Unglingalandsmót UMFÍ 2023 á Sauðárkróki. Skráning sjálfboðaliða.
Unglingalandsmótið 2023 sem haldið verður hér á Sauðárkróki um verslunarmannahelgina verður það 24. í röðinni. Mótið hefst fimmtudaginn 3. ágúst og líkur sunnudaginn 6. ágúst.

Unglingalandsmót hafa verið haldin á Sauðárkróki árin 2004, 2009 og 2014 með hjálp margrar handa.

Þegar Landsmót Ungmennafélag Íslands (UMFÍ) var haldið hér á Sauðárkróki árið 2018, var greitt um 2.500 kr. fyrir hverja vinnustund sjálfboðaliðans til félags/deildar að þeirra vali.

Við treystum því á okkar frábæru sjálfboðaliða til að sinna hinum ýmsum verkefnum á Unglingalandsmóti UMFÍ nk. verslunarmannahelgi og eru verkefni við allra hæfi. Með hverri klst. styrkir þú þitt sambandi, félagi eða deild.

Hér fyrir neðan velur þú þitt samband/félag/deild sem þú vilt styrkja með þinni sjálfboðavinnu, þú getur einungis skráð þig á eitt samband/félag/deild, í hverri skráningu. Ef þú vilt styrkja fleiri sambönd/félag/deildir með þínu vinnuframlagi, þá getur þú skráð þig aftur eftir þessa skráningu og valið annað félag/deild og aðra daga/tíma.

Til dæmis gætir þú verið sjálfboðaliði hjá Golfklúbb Skagafjarðar á fimmtudegi og laugardegi þó að golfið verði einungis spilað á fimmtudeginum, en við myndum setja þig t.d. á laugardeginum í aðstoð í skráningartjald keppenda á Sauðárkróksvelli þar sem frjálsíþróttamótið fer fram, en tími þinn þar rennur samt til Golfklúbbsins.

Endilega fylltu út formið hér að neðan og við finnum út í sameiningu hvar kraftar þínir nýtast best.

Ungmennasamband Skagafjarðar

Unglingalandsmót UMFÍ 2023

Ef eitthvað er óljóst þá er velkomið að hafa samband við UMSS umss@umss.is

Email *
Nafn
*
Símanúmer *
Ég óska eftir því að vera sjálfboðaliði fyrir eftirtalið héraðssamband / félag / deild / á ULM 2023
*
Hvaða dag og/eða  part úr degi getur þú aðstoðað?
*
Required
Ef svar þitt var ANNAÐ í spurningunni hér fyrir ofan  (t.d. ef þú vilt einungis vinna fyrir þitt félag/deild og ekki er vitað um keppnisdag).
Takk fyrir skráninguna.
Við verðum í sambandi í lok júlí.
Sjáumst um verslunarmannahelgina!
A copy of your responses will be emailed to .
Submit
Clear form
Never submit passwords through Google Forms.
This content is neither created nor endorsed by Google. Report Abuse - Terms of Service - Privacy Policy