Frjálsíþróttaráð UMSS heldur utan um alla iðkendur frjálsa íþrótta í Skagafirði.
Frjálsíþróttaráð UMSS heldur amk. tvö mót á ári
- Páskamót UMSS
- Jólamót UMSS
Stjórn Frjálsíþróttaráðs UMSS 2024 -2025 skipa eftirfarandi aðilar:
Laufey Harðardóttir
Sigurður Arnar Björnsson
Sigurlína Einarsdóttir
Sarah Holzem
Thelma Knútsdóttir (starfsmaður)
Samkvæmt lögum UMSS sem samþykkt voru á 98. Ársþingi UMSS þann 10. mars 2018 þá segir í V. kafla, 18. grein.
Innan UMSS skulu starfa sérráð. Ársþing skilgreinir sérráð, ákveður hvaða ráð skulu starfa milli þinga, segir fyrir um skipan þeirra og setur þeim almennar reglur. Þó skal stjórn einnig heimilt að skipa sérráð ef ástæða er til. Stjórn sérráða skal skila ársskýrslu og reikningum til stjórnar UMSS fyrir lok janúar ár hvert. Sérráðum er ekki heimil lántaka fjármuna nema með samþykki stjórnar UMSS. Að öðru leyti starfar sérráð samkvæmt 8. kafla Sérráða 50. - 52. greinar laga ÍSÍ.