Unglinglandsmót UMFÍ á Selfossi 30. júlí - 1. ágúst 2021

Unglingalandsmót UMFÍ er eitt af stærstu og mikilvægustu forvarnarverkefnum á Íslandi. Forvarnir og bætt lýðheilsa eru eilífðarverkefni sem á að verka virkt allan ársins hring. Það er alltumlykjandi í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Sýnt hefur verið fram á að heilbrigð samvera foreldra og barna er besta forvörnin enda skilar það sér í því að halda unglingum lengur frá öllum þeim vímuefnum sem í boði eru. Hvert heilbrigt ár án þess að umgangast slík efni er sigur bæði fyrir börn og foreldra.

Skráning og greiðsla

Skráning á Unglingalandsmót UMFÍ hefst 1. júlí. Lokað verður fyrir skráningar á miðnætti 25. júlí.

Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald, 7.900 kr. óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. UMSS mun niðurgreiða gjaldið um 4.900 kr. 3.000 kr.  þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið. Aðeins er greitt fyrir þátttakendur 11 – 18 ára. Frítt er fyrir systkini og foreldra.

Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Þátttökugjald hækkar í 8.900 kr. og sú skráning er eingöngu gerð af starfsfólki UMFI. Sendið póst á umfi@umfi.is.

Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega. Fjöldatakmarkanir eru í nokkrum keppnisgreinum og því gildir reglan, fyrstur kemur, fyrstur fær.

Skráningar og upplýsingar á www.ulm.is

Myndir