Fundargerðir

3. júlí 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Fundur settur kl. 20:00

Mættir Jón Daníel, Gunnar, Guðmundur, Rúnar, Guðríður og Haraldur.

 1. Landsmót UMFÍ
  1. Sigurjón Leifs fararstjóri, Dúfa Ásbjörnsd. framkvæmdastjóri og Guðjón Ingimundar. tjaldbúðastjór. Það fara körfuboltalið, A og B lið kk., 20 frjálsíþróttamenn, fótboltalið kk., 3 í starfsgreinar, 1 í dráttavélaskstur, 1 í jurtagreiningu og 1 í sund.
 2. Framkvæmdastjóri
  1. Dúfa Ásbjörnsdóttir er í 50% starfi sem framkvæmdastjóri sumarið 2013
 3. Landsmót 2015
  1. Kostnaður vegna landsmóts og greiðslur frá UMFÍ og hvað er borgað með þessum aurum
 4. Frjálsíþróttaráð
  1. verkefni frjálsíþróttaráðs
 5. Unglingalandsmót
  1. hve mikið UMSS greiðir á móti í þátttökugjöld á unglingalandsmót. UMSS greiðir 3.000 kr. á iðkanda.
 6. Víðigrund 5
  1. UMFÍ var ekki sátt við hækkun úr 33,3% í 50% eins og til stóð. Flett var upp í Hjalta Þórðar sem minnti að hlutfallið væri 17,5 % UMSS, 17,5% UMFT, 25% Sveitarfélagið og 40% UMFÍ. Spurning um hvað verður gert, en leitað verður að upprunalegum samningi.
 7. Bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands.
  1. Varðandi tímatökubúnað. Bréf þetta var sent Sveitarfélaginu sem sendi það til UMSS til umsagnar. Kostnaðurinn er 200.000 kr. sem lagt er fram sem styrkur, heildarkostnaður er 12. milljón kr.
  2. Okkar tillaga er að vera ekki með í þessum pakka, þar sem búnaður er til hjá UMSS sem hestamenn nota lika. Ef farið verði í þennan pakka þyrfit að halda úti tveimur tækjum. Rúnar V. ritar bréf til Sveitarfélagins Skagafjarðar og rökstyður það.
 8. Önnur mál.
  1. Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum - spurning um endurvakningu á því móti
  2. Rúnar V. nefnid að gera skipunarbréf fyrir Dúfu framkvæmdastjóra UMSS.
  3. Heimasíða UMSS, hýsingaraðilar o.fl.

Fundi slitið

2. júní 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Guðríður, Jón Daníelsson, Gunnar Þór, Rúnar V., Sigurjón Leifs. og Guðmundur

 1. Rætt um Frjálsíþróttaskólan sem er á vegum UMFÍ
 2. Frjálsíþróttaráð, manna ráðið, Inga Jóna Sveinsdóttir, Sigurjón Leifs, Friðrik Steinsson og Gunnar Sigurðsson.
  1. Rætt fjármál ráðsins og hvort ekki eigi að leggja frjálsíþrótta- og hestaíþróttaráð niður og legg til að samráðsnefnd verði til í staðin.
  2. Kostnaður við "Þristinn" er þriðja hvert ár - rætt um fasta fjárhæð
 3. Starfsmannamál fyrir sumarið og jafnvel árið, rætt um Dúfu Ásbjörnsdóttir, ath. laun.
 4. Húsaleigumál, hlutfall skiptingu á leigu verði skv. samningi er leigan 115.000 kr. m/vísitölu + rafmagn 5.000 kr. + þrif 4000 kr., hitaveita 5.000 kr. = 130.000 á mánuði. UMFÍ greiðir 50%, UMSS 25% og UMFT 25%. og þetta verði tengt vísitölu byggingar. ath. með tryggingar
 5. Landsmótsnefnd
  1. komnar tillögur um nöfn
  2. rætt um skráningar á landsmót og greinar
  3. Sigurjón býður sig fram í fánaberaá stóra landsmóti og tjaldbúðastjóra á unglingalandsmóti.
  4. Rætt var um kostnað vegna landsmótskeppenda og rætt um að greiða ekki fyrir fæði keppenda, en reyna að fá styrki vegna t.d. morgunmats.
 6. Afreksmannasjóður
  1. samþykt var að ræða um það á ársþingi að sameina sjóðinn með Minningarsjóði Rúnars Inga Björnssonar
 7. Önnur mál
  1. Spurning um fatnaðarmál, fyrir unglingalandsmót, rætt um að sameina galla innanhéraðs,  rætt um að ræða við aðildarfélögin um sameiningu galla og staðlaða liti, umræðuhópur.
  2. rætt um fastan fundartíma, fyrsta miðvikudagskvöldið í mánuðinum kl 20:00
  3. rætt um iðkendur sem önnur félög "taki" til sín án þess að það "gamla" félagið þurfi að samþykja eða viti yfirhöfuð af.
    

Fundi slitið.

 

7. apríl 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Fundur settur kl.19:30

 1. Mættir voru Jón Daníel Jónsson, Rúnar Vífilsson og Guðríður Magnúsdóttir
 2. Stjórn UMSS 2013-2014
  1. Jón Daníel Jónsson - formaður
  2. Rúnar Vífilsson - gjaldkeri
  3. Guðríður Magnúsdóttir - meðstjórnandi
  4. Guðmundur - varaformaður
  5. Heiðrún - ritari
 3. Imprað á starfsmannamálum, húsnæði, Landsmóti og fl.
 4. Fundi slitið

 

 

22. febrúar 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Fundur settur kl. 20:00

Mættir voru Sigurjón Leifsson, Rúnar Vífils og Þröstur Erlingsson.

Fundarefni:

 1. 93 ársþing UMSS
 2. Staða UMSS, Víðigrund 5
  1. Bréf frá Húsfélagi Víðigrund 5 um hækkun á húsaleigu úr 66.00 kr. m/vísitölu í 115.000 kr. m/vísitölu. Ákveðið var að skiptingin yrði 3 jafnir hlutar UMSS 38.333 m/vísitölu, UMFÍ 38.333 m/vísitölu og UMFT 38.333 kr. m/vísitölu. Þetta var tilkynnt UMFT og UMFÍ með tölvupósti og bréflega.
 3. Ákveðið var að velja Sigurjón um að gera árskýrslu og leita til Rögnu Hjartardóttir hjá RH Endurskoðun til að setja upp reikninga ofl.

Fundi slitið kl. 22:00

18. desember 2012 - Fundur Hestaíþróttaráðs og formanns UMSS

Uppskeruhátið Hestaíþróttaráðs UMSS og val á efnilegum börnum og unglingum.

Formenn Hestamannafélaga voru mættir og formaður UMSS.

