Unglinglandsmót UMFÍ á Selfossi 2022

Unglingalandsmót UMFÍ er eitt af stærstu og mikilvægustu forvarnarverkefnum á Íslandi. Forvarnir og bætt lýðheilsa eru eilífðarverkefni sem á að verka virkt allan ársins hring. Það er alltumlykjandi í starfi ungmennafélagshreyfingarinnar. Sýnt hefur verið fram á að heilbrigð samvera foreldra og barna er besta forvörnin enda skilar það sér í því að halda unglingum lengur frá öllum þeim vímuefnum sem í boði eru. Hvert heilbrigt ár án þess að umgangast slík efni er sigur bæði fyrir börn og foreldra.

Upplýsingar á www.ulm.is

Myndir