Sigurlag UMSS

Hér kynnum við kappa knáa
og kyrjum saman í kór,
við komum með stóra og smáa
og kraft sem minnir á Þór.
 
Við berjumst uns blóðið rennur
og engin miskunn er til.
Nú blóðið í æðunum rennur,
af þorsta í sigur í vil
- okkur sem álagið þolum -
 
Við erum Skagfirðingar
og sigur er okkar fag.
Áfram, áfram Skagfirðingar,
við rústum þeim í dag.
Við erum Skagfirðingar,
og sigur er okkar fag.
Áfram, áfram Skagfirðingar,
þetta er sigurlag.
 
Já berjumst bræður og systur,
því allt er okkur í vil.
Nú engin við okkur ræður,
við sigrum þess ætlast er til,
-því að við álagið þolum-
 
Við erum Skagfirðingar
og sigur er okkar fag.
Áfram, áfram Skagfirðingar,
við rústum þeim í dag.
Við erum Skagfirðingar,
og sigur er okkar fag.
Áfram, áfram Skagfirðingar,
þetta er sigurlag.