 1. Formenn skýrðu mál sitt
  1. Jónína Stefánsdóttir form. Stíganda
  2. Úlfur Sveinsson form. Léttfeta
  3. Guðjón Björgvinsson form. Svaða
 2. Ákveðið var samhljóða að ákvörðun Hestaíþróttaráðs stæði, Þórarinn Eymundsson og Magnús Bragi útskýrðu val dómnefndar
 3. Áveðir var að gera endubætur á valinu. Að reikna út stig og árangur á ákveðnum mótum, t.d. ísl. móti, Landsmóti, Fákaflugi og UMSS móti.
 4. Uppskeruhátiðin verði tvískipt, önnur fyrir börn og unglinga og hin fyrir fullorðinsflokk
 5. Fundi slitið kl. 21:00

12. desember 2012 - Kosning Íþróttamaður Skagafjarðar 2012

Mættir voru Sigurjón, Jón Daníel, Rúnar Vífils, Elisabeth Jansen og fromenn deilda og aðildarfélaga UMSS

 1. kosið var um eftirtalin nöfn
  • Metta Camilla Moe Mannseth Léttfeti
  • Helgi Rafn Viggósson UMFT
  • Árný Lilja Árnadóttir GSS
 2. Mette Camilla Moe Mannseth var valin íþróttamaður Skagafjarðar 2012

17. ágúst 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir voru stjórn UMSS og Sigurjón

 1. Vinnulok hjá Elmar Eysteinssyni, var framkvæmdastjóri UMSS sumarið 2012, gengið frá launatengdum gjöldum.

 

29. júlí 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Fundur settur kl.20:00

Mættir voru Elmar og Sigurjón

 1. ULM 2012 á Selfossi, Tjaldbúðastjóri og umsjón þess - Sigurjón ákvað að vera tjaldbúðastjóri
 2. Vinnulok hjá Elmari ákveðin, vinnur í 3 vikur í ágúst
 3. Styrkur og fjármál hjá umss. Ath. með styrk frá KS Menningarsjóði

Fundi slitið kl. 21:00

 

6. júlí 2012 - Fundur stjórnar UMSS og fulltrúum Sveitafélagsins

Fundur settur kl. 13:00.

Mættir voru Elmar og Sigurjón fyrir UMSS og María Björk og Ótthar fyrir Sveitafélagið Skagafjörð

 1. Rætt var um tækjakaup. Framtíðaráform deildana
 2. UMSS taki þátt í kaupum á áhöldum á íþróttavöllinn
 3. Sveitarfélagið sjái um fasta muni á íþróttavellinum

Fundi slitið kl. 14:00

4. júní 2012 - Stjórnarfundur UMSS 

Mættur : Sigurjón, Elmar, Rúnar,  Hjalti og Þröstur

 1. Rædd voru mál tengd gjaldkera
 2. Rætt var um ákveðna lámarksupphæð sem UMSS fái frá styrk sveitafélagsins.

 

21. maí 2012 - Stjórnarfundur UMSS

 

Mættir : Sigurjón , Elmar , Rúnar og Jón Dan

 1. Rætt var um fjárhagsmál Ungmennasambandsins og ákveðið að stofa sér reikning fyrir hestaíþróttaráð UMSS.
 2. Kynnt var starfsemi UMSS hvað mál eru í – frjálsíþróttaskóli UMFÍ, unglingalandsmót og fleira.
 3. Farið yfir beðnir afreksmennasjóðs
 4. Skoða hvað áherslur UMFÍ leggur á UMSS um starfsemi þess.
 5. Senda út til aðildarfélaga UMSS um styrkveitingar Sveitafélagsins til UMSS
 6. önnur mál rædd

 

Fundi slitið um 21:30

 21. mars 2012 - Stjórnarfundur UMSS

 1. Mætt var Stjórn UMSS
 2. Rætt var um Ársþingið,
 3. Tillögur ræddar og nefndarstörf
 4. Tilnefning til stjórnar og fleira

 

16. febrúar 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Fundur settur kl. 20:00

 1. Rædd voru styrktarmál Sveitafélagsins til UMSS
 2. Vetrar tím kerfið – efla það eða leggja það niður
 3. Ársþing – ákveðið var að leita tilboða í mat og fleira í samstafi við Vélhjólaklúbb Skagafjarðar
 4. Málefni á þinginu rædd, ákveðið að leggja nokkur mál fyrir
 5. Úthlutun stafsmerkja UMFÍ – leitað til aðildarfélaga um nöfn.

 

Fundi slitið kl 21:00

 

24. janúar 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Fundur settur kl. 18:00

Stjórn UMFÍ Helga og Sæmundur

Stjórn UMSS Sigurjón, Sigmundur og Þröstur

Formenn Aðildarfélaga innan UMSS og Sveitarstjórn Skagafjarðar

 

 1. UMFI bauð uppá aðstoð til að manna stjórn og aðstoða við að fá formann fyrir UMSS. Sigurjón tók til máls og útskýrði stöðuna sjá stjórn UMSS
 2. UMFÍ hvatti UMSS til að sækja um að halda Landsmót Ungmennafélagana árið 2017
 3. UMFÍ lagði áherslu að UMSS legði meiri áherslu til að auka stækka frjálsíþróttaskóla
 4. Fá gönguhópa til að taka að í aukið samstarf
 5. UMFÍ leggur til að stofnað verð Ungmennaráð fólks á aldrinum 15-20 ára sem megi nýtast seinna í stjórn og störfum UMSS
 6. Lögð verður stefna um eineltismál
 7. Aukið verður við fræðslumál, reynt að halda námskeið, stofna fræðslunefnd innan UMSS.
 8. UMSS ráði framkvæmdarstjóra sem nýtist í stafsemi félagsins og innan aðildarfélaga UMSS.
 9. Aukin verði við fræðslu um starfssemi ungmennafélagana

 

28. desember 2011 - Kjör á Íþróttamanni Skagafjarðar 2011

Fundur um kjör Íþróttamanns Skagafjarðar

Mætt voru: Sigurjón Formaður UMSS, Páll frá Feyki, Sigmundur skíði, Ómar frá knattspyrnunni, Gunnar frá aðalstjórn, Arnrún frá sveitafélaginu, Ási frá körfuboltanum, Þorgerður frá sundinu, Jónína frá Stígandi, Úlfur frá Léttfeta, Steinunn frá Smára.

Rætt var um að breyta reglugerð um kjör  íþróttamanns Skagafjarðar á aðalfundi UMSS n.k.. Ákveðið var að allir yrðu gjaldgengir um þetta kjör.

Atkvæði urðu þannig

 1. Elvar Einarsson Stígandi 88 atkvæði
 2. Meistaraflokkur Karla Tindastóll 84 atkvæði
 3. Þórður Ingvarsson – Björn Björnsson
 4. Friðrik Hreinsson UMFT Karfan 58 atkvæði
 5. Sölvi Sigurðsson Svaði 30 atkvæði

 

 

Fundur í Húsi Frítímans

Kynningarfundur um velferðasjóð barna í Skagafirði

 

 1. Rætt var um velferðasjóð barna, reglugerð útskýrð og fleira.
 2. Búningamál rædd og komið með athugasemdir.
 3. Formannsmál UMSS rædd. Gunnar Gestsson kom með hugmynd um að sameina UMSS stjórnina við UMFT stjórn. Stjórna ráð um íþróttagreinarnar sem keppt er í. Hugmyndin hlaut góðan hljómgrunn.

