UMSS - Fræðslu og forvarnarstefna

UMSS:

Vinnur eftir markvissri stefnu

  • Hvetur aðildarfélög til þess að festa í lög sín/reglugerðir/vinnureglur ákvæði þar sem tekin er einörð afstaða gegn neyslu á áfengi, tóbaki, rafrettum og öðrum fíkniefnum.
  • Öll aðildarfélög hafi að leiðarljósi að íþróttaiðkun fylgir alltaf uppeldishluti og skulu allir hlutaðeigandur vera meðvitaðir um það í öllu starfi sínu. Íþróttmenning sé virt sem mikilvægur hluti samfélagslegra gilda.
  • Öllum aðildarfélögum ber skylda til að kynna og viðhalda þekkingu og meðvitund iðkenda, þjálfara og annars starfsfólks á siðareglum félagsins. Einnig að fylgja eftir agabrotum og vinna eftir viðbragðsáætlun hvað það varðar sem og ofbeldis, eineltis, kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni.

Stuðlar að aukinni og almennari þátttöku ungs fólks í íþróttastarfi

  • Hvetja aðildarfélög til þess að vinna markvisst að því að fjölga iðkendum íþrótta meðal barna og unglinga, m.a. með því að auka fjölbreytni í iðkuninni og tryggja þannig að öll börn og unglingar fái tækifæri til að stunda íþróttir í samræmi við eigin þarfir, getu og áhuga.
  • Nýta mannvirki og aðstöðu íþróttahreyfingarinnar til að festa íþróttastarf í sessi sem raunhæfan valkost til skemmtunar fyrir unglinga t.d. með því að bjóða upp á iðkun óhefðbundinna greina.
  • Halda opin hús í íþróttamannvirkjum eða efna til annars konar íþróttastarfs fyrir þessa aldurshópa þar sem meiri áhersla er lögð á að koma til móts við þarfir þeirra fyrir afþreyingu og skemmtun, en keppni og afrek.

Vinnur að aukinni þekkingu á skaðsemi fíkniefna og forvörnum innan aðildarfélaga

  • Fela þjálfurum að fræða þá iðkendur sem þeir þjálfa um áhrif áfengis, rafrettna, tóbaks og fíkniefna og áhrif þeirra á heilbrigði og árangur í íþróttum.

Ÿ      Hvetja aðildarfélög til þess að fjalla um fíkniefni og forvarnir í málsgögnum sínum og  ritum.

 

 

Unnið upp úr STEFNUYFIRLÝSING ÍSÍ UM FORVARNIR OG FÍKNIEFNI.

 

Samþykkt á 98. Ársþingi UMSS þann 10. mars 2018