UMSS - Afrekssjóður

Vinnureglur varðandi úthlutun úr afrekssjóði.

Reglugerðin er svohljóðandi:

1.grein.   Sjóðurinn heitir afreksmannasjóður UMSS.

2.grein.   Tilgangur sjóðsins er sá að styrkja Skagfirska afreksmenn til æfinga og keppni.

3.grein.   Stjórn sjóðsins skal skipuð 3 mönnum og 1 til vara. Ársþing UMSS kýs 2 menn í stjórnina og 1 til vara, sem ekki eru í aðalstjórn UMSS. Stjórn UMSS tilnefnir síðan 1 úr aðalstjórn, sem formann sjóðsstjórnar. Stjórn sjóðsins skal skipuð til eins árs í senn.

4.grein.   Tekjur sjóðsins verði ákveðið hlutfall tekna UMSS af íslenskri Getspá, skv. reglugerð hverju sinni. Auk þess frjáls framlög einstaklinga, stofnana og fyrirtækja.

5.grein.   Heimilt er að veita úr sjóðnum, á hverjum tíma, öllu því fé sem í honum er. Sjóðsstjórn ákveður styrktarupphæð hverju sinni.

6.grein.   Rétt til styrkveitinga eiga þeir, sem skara fram úr íþróttagrein sinni, t.d. eru í landsliði, sigra á Íslandsmeistaramóti, setja Íslandsmet, eða á annan hátt sýna að þeir eru afreksmenn í íþróttum

7.grein.   Til að hljóta styrk, þurfa viðkomandi íþróttamenn og félög þeirra, að sækja skriflega um til sjóðstjórnar og jafnframt að gera grein fyrir ástæðum umsóknarinnar.

8.grein.   Sjóðstjórn skal á hverju ársþingi UMSS gera grein fyrir styrkveitingum úr sjóðnum.

9.grein.   Endurskoðendur UMSS eru jafnframt endurskoðendur reikninga sjóðsins.

10. grein.    Fundir skulu haldnir a.m.k. ársfjórðungslega. Formaður boði til þeirra.

11. grein.   Breytinga á reglugerð þessari er hægt að gera á ársþingi UMSS að fengnu samþykki meirihluta atkvæða.

 

Reglur þessar verða sendar öllum aðildarfélögum og ráðum innan raða UMSS.