 

Fundi slitið klukkan 21:00

 

Sigurjón Leifsson

Elmar Eysteinsson

 

Stjórnarfundur UMSS 30/5

 

Mætt voru Elmar – Hjalti, Sigurjón, Þröstur og Sigmundur

 

 1. Boðað á vorfund ÍSÍ 27-28 Maí. Steinunn Hjartardóttir bauð sig fram að sækja þennan fund en stjórn gat ekki komið sér saman um hver átti að fara í málið.
 2. Úthlutun styrkja frá UMSS til aðildarfélaga UMSS. Tillagan var rædd g borinn til Samþykktar. Fjöldi iðkenda 872 undir 18 ára 7832 æfingar stundaðar. Útreikningar á menntun þjálfara var rætt. Beðið eftir svari frá svaða, málið tekið fyrir á næsta fundið.
 3. Búningamál – Utanyfirgallar UMSS. Athuga, stærðir, útlit. Skoða tilboð frá Jako. Málið rætt við formenn aðildarfélaga UMSS.
 4. Fundur um Velferðasjóð Barna, boðið til formannafundar 8 júní. Fundarefni: 1. velferðasjóður barna. 2. búningamál. 3. formannsmál. 4. Sumartím. 5. önnur mál.
 5. UMFÍ 50 + Vantar tengiliði við keppnisgreinar. Ákveðið var að ræða við tengiliði um keppnisgreinar.
 6. Unglingalandsmót ræða við fulltrúa keppnisgreina.

 

Fundi slitið 21:45

 

Sigurjón Leifsson

Þröstur Erlingsson

Hjalti Þórðarson

Elmar Eysteinsson

Sigmundur Jóhansson

 

Stjórnarfundur 26/4 2011-06-22

 

Mætt: Hjalti Sigurjón, Þröstur 

 1. Tekið fyrir bréf
  1. Skotþing Íslands kjörbréf sent til Jóns Pálmassonar, Háahlíð 12 skotfélagið Ósmans.
  2. Kjörbréf frá KKÍ – sent til körfuknattleiksdeildar Tindastóls
  3. Bréf frá HSK um sögu HSK, bókin er boðinn til sölu á kr. 8500. ákveðið var að kaupa bókina.
  4. Bókun – ákveðið er að sækja um frjálsíþróttaskóla 18- 22 júlí. Rætt verður við þjálfara um tímasetningu.
  5. Felix ö allir eru búnir að skila nema Gróska og Golfklúbburinn
  6. Bókun – Sækja um styrk að fjárhæð 1.000.000 til Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga. Til greiðslu fyrir barna og unglingastaf í skagafirði.
  7. Bókun – skilafrestur vegna úthlutunar frá UMSS er 15 maí 2011. til þeirra félaga sem eftir eiga að skila.
  8. Bókun – Umsóknarfestur á Unglingalandsmót rennur út 30 apríl.
  9. Ákveðið að ráða Elmar Eysteinsson – hann verður ráðinn 15 mai til 15 ágúst. Launakjör ákveðin hjá stjórn.

 

Fundi slitið kl 20:00

 

Sigurjón Leifsson

Þröstur Erlingsson

Hjalti Þórðarson

 

29 /3 2011

Mætt : Hjalti, Sigurjón, Þröstur, Sigmundur, Elisabeth

 1. Rædd um formannsmál, tillögur nefndar ræddar, nefndin bókar að það er enginn formaður, leitað verður að formanni áfram.
 2. Rætt var um að ráða Elmar Eysteinsson til framkvæmdarstjóra UMSS og ákveðið að ræða við hann um launamál og vinnutíma, komi 15 maí.
 3. Tekin fyrir bréf til stjórnar
  1. Kjörbréf til 70 íþróttaþings ÍSÍ, óskað eftir einum fulltrúa frá UMSS.
  2. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ – Talað við Árna Geir Sigurbjörnsson um þjálfun í skólanum, tímasetning rædd um enda júlí.
 4. Knattspyrnudeild UMFT – styrktarbeiðni frá þeim vegna þjálfunar og knattspyrnuskóla. Ákveðið var að fella frá knattspyrnuskóla og styrkja þjálfunarnámskeið. Bókað var að styrkja um 180. þúsund kr til Knattspyrnudeildar Tindastóls
 5. Unglingalandsmót fyrir landsmót 2011. skipa nefnd fyrir ráðin. Knattspyrna, Karfan, Frjálsar, Sund og Golfklúbburinn.
 6. reglugerð um úthlutun styrks frá Sveitarfélaginu skagafirði ítrekun send til hestamannafélagana að skila göngum. Málið ekki tekið fyrir.
 7. Umsóknir um unglingalandsmót 2013 og 2014. Landsmót 50+ 2012 með fyrirvara um tímasetningu.

Skilað fyrir 30 apríl

 

Fundi slitið klukkan 21:30

Ritari Sigurgeir Leifsson

Elisabeth Jansen

Þröstur Erlingsson

Sigmundur Jóhannesson

Hjalti Þórðarson

 

 

Stjórnarfundur 18 3 2011

 

Mætt: Hrefna Gerður Elísabeth, Þröstur og Hjalti

 

 1. Kosning formanns á þinginu. Hrefna færði !!!!!!!!! fyrir stjórn um að hún vildi ekki vera formaður næsta árið, leggur fram bókun;

Ég Hrefna G Björnsdóttir geri athugasemd við vinnubrögð þau sem voru viðhöfð af fráfarandi stjórn UMSS og kjörnefnd á 91. ársþingi UMSS sem haldið var á Mælifelli. Sauðárkróki 17 mars 2011. Þá var ég kostinn sem formaður UMSS þegar ljóst var að ég hafði ekki boðið mig fram og ítrekað margoft við stjórn UMSS að ég gæfi ekki kost á mér til áframhaldandi setu. Ég get því miður ekki sinnt formennsku á komandi starfsári UMSS og mun því ekki taka við formennsku UMSS.

 1. Skipun Stjórnar : Varaformaður Sigurjón Leifsson. Ritari: Elisabeth Jansen. Gjaldkeri: Hjalti Þórðarson. Meðstjórnandi Þröstur Erlingsson
 2. Störf framundan – Hrefna lagði fram pappíra um hvað verkefni eru framundan. Sagði frá Elmari framkvæmdarstjóra. Málþing í gegnum UMFÍ og FNV. Búningamál í biðstöðu , lítið til af búningum á lager hjá UMSS. Mikið spurt um búninga af foreldrum. Þarf að koma þessu á hreint.
 3. Rætt um fjáraflanir og hvort hægt sé að auka tekjur á árinu.
 4. Tím kerfið – fundurinn með Ástu sveitastjóra.
 5. Póstkassi í vinnsluen pósthólfið hjá póstinum hefur verið sagt upp. Eftir að setja kassann upp. Heimasíða og netpóstur. Fleiri mál til umræðu.

