UMSS - Vinnureglur vegna ráðningu starfsfólks og þjálfara

Vinnureglur Ungmennasambands Skagafjarðar og aðildarfélaga (hægt að nálgast hér).

Í 3. mgr. 10. gr. æskulýðslaga nr. 70/2007 kemur eftirfarandi fram:

Óheimilt er að ráða til starfa hjá aðilum, sem 2. gr. tekur til og sinna börnum og ungmennum undir 18 ára aldri í æskulýðsstarfi, einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm vegna brota á ákvæðum XXII. kafla almennra hegningarlaga, nr. 19/1940. Sama gildir um þá sem hlotið hafa refsidóm fyrir brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, nr. 65/1974, á síðastliðnum fimm árum. Ákvæði þetta nær einnig til þeirra sem falin er umsjón með börnum og ungmennum undir 18 ára aldri á grundvelli sjálfboðaliðastarfs.“

Enn fremur kemur fram í 4. mgr. sömu laga:

Yfirmenn skóla, leikskóla, sumardvalarheimila, íþrótta- og tómstundamiðstöðva og annarra slíkra stofnana eða staða þar sem börn og ungmenni koma saman eða dveljast um lengri eða skemmri tíma, og 2. gr. tekur til, eiga rétt til upplýsinga úr sakaskrá um það hvort tiltekinn einstaklingur, sem sótt hefur um störf á þeirra vegum, hefur hlotið dóm vegna brota sem 3. mgr. tekur til, að fengnu samþykki hans.“

 

Undirrituð/undirritaður umsækjandi um starf við __________________________________________

veitir vinnuveitanda heimild til að afla um sig upplýsinga úr sakaskrá varðandi eftirtalda brotaflokka:

 

  1. Kynferðisbrot skv. 22. kafla almennra hegningarlaga (engin tímatakmörk).
  2. Önnur ofbeldisbrot skv. 23. og 24. kafla almennra hegningarlaga, þ.e. refsidóma síðustu 5 ár en síðustu 3 ár varðandi aðrar niðurstöður mála.
  3. Brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni, þ.e. refsidóma síðustu 5 ár en síðustu 3 ár varðandi aðrar niðurstöður mála.
  4. Fjársvik skv.26. og 27.kafla almennra hegningarlaga, þ.e. refsidóma síðustu 5 ár en síðustu 3 ár varðandi aðrar niðurstöður mála.

 

Heimild þessi er veitt af fúsum og frjálsum vilja í því skyni að uppfylla lagaskilyrði fyrir ráðningu í ofangreint starf.

 

 

__________________________________________________________________________________

Undirskrift umsækjanda                                                                  Kennitala

 

______________

Dagsetning

 

Megintilgangur með upplýsingaöflun þessari úr sakaskrá er að staðreyna hvort viðkomandi hafi verið fundinn sekur um kynferðisbrot samkvæmt almennum hegningarlögum. Ráðning er óheimil ef sú er raunin.

Jafnframt er tilgangurinn sá að staðreyna hvort viðkomandi hafi verið fundinn sekur um aðra refsiverða háttsemi af því tagi að hann/hún telst ekki verður eða hæfur til að gegna því starfi sem um ræðir. Við það mat er litið til þess hvenær brot var framið, eðli þess og alvarleika.

Þær upplýsingar sem hér um ræðir teljast til „viðkvæmra persónuupplýsinga“ í skilningi laga um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga nr. 77/2000 og fellur söfnun þeirra, notkun og önnur vinnsla almennt undir gildissvið laganna. Ábyrgðaraðila/sveitarfélagi er skylt skv. 11. gr. laganna að gera viðeigandi skipulagslegar og tæknilegar ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingar þessar, þar á meðal gegn óleyfilegum aðgangi. Viðkomandi á m.a. rétt á að fá vitneskju um þær ráðstafanir sem gerðar eru í þessum efnum sem og hvaða upplýsingar hafa borist um hann og efni þeirra, sbr. 18. gr. laganna.

Um sakaskrá ríkisins gildir reglugerð nr. 569/1999 með síðari breytingum (reglugerðir nr. 451/2007 og 716/2007). Ákvæði um færslu upplýsinga í sakaskrá eru í II. kafla reglugerðarinnar. Þar segir í 3. gr:

„Í sakaskrá skal færa upplýsingar um opinber mál á hendur einstaklingi eða lögaðila þegar máli er lokið með:

a)       Dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

b)      Dómi eða viðurlagaákvörðun í máli vegna brots á öðrum lögum, nema umferðarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim, þegar   ákveðin er fangelsisrefsing, ákvörðun refsingar er frestað eða ákveðin er réttinda- eða leyfissvipting eða dæmd sekt 50.000 krónur eða hærri.

c)       Lögreglustjórasátt í máli vegna brots á almennum hegningarlögum og lögum um ávana- og fíkniefni.

d)      Dómi, viðurlagaákvörðun eða lögreglustjórasátt í máli vegna brots á umferðarlögum og reglugerðum settum samkvæmt þeim þegar sekt er hærri en 100.000 krónur eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar.

e)      Sektargerð lögreglustjóra eða tollstjóra í máli vegna brots á öðrum lögum þegar sekt er 50.000 krónur eða hærri eða brot hefur leitt til réttinda- eða leyfissviptingar.

f)        Ákærufrestun.

Einnig skal færa upplýsingar um mál í sakaskrá þegar niðurstaða þess hefur samkvæmt heimild í viðkomandi lögum ítrekunaráhrif á síðara brot.

Sýknudóma skal ekki færa í sakaskrá nema sýkna byggist á 15. gr. almennra hegningarlaga. Þó skal færa í sakaskrá sýknudóma sem áfrýjað er.”

 

 Samþykkt á 98. Ársþingi UMSS 10. mars 2018.