stigakeppni, en Norðlendingar sigruðu í karlakeppninni í fyrra.  Keppnin núna var æsispennandi, en úrslit urðu sem hér segir:

Kvennaflokkur:  1. ÍR  70 stig,  2. Norðurland  70 stig,  3. FH  64 stig.

 

Karlaflokkur:  1. ÍR  75 stig,  2. Norðurland  71 stig,  3. FH  68 stig.

 

Samanlagt:  1. ÍR  145 stig,  2. Norðurland  141,  3. FH  132 stig,  4. Breiðablik  82 stig, 5. ÍR-b  81 stig,  5. ÍR-c  52,5 stig,  6. Ármann  52,5 stig,  7. HSK  52 stig.

 

Árangur Skagfirðinganna sem kepptu í liði Norðurlands:

Jóhann Björn Sigurbjörnsson:  Sigraði í 60m hlaupi á 6,95sek, bætti tíma sinn frá Reykjavíkurleikunum, sem var besti tími Íslendings frá 2009.

Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir:  2. sæti í hástökki með 1,66m, jöfnun á skagfirska héraðsmetinu, sem hún jafnaði líka fyrir hálfum mánuði.

Guðjón Ingimundarson:  2. sæti í 60m grindahlaupi á 8,95 sek, sem er nálægt hans besta tíma.

Jóhann Björn og Daníel Þórarinsson voru svo í sveit Norðlendinga sem sigraði í 4x400m boðhlaupi.

 

heimild tindastoll.is

Syndicate content