 

Fundi slitið

 

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Hjalti Þórðarson

Elísabeth Jansen

Þröstur Erlingsson

Stjórnarfundur 1/3 2011

Mætt : Sigmundur, Hjalti, Hrefna, Sigurgeir og Sigurjón

 

 1. Aukaþing FRÍ megum senda einn – tvo fulltrúa ef áhugi er fyrir hendi. Umfjöllunarefni er fjármál sambandsins.Sigurjón ætlar að hringja í Frigga Steins hjá frjálsíþróttaráði.
 2. Fjölskyldan á fjallið. Tilnefna þarf fjall fyrir 14 mars, ákveðið að tilnefna Molduxa.
 3. Hrefna gerður fer á fund 16 mars með Jóni Hjartar skólastjóra FNV og fulltrúaum UMFÍ vegna átaksverkefnis eða málþings fyrir ungt fólk.
 4. Ársþing þann 17 mars. Ársskýrslan verður prentuð í prentara hjá öldunni, svart-hvít allt í sparnaðar skyni. Skýrslur streyma inn. Hjalti ætlar að ganga fará uppsetningu efnisins um helgina. Þann 10 mars er síðan ætlunin að prenta og gorma. Enn leitað af formanni.

 

Fundi slitið

 

Sigmundur Jóhansson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

Hjalti Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

 

 

Stjórnarfundur 22/2 2011-06-07

Mætt Hrefna Gerður, Hjalti og Sigmundur.

 1. Ennþá vantar formann, næst þarf að gera nýjan lista og reyna fleiri
 2. Uppsetning árskýrslu skoðuð. Ákveðið að ljúka samsetningunni í síðasta lagi 15 mars. Ákveðin fundur 1 mars til að skoða stöðuna.

 

Fundi slitið

Sigmundur Jóhannesson

Hjalti Þórðarson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

 

Stjórnarfundur 10/2 2011

 

Mætt Hrefna Gerður, Sigurjón og Hjalti

 

 1. Send út kjörbréf til félaganna og boðuðum á ársþing 17. mars sem verður í bæði GSS. Einnig send bréf til UMFÍ og ÍSÍ.
 2. Fjölskyldan á fjallið bréf frá UMFÍ um verkefnið og hvaða fjalla verður í verkefninu frá UMSS, sett á bið.
 3. Auglýst eftir umsókn til að halda ULM UMFÍ 2013 og 2014. svara þarf fyrir 30 apríl. Tekið mjög jákvætt í að sækja um annað hvort mótið.

 

Fundi slitið

Hjalti Þórðarson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

 

Stjórnarfundur 31 / 1 2010

 

 Mætt : Sigmundur, Hjalti, Hrefna, Sigurgeir og Sigurjón

 

 1. Felix-námskeið var haldið 25/1. átta mættu. Leiðbeinandi var Rúna Einarsdóttir frá ÍSÍ. Haldið í Húsi Frítímans. Gott námskeið segir Hjalti.
 2. Ársþing UMSS. Farið yfir þá verkþætti sem þurfa að vera klárir fyrir þingið. Rætt var svolítið um hvort skipuleggja á reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Þar að segja taka fram 16 ára aldurstakmark og ekki leyfa að tilnefna lið. Farið yfir helstu tillögur að lagabreytingum á grein 11. sem fjallar um fulltrúafjölda á ársþingi . Gerð tillaga að reglugerð vegna skiptinga á styrk frá sveitafélaginu , sem lög verður fyrir ársþingið. Hrefna tekur sama um íþróttamann ársins og skýrslu formanns. Hjalti tekur saman skýrslu stjórnar . tala við formenn ráða. Sigurgeir talar við hestaíþróttaráð. Hjalti talar við frjálsíþróttaráð. Sigurjón við Sundráð. Sigurjón ætlar við smárann um að fá einhvern í stjórn. Sigmundur og Sigurgeir ætla að hætta og svo Hrefna sem formaður. Aðalfundur verður haldinn á vegum Golfklúbbsins á Sauðárkróki þann 23 mars klukkan 18 30.
 3. Næsti fundur fimmtudaginn 10 febrúar.
 4. Íþróttagallar – vantar nokkrar stærðir af UMSS göllum, þarf að ræða við KS eða tískuhúsið um að selja. Rætt hefur verið um að Skúli taki smá hlutastarf sem framkvæmdarstjóri UMSS og gæti þá farið að skoða þetta mál.

 

Fundi slitið

Sigmundur Jóhansson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

Hjalti Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

 

Stjórnarfundur – 20 / 1  2011-06-03

 

Mætt: Hrefna, Sigurjón og Sigmundur

 

Formannafundur

 

Mættu:    Gunnar Gestsson

                Steinunn Arnljótsdóttir

                Guðrún Stefánsdóttir

                Jónína Stefánsdóttir 1">          

                Guðmundur Sveinsson

                Pétur Friðjónsson

Rætt um skráningarkerfið TÍM sem öll félög eiga að fara að skrá í.

 

Stjórnarfundur 11/1 2011

 

 

Mætt: Sigurgeir, Hrefna, Hjalti og Sigmundur

 

 1. Bréf hefur borist frá stjórn Hjalta og smára þar sem lýst var yfir óánægju vegna fyrirhugaðrar skráningu iðkenda í gegnum TÍM skráningarkerfi sveitafélagsins . Úthlutun fyrir 2011 verður að vera með sama hætti og verið hefur undanfarið ár. Upplýsingar sem verða skráðar inn í ár verða síðan notaðar við úthlutun 2012. Hrefna Gerður ætlar að senda formönnum þessara félaga svarbréf. Síðan mun hún hitta fulltrúa frá þessum félögum á Felixnámskeiði í næstu viku.
 2. Farandbikar Íþróttamaður ársins þar að uppfæra skráningu á hann. Hjalti skoðar málið.
 3. Golfklúbbur Sauðárkróks á að halda næsta ársþing. Tillaga um dagsetningu er 4 mars.
 4. Póstur – styrkur til aðildarfélaga frá Sveitafélagi 2011 verður 9.0 milljónir og 500 þúsund til UMSS vegna skrifstofuhalds

 

 

Fundur í Húsi Frítímans 15 desember.

Mætt frá stjórn: Sigurgeir, sigurjón, Hrefna og Hjalti.

Alls mættu 17 manns með stjórnarmönnum til fundar.

