Reglugerð um val á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í Skagafirði

1.gr.   Val á íþróttamanni, liði og þjálfara ársins í  Skagafirði er samstarfsverkefni UMSS og Sveitafélagsins Skagafjarðar.

2.gr.   Rétt til að tilnefna íþróttamann, lið og þjálfara ársins í Skagafirði hafa öll aðildarfélög og deildir UMSS  sem eru aðilar að UMSS. Fjöldi tilnefning í hverjum flokki frá hverju aðildarfélagi eða deild geta að hámarki verið sem hér segir:         

 • Bílaklúbbur Skagafjarðar                                       1 tilnefning
 • Golfklúbbur Sauðárkróks                                       1 tilnefning
 • Hestamannafélagið Skagfirðingur                         1 tilnefning
 • Íþróttafélagið Gróska                                             1 tilnefning
 • Siglingaklúbburinn Drangey                                  1 tilnefning
 • Ungmenna- og íþróttafélagið Smári                      1 tilnefning
 • Ungmennafélagið Hjalti                                         1 tilnefning
 • Ungmannafélagið Neisti                                         1 tilnefning
 • UMFT Bogfimideild                                                 1 tilnefning
 • UMFT Frjálsíþróttadeild                                          1 tilnefning
 • UMFT Júdódeild                                                      1 tilnefning
 • UMFT Knattspyrnudeild                                          1 tilnefning
 • UMFT Kraftlyftingadeild                                         1 tilnefning
 • UMFT Körfuknattleiksdeild                                     1 tilnefning
 • UMFT Skíðadeild                                                    1 tilnefning
 • UMFT Sunddeild                                                     1 tilnefning
 • Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar                                 1 tilnefning
 • Einnig getur aðalstjórn UMSS og félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar tilnefnt einstaklinga með lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði sem skarað hafa framúr í íþróttum sem ekki eru til staðar í Skagafirði og því utan aðildarfélaga og deilda í UMSS.

Skal þetta uppfært samhliða breytingum á aðildarfélögum/deildum UMSS.

3.gr.   Þeir sem eru tilnefndir til kjörs á íþróttamanni ársins skulu hafa náð 18 ára aldri og eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þó er heimilt að tilnefna ungling 12-17 ára sem keppir í flokki fullorðinna og er að ná það góðum árangri að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein.

4. gr.  Með tilnefningum aðildarfélaga/deilda skal skila inn greinagerð um viðkomandi íþróttamann. Þar skal m.a. koma fram:

 • Afrek/keppni erlendis á árinu (félag/landslið) í unglinga- eða fullorðins flokki 
 • Afrek/keppni á Íslandi í unglinga- eða fullorðins flokki 
 • Afrek/keppni í Skagafirði í unglinga eða fullorðins flokki 
 • Staðan yfir landið (og t.d. ef einhver unglingur er í háum styrkleikaflokki yfir landið í fullorðins flokki) 
 • Umsögn um íþróttamanninn - afrek, karakter, stefna o.s.frv.                              

Úrdráttur úr fyrrgreindum atriðum verður lesinn upp á kjörinu.

5.gr.    Val á íþróttamanni Skagafjarðar er í höndum tíu manna nefndar sem er þannig skipuð:

 • Aðalstjórn UMSS (5) 
 • Félags- og tómstundarnefnd (3) 
 • Forstöðumaður frístunda og íþróttamála (1)
 • Feykir, ritstjóri (1) 

Ef einstaklingur á sæti bæði í aðalstjórn UMSS og félags og tómstundarnefnd er heimilt að varamaður einstaklingsins í félags- og tómstundarnefnd greiði atkvæði. Ef starfsmenn Sveitarfélagsins Skagafjarðar eða ritstjóri eru í aðalstjórn UMSS þá greiðir varamaður í aðalstjórn UMSS atkvæði.

6.gr.   Kosið skal um þrjú efstu sæti. Fyrsta (1.) sæti gefur 10 stig, annað sæti (2.) gefur 7 stig og þriðja (3.) sæti gefur 5 stig.

Ef tveir eða fleiri einstaklingar verða jafnir í kjörinu ræður eftirfarandi röð manna: 

 • Fleiri tilnefningar í fyrsta sæti 
 • Fleiri tilnefningar í annað sæti 
 • Fleiri tilnefningar í þriðja sæti

Við val á íþróttamanni ársins skulu þeir sem hafa rétt til að greiða atkvæði taka tillit til árangurs á árinu sem kjörið á um við. Einnig skal tillit tekið til reglusemi og ástundunar, prúðmennsku og framfara. 

Eftir að aðildarfélög/deildir hafa sent inn greinagerðir með tilnefningum sínum, skal framkvæmdastjóri UMSS boða kynningarfund með valnefnd, áður en hún kýs. Þar koma fulltrúa þeirra aðildarfélaga/deilda sem tilnefna, og kynna nánar afrek þeirra sem eru  tilnefndir í kjörinu. Framkvæmdastjóri UMSS skal boða fulltrúa aðildarfélaga/deilda á fundinn.

7. gr.  Tilnefningar skulu hafa borist stjórn UMSS fyrir 1. desember ár hvert. Framkvæmdastjóri UMSS tekur saman allar tilnefningar og sendir til valnefndar. Kynning fyrir valnefnd fer fram fyrir 15.des. Valnefnd skilar síðan atkvæði sínu til stjórnar UMSS fyrir 20. desember ár hvert.

8.gr.   Útnefning á kjöri íþróttamanni Skagafjarðar fer fram milli jóla og nýs árs ár hvert við hátíðlega athöfn.

9.gr.   Við verðlaunaafhendinguna skal þess getið í stuttu máli hver árangur og afrek liggi að baki hvers titils.

10. gr. Íþróttamaður ársins hlýtur farandbikar til varðveislu í eitt ár, og er nafn hans grafið í bikarinn og viðeigandi ártal. Einnig hlýtur hann minni bikar til eignar.

11.gr. Þegar ekki er lengur hægt að áletra fleiri nöfn á farandbikaranna skulu þeir fara til varðveislu hjá UMSS sem sér til þess að þeir verði staðsettir á opinberum stað.

12.gr. Hvatningarverðlaun UMSS

Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefninginn skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annara unglinga.  Lágmarksaldur fyrir Hvatningarverðlaun UMSS er 12 ára á árinu og  hámarks aldur er 17 ára á árinu.

Stjórn UMSS og Sveitarfélagið Skagafjörður geta einnig veitt hvatningarverðlaun til þjálfara, liðs, félags, einstaklings eða flokks sem þykir hafa staðið sig vel á árinu á einhvern hátt. Viðurkenningar eru einnig veittar fyrir landsliðssæti (unglinga-, karla- eða kvenna)