Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ

Vefsíða Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ er kvennahlaup.is
Hér má sjá Facebook-síðu Sjóvá Kvennahlaups ÍSÍ.

Á vefsíðu hlaupsins er að finna helstu upplýsingar um hlaupið, sögu hlaupsins og hlaupastaði.

Fyrsta Kvennahlaup ÍSÍ var haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð ÍSÍ. Hlaupið var í Garðabæ og á 7 stöðum um landið; á Akureyri, Egilsstöðum, Ísafirði, Laugum í Þingeyjarsýslu, Grundarfirði, Stykkishólmi og í Skaftafellssýslu. Rúmlega 2.000 konur tóku þátt í Garðabæ og um 500 konur á landsbyggðinni. 

Markmið Kvennahlaupsins er að hvetja og styðja konur á öllum aldri til aukinnar heilsueflingar. Kvennahlaupið höfðar til allra kvenna þar sem hægt er að velja mislangar vegalengdir.

Sjóvá hefur verið aðalsamstarfsaðili hlaupsins frá árinu 1993.