 1. Atkvæðagreiðsla vegna kjörs á Íþróttamanni Skagafjarðar unnið eftir vinnureglum UMSS og gefa alls 25 mans kosið.

 

Atkvæðagreiðsla fór eftirfarandi :

 1. Gauti Ásbjörnsson                 138 stig          
 2. Helgi Viggósson                    108 stig
 3. MFL. Karla Tindastóll           48 stig
 4. Mette Mannseth                     48 stig

 

Hjalti Þórðarson

 

Stjórnarfundur 9 /12 2010

 

Mætt: Hrefna, Sigmundur, Hjalti, Sigurgeir og Sigurjón,

 

 1. Reikningar hafa borist vegna verðlaunagripa veitt af frjálsíþróttaráði og hestaíþróttadeild. Að upphæfð samtals 22.000kr  Æskilegt að ræða við stjórn áður um slíkar fjárveitingar.
 2. Kjör Íþróttamanns Skagafjarðar verður í Húsi Frítímans 28. des. klukkan 20:00
 3. Felix námskeið verður haldið þriðjudaginn 18. janúar. Reyna að fá sem flesta til að taka þátt. Bóka hús frítímans.

 

Fundið slitið

Sigmundur Jóhansson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

Hjalti Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

Stjórnarfundur 2/12 2010

 

Mætt: Hrefna, Sigurjón og Hjalti

 1. Hrefna sagði frá hugmyndum verðandi útdeilingu á fjármagni frá sveitarfélaginu sem minkar. Hugmynd  að allar upplýsingar fari í gegnum Tím kerfið frá Sveitarfélaginu. Janúar og mars skipting verður sú sama því að UMSS fær þriggja mánaða aðlögun. Ákveð að senda félags og tómstundanefnd tillögu að úthlutun og vinnuferli.
 2. Íþróttamaður Skagafjarðar – búið að senda bréf til aðra félagsmanna um að senda inn tilnefningar um fólk bæði eldri og yngri. 15. des. Mætir valnefndin til að velja úr nöfnum þeirra sem tilnefnir eru. 28. des. tekinn frá fyrir verðlaunaafhendingu Íþróttamanns Skagafjarðar

 

Næsti fundur fimmtudaginn 9 des kl 20.

 

Hjalti Þórðarson

Sigurjón Leifsson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

 

Stjórnarfundur 24/11 2010

 

Mætt: Hrefna, Sigmundur, Hjalti, Sigurgeir og Sigurjón

 1. Úthlutun íþróttastyrkja frá sveitafélaginu. Breytingar á úthlutunarreglum. Reyna að gera upplýsingaöflun frá félögum gagnvirka svo þægilegt sé að vinna að úthlutuninni. Ákveðið að hver og einn taki með sér gögn heim og leggi höfuðið í beiti fram að næsta fund.
 2. Tilnefning til Íþróttamanns Skagafjarðar. Óskað eftir tilmælum frá félögum. Hrefna ætlar að senda út bréfið og skilafrestur er 10 des. Kjörið fer fram 15. des. og athöfnin 28. des.

 

Fundi slitið

 

Sigmundur Jóhansson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

Hjalti Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

 

 

Stjórnarfundur 27/10 2010

 

Mætt: Sigmundur, Hjalti, Sigurgeir og Sigurjón

 

 1. Afmæli UMSS. Afmælissamkoman verður haldin í húsi frítímans laugadaginn 13 nóv. Frá klukkan 14 til 17. Boðið verður upp á kaffiveitingar, myndasýningar og ræður. Afmælisnefnd er á fullu við undirbúning. Fiskiðjan og Kaupfélagið styðja samkomuna. 
 2. Boðsbréf til UMFÍ, ÍSÍ,  og Sveitafélag Skagafjarðar og Akrahrepps. Hrefna Gerður ætlar að sjá um að semja það og senda.
 3. Felix námskeið – sex manns hafa nú þegar skráð sig á námskeiðið sem ekki hefur enn verið dagsett og vonandi bætast fleiri við.
 4. Eftir afmælishátíðina þarf að ganga frá úthlutunarreglum vegna styrks frá sveitafélaginu.
 5. Undirbúa kjör á íþróttamanni UMSS í lok mánaðarins.
 6. Stjórnarfundur næst boðaður miðvikudaginn 17/11 klukkan 20;00.

Sigmundur Jóhansson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

Hjalti Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

 

 

 Stjórnarfundur  27/9 2010

 

Mætt: Hrefna, Sigmundur og Sigurjón

 

 1. Knattspyrnudeild Tindastóls sækir um styrk til að senda ungan og efnilegan leikmann til æfinga erlendis. Sá heitir Árni Arnarsson fæddur 1992. Sótt er um 100.000 kr. Samþykkt að veita styrk að upphæð 80.000. kr. þegar gögn hafa borist yfir kostnað vegna ferðarinnar.
 2. Gunnar Sigurðsson sækir um styrk til að fara á þjálfaranámskeið. Samþykkt að greiða 20.000 kr. upp í þátttökugjöld. Senda okkur síðan tölur yfir ferðakostnað og uppihald.  Síðan verður ákveðið hvort við getum styrkt hann frekar. Ákveðið að greiða ferðastyrk allt upp að 50.000. kr.
 3. Sunddeild Tindastóls heldur unglingamót UMSS laugadaginn 2 okt. Samþykkt að greiða auglýsingar og verðalaunapeninga eins og hefð er fyrir. Sigurjón ætlar að reyna að mæta á verðlaunaafhendingu
 4. Hrefna formaður ætlar að kanna hvort hæg sé að fá Felix námskeið eins kvöldstund hér fyrir norðan, ef næg þátttaka fæst.
 5. Samráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum. Laugadaginn 16 okt. Hrefna mætir sem fulltrúi.

 

Fundi slitið

 

Stjórnarfundur 26/ 7 2010

 

 1. Tjald fyrir Unglingalandsmót. Er hjá Seglagerðinni fyrir sunnan. Tala við vörumiðlun.
 2. Borð og stólar fara frá Sauðárkróki. Athuga með Ómar Braga eða vörumiðlun
 3. Bolir sem keyptir voru fyrir landsmótið, ákveðið að gefa þá.
 4. Ákveðið að hafa pláss fyrir um 75 tjaldvagna á tjaldsvæði.
 5. Frjálsíþróttaskóla lokið. Gekk vel og allir ánægðir. Þar að borga þjálfurum.
 6. Tala við Króksþrif um þrif á skólanum eftir frjálsíþróttaskóla.
 7. Bíll fyrir Elmar á Unglingalandsmótið. Athuga bílaleigubíl.
 8. Bílastyrkur til Elmars vegna búsetu og keyrslu í frjálsíþróttaskóla
 9. Komnir um 110 þátttakendur á Unglingalandsmót.

