Myndaniðurstaða fyrir varmahlíð

Yfirlýsing stjórn UMSS vegna #MeToo

Yfirlýsing frá stjórn UMSS 

Aðalstjórn Ungmennasambands Skagafjarðar ákvað á fundi sínum 21. febrúar 2018 að lýsa yfir vilja félagsins, sem eins elsta íþrótta- og ungmennasambands landsins, til að eiga samstarf við ÍSÍ, UMFÍ og ráðuneyti íþróttamála um að tryggja sem best ofbeldislausa íþróttaiðkun fyrir alla.

Í ályktuninni segir að aðalstjórn UMSS fagni þeirri umræðu og viðbrögðum sem #MeToo umræðan hefur leitt af sér og dáist af hugrekki þeirra einstaklinga sem stigið hafa fram fyrir skjöldu til að opinbera svo alvarleg vandamál. Að sama skapi vottar stjórnin öllum þolendum ofbeldis samúð sína.

Stjórn UMSS telur að nú sé lag að vekja upp umræðu um rétt hvers einstaklings til að setja öðrum persónuleg mörk, sama hver staða þeirra er. Það er einnig mikilvægt að hvetja fólk til að líta í eigin barm og taka ábyrgð á hegðun sinni og gjörðum.

Í ljósi þessa verður lagt fyrir 98.Ársþing UMSS til samþykktar, siðareglur, jafnréttisstefna, fræðslu-og forvarnastefna og viðbragsáætlun vegna aga-eða ofbeldisbrota, eineltis, kynferðislegrar og kynbundinnar áreitni sem mun ná til allra aðildarfélaga sambandsins. Með því mun UMSS og aðildarfélög þess ekki einungis marka skýra stefnu gegn kynbundnu-og kynferðisofbeldi heldur draga skýrar línur í hegðunarviðmiðum sem ná til allra þeirra sem að starfinu koma, iðkenda, þjálfara, foreldra, stuðningsmanna og stjórnarmanna. Stjórn UMSS leggur mikla áherslu á að öllum aðildarfélögum verði kynntar þessar reglur, stefnur og áætlun og þeim verði fylgt eftir.

Ályktun þess efnis, frá stjórn UMSS, verður send til UMFÍ, ÍSÍ og Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra að loknu 98.Ársþingi 10.mars næstkomandi.

Virðingarfyllst fyrir hönd stjórnar UMSS

Arnrún Halla Arnórsdóttir, formaður

98. Ársþing UMSS 2018

98. Ársþing UMSS verður haldið þann 10. mars n.k. kl.10:00 í Húsi Frítímans, Sæmundargötu 7 Sauðárkróki, í boði Ungmennafélagins Hjalta.

Unglingalandsmót UMFÍ á Egilstöðum 3.- 6. ágúst 2017

Unglingalandsmót UMFÍ eru vímulaus íþrótta- og fjölskylduhátíð sem haldin er árlega og ætíð um verslunarmannahelgina. Mótin eru haldin á mismunandi stöðum en í ár fer mótið fram á Egilsstöðum. 

Unglingalandsmótið er opið öllum á aldrinum 11 - 18 ára.  Allir geta tekið þátt, óháð hvort viðkomandi sé í einhverju íþróttafélagi eða ekki.

Mótið hefst föstudaginn 4. ágúst og lýkur um miðnætti sunnudaginn 6. ágúst. Þó er sú undantekning að keppni í golfi fer fram á fimmtudeginum 3. ágúst. 

Á Egilsstöðum er ljómandi góð keppnisaðstaða til staðar fyrir allar keppnisgreinar og mörg keppnissvæði liggja mjög þétt.

 

Upplýsingar um keppnisgreinar og reglur þeirra má finna hér

Dagskrá móts má finna hér

Afþreyingardagskrá má finna hér

 

Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 18. júní 2017

Hægt er að taka þátt í hlaupinu á eftirfarandi stöðum í Skagafirði.
 
Sauðárkrókur  

Hlaupið verður frá Sund­laug Sauðár­króks kl. 10:00 18.júní 

2,5 km, 5 km og 7 km 
Forskráning fer fram í Þrek­sport 

Frítt í sund að loknu hlaupi
 
Hofsós

Hlaupið verður frá Sundlauginn í Hofsós kl. 11:00 18. júní

1,5 km og 3,5 km   Forskráning hjá Auði Björk í síma 867-2216

Frítt í sund að loknu hlaupi


Hólar í Hjaltadal

Hlaupið frá Hóla­skóla - há­skól­anum á Hólum kl. 10:30 18.júní

2,5 km og 4,0 km   Forskráning hjá Sillu í síma 865 3582 eða á net­fangið silla@gsh.is

Ferðaþjón­ustan á Hólum býður þátt­tak­endum í sund að hlaupi loknu
 
Varmahlíð

Hlaupið verður frá sund­laug­inni í Varmahlíð kl.11:00 18.júní

2,5 og 5 km     Forskráning hjá Stef­aníu Fjólu í síma 866 4775 eða heima á Birki­mel 12

Frítt í sund að loknu hlaupi
 
 
Skráum alla fjölskylduna í Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 2017

 

Landsmót UMFÍ 50+ Hveragerði

23. - 25. júní 2017 í Hveragerði.

Mótið er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman.  Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri. Mótið hefst föstudaginn 23. júní og lýkur eftir hádegi, sunnudaginn 25. júní.

Landsmót UMFÍ 50+ var fyrst haldið árið 2011 og því verðu þetta í 7. sinn sem þetta skemmtilega mót er haldið. UMFÍ hefur úthlutað mótinu til HSK sem er mótshaldari að þessu sinni. Hveragerðisbær er bakhjarl mótsins og kemur að undirbúningi og framkvæmd mótsins á margan hátt.

Fleiri upplýsingar um mótið má finna hér.

Sjáumst í Hveragerði!

Syndicate content