Fréttir & tilkynningar

01.10.2024

Alþjóðlegi Göngum í skólann - dagurinn er á morgun

Þann 2. október er Alþjóðlegi Göngum í skólann - dagurinn, en sá dagur á rætur að rekja til tíunda áratugarins þegar vitundarvakning varð erlendis um göngufær samfélög, bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hefðin er að halda ávallt uppá daginn á fyrsta miðvikudegi októbermánaðar og er dagurinn haldinn hátíðlegur í meira en 40 löndum. Ganga þá þúsundir nemenda í skólum um allan heim út á götur og taka þátt í ýmsum viðburðum tengdum deginum.

Það er alltaf

líf og fjör

í Skagafirði