Fundi slitið

 

Hjalti Þórðarson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurgeir Þorsteinsson

Sigurjón Leifsson

Elmar Eysteinsson

 

Stjórnarfundur 4/7 2010

 

Mætt:Hrefna, Sigurgeir, Sigurjón, Sigmundur, Hjalti og Elmar

 

 1. Niðurgreiðslur á þátttökugjöldum á Unglingalandsmót Borganesi. Ákveðið að niðurgreiða um 50% sem er 3000. kr. Skráningar verða að koma í gegnum UMSS.
 2. Tjaldmál – reyna að fá skátatjaldið og bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk til að borða þar inn og koma saman. Elmar fer að athuga með borð og stóla.
 3. Tjaldsvæðastjóri útnefndur Elmar Eysteinsson
 4. Foreldrafundur með Ómari Braga vegna landsmóts um miðjan júlí.
 5. Búningamál – Athuga með boli sem hægt væri að nota fyrir skrúðgöngu,.
 6. Reyna að fá liðstjóra með fótbolta og körfubolta liðum sem fara frá UMSS. Elmar kannar stöðuna hjá þjálfurum yngri flokka. Unnar sér um gólfið. Tullan er að skoða hestaíþróttir.
 7. Setja auglýsingu í sjónhorn um Unglingalandsmót
 8. Frjálsíþróttaskóli – Undirbúningur gengur vel, skráningar en að detta inn
 9. Myndavél – ákveðið að kaupa vél sem kostar um 50. þúsund kr. einnig flakkara sem kostar um 25.þúsund kr.
 10. Námskeiðahalda – Athuga með næsta vetur að halda félagsnámskeið og þjálfaranámskeið.
 11. Almenningsíþróttir – Gefa t.d. gönguhópnum UMSS buff.

 

Fundi slitið

 

Hjalti Þórðarson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurgeir Þorsteinsson

Sigurjón Leifsson

Elmar Eysteinsson

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 5/5 2010-05-27

 

Mætt:Hrefna Gerður, Sigurjón og Hjalti

 

Sævar Péturs mætti til fundar. Farið yfir úthlutun Sveitafélagsins á 10 milljónum sem Sveitafélagið lætur til málaflokkinn. Sveitafélagið vill ekki sjá um úthlutunina. Ákveðið að UMSS sjái um verkið en kalli ekki upplýsingar frá félögum heldur noti úthlutunina frá síðasta ári. Fundur ákveðinn til að klára málin 17. maí.

Borist hafði bréf frá ÍSÍ með athugasemdum um lög Siglingarklúbbsins. Athugasemd gerð við tvö lög. Málið sent til Siglingaklúbbsins.

Elmar framkvæmdarstjóri kemur norður um 20. maí. Ákveðið að bjóða honum laun 230. þúsund á mánuði

Hugmynd um að UMSS taki að MÍ 15-22 ára, dagana 17-18. júlí. Frjálsíþróttaráðið vinnur úr því máli.

Unglingalandsmótið – búið að finna þrjá í ráðið;Tullan Lunder, Hrannar Ingvarsson og Sigurjón Leifsson

Afmælisnefnd – Ómar Bragi er tilbúinn að starfa í nefndinni. Haraldur Þór að hugsa.

Samráðsfundur UMFÍ, Hrefna fer á fundinn.

 

Hjalti Þórðarson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

 

18.0pt">Stjórnarfundur 21/4 2010-05-27

 

Mætt: Hrefna Gerður, Sigurgeir og Hjalti

 

Úthlutun til íþróttafélaga – Sveitafélagið búið að úthluta helming af styrk ársins eða 5 milljónir af 10 milljónum. Ræða þarf málið betur við Sveitafélagið. Stefnt að því að funda með fulltrúum Sveitafélagsins

Frjálsíþróttafundur með ráði var haldinn fyrir nokkrum dögum. Starfið snýst um nokkur mót og frjálsíþróttaskóla. Umræður um starf framkvæmdarstjóra. Elmar hefur gefið upp að hann verði við fram í miðjan ágúst.

Unglingalandsmótsnefnd – skipa þarf í hana sem fyrst. Hugmynd um Tullan, Sigurjón og helst einhverja frá körfunni og fótboltanum

Starfsíþróttaþing verður á laugardaginn 24. apríl , spurning um hvort einhver komist, sennilega kemst enginn.

 

Hjalti Þórðarson

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurgeir Þorsteinsson

 

Fundur með frjálsíþróttaráði  8/4 2010

 

Mætt; Gunnar Sigurðsson, Friðrik Steinsson, Sigurjón Leifsson, Þórey Gunnarsdóttir og Hjalti Þórðarson.

Gunnar fór yfir  starf og skipulag hjá ráðum, mót og verkefni ársins. Gunnar hefur gert þetta áður og stjórnar þessu verki áfram. Fimmtudagsmótin verða aðeins tvo daga í sumar 15 júl og 19 ágúst. Ekki ástæða til að hafa fleiri mót. Bikar verður á Sauðárkróki 13 og 14 ágúst og er stærsta mótið að þessu sinni. Grunnskólamótið verður 7 september ,fyrir 5. og 8. bekk. G.S. telur að fjölga þurfi mótum heimafyrir. Mjög slæmt að Norðurlandsmótið detti niður í ágúst. Þristurinn er á Blönduósi 10 ágúst. Umræður um mótið í fyrra og hve sigur UMSS hefi verið neyðarlega stór.

Fjármál: Friðrik fór aðeins yfir fjármál og hvernig staðan væri. Litlar tekjur af mótum á þessu ári. Aðalatriði er að lipurt sé á milli aðalstjórnar og ráðs.

Frjálsíþróttaskólinn – Samstarf UMFÍ og UMSS, mikilvægt að halda þessu gangandi. Tókst vel á síðasta ári.

Þungamiðjan í starfi ársins verða mótahald Bikarkeppni FRÍ og frjálsíþróttaskólinn. Mikilvægt að nýta sumarstarfsmann vel til þessara starfa.

Unglingalandsmót í Borganesi. Talið mikilvægt að stefna þangað með eins mikinn fjölda og mögulegt er.

Starfslið í héraði: Gunnar telur að starfslið sé að eflast , ekki síst hjá Smára. Mikilvægt að ná starfinu á flug í Hofsós og víðar. Frjálsar hafa ekki auglýst sig neitt.

Námskeið á Akureyri fyrir dómara í frjálsum. Gæti verið haldið á Hrafnagili klukkan 10 til 17:30

Þjálfunarmenntun og stig í FRÍ kerfum til umræðu. Talið mikilvægt að UMSS styðji við bakið á þeim sem vilja mennta sig.

 

Gunnar Sigurðsson,

Friðrik Steinsson,

Sigurjón Leifsson

Þórey Gunnarsdóttir

Hjalti Þórðarson.

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 6/4 2010

 

Mætt:Nýr formaður Hrefna Gerður Björnsdóttir, Sigurjón Leifsson, Hjalti Þórðarson Sigurgeir Þorsteinsson og Sigmundur Jóhannesson

 

Embætti innan stjórnar

Hjalti Þórðarson – Gjaldkeri

Sigurjón Leifsson – Varaformaður

Sigmundur Jóhannesson - Ritari

Sigurgeir Þorsteinsson – Meðstjórnandi

Elmar Eysteinsson hafi samband vegna framkvæmdarstjórastarfs næsta sumar, en hann vann fyrir sambandið í fyrra, skoða málið með Vinnumálastofnun, uppá þátttöku í greiðslum á launum. Stefnt að því að ráða hann í þrjá mánuði í sumar

Afmælisár – ákveðið að skipa afmælisnefnd til að vinna að afmælihófi í haust og útgáfu einhvers rits. Stungið uppá Haraldi Jóhannessyni, Ómari Braga og Sigríði Sigurðardóttur. Hjalti ætlar að ræða við þau.

Styrkir frá Sveitafélagi -  Verið að velta fyrir sér tölum frá ársreikningum 2008 og 2009 en árið 2009 var upphæðin 1.000.000 lægri. Ákveðið að vita hvort Helga fráfarandi gjaldkeri viti eitthvað um málið

Gjafabréf barst frá ÍSÍ uppá 100.000 til tækjakaupa í tilefni 100 ára afmælis UMSS. Bréf sem hafa borist: Kjörbréf frá Júdósambandi Íslands. 30 apríl ársþing Badmintonsambands Íslands. Námsboð frá “kids athletic” þar sem senda á 5 fulltrúa. Ákveðið að styrkja þátttakendur um 20.000. Starfsþing UMFÍ 24 apríl á Akureyri. Eigum rétt fulltrúum.

Næsti fundur, fyrsta þriðjudag í næsta mánuði. Næsta 4 maí klukkan 20.

 

Hrefna Gerður Björnsdóttir

Sigurjón Leifsson

Sigurgeir Þorsteinsson 

Sigmundur Jóhannesson

Hjalti Þórðarson

 

18.0pt">90. ársþing UMSS í Árgarði 25. mars 2010

 

1. Formaður setur fund 

Formaður UMSS Sigurjón Þórðarson setti fund og bauð alla fundarmenn velkomna og þá sérstaklega gesti sem væri komnir langt að. Flutti svo skýrslu formanns og stjórnar fyrir árið 2009. Fór þar nokkrum orðum yfir starf ársins sem var mikið og fjölbreytt. Fyrst minntist hann á að fjárhagur UMSS væri góður og gæfi því tækifæri til aukinna og jafnvel nýrra verkefna. Eitt stærsta verkið á síðasta ári var Unglingalandsmótið sem Skagfirðingar tóku að sér með skömmum fyrirvara eftir að Grundfirðingar hættu við. Að mati formannsins tókst mótið frábærlega og var Skagfirðingum til mikils sóma. Eins var Landsmót á Akureyri þangað sem UMSS fór með öflugt lið. Mótið var formanni verulega eftirminnilegt þar sem hann sigraði í sjósundi. Í lokin minnti formaður á 100 ára afmælisár UMSS sem stæði nú yfir á árinu 2010.

 

2. Kosinn þingforseti sem tekur við stjórn þingsins

Formaður gerði tillögu að Jakobi Frímanni Þorsteinssyni sem þingforseta og var það samþykkt.

 

3. Kosinn varaþingforseti, þingritari og varaþingritari

Nýkjörinn þingforseti tók við stjórn fundar og kom með tillögu að Haraldi Þór Jóhannssyni sem varaþingforseta, Hjalta Þórðarsyni sem þingritara og Hörpu Kristinsdóttur sem varaþingritara. Allir samþykkir þessum starfsmönnum þingsins.

 

4. Kjörin þriggja manna kjörnefnd og fimm manna kjörbréfanefnd

Tillögur um kjörbréfanefnd: Sigmundur Jóhannesson, Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir og Sigurjón Leifsson.

Tillögur um kjörnefnd: Ómar Bragi Stefánsson, Magnús Helgason, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, Þröstur Ásgrímsson og Þorgils Pálsson.

Tillögur samþykktar. 

 

5. Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar

Skýrsla stjórnar var ekki flutt en Sigurjón formaður fór yfir reikninga í fjarveru gjaldkera. Niðurstaða ársins var alveg ásættanleg á stóru og útgjaldasömu ári. Afgangur ársins var kr 386.132, rekstrartekjur kr 5.129.874 og rekstrargjöld kr 4.884.598. Nokkrir aurar eru til í sjóðum sambandsins.

 

6. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga

Spurning kom frá Skúla Jónssyni af hverju Tindastóll fengi svona lítið úr Lottósjóði. Lítið var um svör.

 

7. Kjörbréfanefnd fer yfir mætingu þingfulltrúa

Sigmundur Jóhannesson gerði grein fyrir kjörbréfum og mætingu fulltrúa

 

Umf Tindastóll                         9 mættir af 11

Umf Neisti                               3 mættir af 7

Hmf Léttfeti                            4 mættir af 6

Bílaklúbbur Skagafjarðar        2 mættir af 3

Véhjólaklúbbur Skagafj          1 mættur af 3

Hmf Svaði                               5 mættir af 5

Hmf Stígandi                           3 mættir af 6

UÍ Smári                                  5 mættir af 7

Golfklúbbur Sauðárkróks        2 mættir af 5

Íþf Gróska                               0 mættur af 3

Umf Hjalti                                0 mættur af 5

Alls                                          34 mættir af 61

 

 

 

8. Atkvæðagreiðsla um skýrslu og reikninga

Skýrsla og reikningar samþykktir af fundarmönnum

 

9. Aðildarumsókn Siglingaklúbbsins Drangeyjar að UMSS tekin fyrir

Siglingaklúbburinn Drangey hefur óskað eftir aðild að UMSS og samþykktu fundarmenn það með fyrirvara um samþykki UMFÍ og ÍSÍ. Stjórninni falið að klára málið.

 

10. Ávörp gesta, fyrri hluti

Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ steig í pontu og flutti smá ræðu: Hvatti forkólfa íþróttalífsins í Skagafirði til áframhaldandi góðra verka og þakkaði fyrir allt það góða sem gert hefur verið. Líney minnti á FELIX skráningarkerfið og hvatt alla þá sem ekki hefði notað kerfið að drífa í því og skrá félagsmenn og iðkendur inn í kerfið. FELIX kerfið sé það besta sem héldi utan um iðkendur íþróttafélaganna á Íslandi. Í ár er afmælisár, 100 ára afmæli UMSS en Líney gleymdi viðurkenningarplattanum sem hún ætlaði að koma með. Kom þó með blómvönd og bað formann að taka við honum. Sigurjón tók við blómvendinum og þakkaði Líney fyrir hlý orð í garð UMSS. Taldi sig hafa komið alltof sjaldan í höfuðstöðvar ÍSÍ.

 

11. Mál lögð fyrir þingið

Sigurjón fór yfir mál sem lögð fyrir þingið af stjórn UMSS.

 

12. Tillögur lagðar fram af þingfulltrúum

Engar tillögur lagðar fram.

 

13. Nefndarkosning

Nefndarskipan, frjálst val um setu í nefndum en formenn nefnda skipaðir:

Allsherjarnefnd: Gunnar Gestsson

Íþróttanefnd: Gunnar Sigurðsson

Fjárhagsnefnd: Sigurjón Þórðarson

 

10. Ávörp gesta, seinni hluti

Helga Guðjónsdóttir formaður UMFÍ kvaddi sér hljóðs og hélt stutta tölu. Byrjaði á því að hæla UMSS fyrir störfin á árinu 2009. Sagði svo aðeins frá stöðu húsnæðismála UMFÍ og frá nýja húsnæðinu í Sigtúni 42. Því miður væri þar ekkert gistirými. Næsta Unglingalandsmót verður í Borgarnesi vegna þess að Grundarfjörður hætti við. Helga hvatti til mikillar þátttöku frá UMSS. Minnti á ráðstefnu 7.-8. apríl um ungt fólk og lýðræði sem verður haldin í Dalabyggð. Helga bað fundarmenn að taka sérstaklega eftir því að Fræðslu-, Menningar- og Verkefnasjóður væru sjóðir í umsjá UMFÍ  og nauðsynlegt fyrir aðildarfélögin að kanna hvað þar sé í boði. Margir vilja komast í Lottósjóðinn – besta leiðin, að mati Helgu, til að stækka sjóðinn sé að kaupa miða. Helga taldi að breytingar í þjóðfélaginu sl tvö ár ættu ekki að hafa áhrifa á ungmennahreyfinguna. Þakkaði svo UMSS fyrir frábær störf á sl ári og taldi sig ekki koma í heimsókn í Skagafjörð – henni finnist hún hálfpartinn eiga þar heima. Ræddi svo aðeins um árið 2010 sem sé stórt og mikið ár, 100 ára afmælisár UMSS. Þakkaði svo fráfarandi stjórn fyrir störfin á sl ári og óskaði Skagfirðingum til hamingju með árangurinn í körfuboltanum. Ísland allt.

 

Helga hélt áfram og sæmdi tvo menn starfsmerkjum UMFÍ, en það voru:

Snorri Styrkásson, búin að starfa til fjölda ára í sundhreyfingunni á Sauðárkróki og standa sig frammúrskarandi vel. Var greinastjóri í sundi á Unglingalandsmótinu 2009.

Stefán Öxndal Reynisson, einn aðalforkólfa hestamannalífsins í Skagafirði í nokkra áratugi. Var greinarstjóri hestaíþrótta á Unglingalandsmótinu 2009.

Að lokum tók Sigurjón Þórðarson við afmælisplatta vegna 100 ára afmælisins.

 

14. Nefndarstörf - kaffihlé

Nefndir að störfum og stórveisla á borðum

 

15. Þingnefndir skila áliti og umræður um tillögur nefnda

Gunnar Gestsson formaður allsherjarnefndar byrjaði og fór yfir tillögur sem hefðu komið til nefndarinnar og frá henni til fundsins. (Samþykktar tillögur undirstrikaðar)

Tillaga nr 5. - Afmælisár UMSS

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að minnast 100 ára afmælis UMSS á einhvern hátt á árinu, t.d. með samkomu og útgáfu lítils afmælisrits.

Breyting frá nefnd og hljóðar tillaga svona:

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að fela stjórn UMSS að minnast 100 ára afmælis UMSS á árinu með hátíðarsamkomu á afmælisdegi sambandsins þann 17. apríl 2010 og útgáfu afmælisrits.

Umræður um tillöguna

Ómar Bragi Stefánsson telur að 100 ára afmæli UMSS sé merkur viðburður. Telur ekki að eitthvað eigi að vera á afmælisdaginn sem er eftir mjög skamman tíma. Leggur til að fyrri tillagan verði notuð. Gunnar Sigurðsson tók undir tillögu Ómars svo og Haraldur Þór Jóhannsson.

Tillagan borin upp og samþykkt svona:          

Afmælisár UMSS

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að minnast 100 ára afmælis UMSS á einhvern hátt á árinu, t.d. með samkomu og útgáfu afmælisrits.

 

Tillaga nr 7 - Þakkir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði þakkar sveitarstjórnarmönnum fyrir góðan stuðning við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina. Þingið þakkar einnig þann mikla stuðning sem UMSS hefur fengið vegna Unglingalandsmóts á Sauðárkrókur síðastliðið sumar.

Breyting frá nefnd og hljóðar tillaga svona:

Þakkir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði þakkar sveitarstjórn Skagafjarðar fyrir veittan stuðning við íþróttahreyfinguna í gegnum tíðina. Þingið þakkar einnig þann mikla stuðning sem UMSS fékk vegna Unglingalandsmóts á Sauðárkróki síðastliðið sumar.

Tillagan samþykkt

 

Tillaga nr 8. - Þakkir til UMFÍ

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði þakkar UMFÍ fyrir ómetanlega stuðning og samstarf á umliðnum árum. Samstarf þetta hefur á allan hátt verið frábært eins og þrjú landsmót í héraðinu frá árinu 2004 staðfesta.

 

Breyting frá nefnd og hljóðar tillaga svona:

Þakkir til UMFÍ

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði þakkar UMFÍ fyrir ómetanlega stuðning og samstarf á liðnum árum. Samstarf þetta hefur á allan hátt verið frábært eins og þrjú landsmót í héraðinu frá árinu 2004 staðfesta.

Tillagan samþykkt

 

Tillaga nr 12. - Næstu ársþing UMSS

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að 91. ársþing UMSS verði í umsjón Golfklúbbs Sauðárkróks og 92. ársþing árið 2012 verði í umsjón Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar.

Breyting frá nefnd og hljóðar tillaga svona:

Næstu ársþing UMSS

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að 91. ársþing UMSS árið 2011 verði í umsjón Golfklúbbs Sauðárkróks og 92. ársþing UMSS árið 2012 verði í umsjón Vélhjólaklúbbs Skagafjarðar.

Tillagan samþykkt

 

Gunnar Sigurðsson gerði grein fyrir niðurstöðum Íþróttanefndar

Tillaga nr 6. Unglingalandsmót 2009 á Sauðárkróki

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði þakkar öllum þeim sem lögðu á sig gríðarlega vinnu við að gera Unglingalandsmótið á Sauðárkróki að glæsilegu móti.

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt

 

Tillaga nr 10. Ráð á vegum UMSS

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að eftirfarandi ráð verði starfandi á vegum UMSS næsta starfsár:

Frjálsíþróttaráð

Hestaíþróttaráð

Sundráð

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt. Gunnar hvetur þó stjórn að taka á í boltamálum.

 

Tillaga nr 13. - Unglingalandsmót 2010

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði hvetur aðildarfélög til að vinna að því að þátttaka keppenda á Unglingalandsmóti UMFÍ í Borgarnesi um Verslunarmannahelgina verði sem mest. Unglingalandsmótin eru skrautfjaðrir UMFÍ og Héraðssambandanna og því mikilvægt að gefa sem flestum tækifæri til að keppa og vera með á þeim mótum.

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt

 

Tillaga nr 14 – Mótaskrá UMSS árið 2010

Alls 9 mót á vegum UMSS á árinu

 

maí               Héraðsmót í Hestaíþróttum                      Hólar

17. júní        Unglingamót í sundi                                     Sauðárkrókur

okt                 Héraðsmót í sundi                                        Sauðárkrókur

21. jan         Grunnskólamót UMSS yngri                     Varmahlíð

28. jan         Grunnskólamót UMSS eldri                       Sauðárkrókur

11. mars     1 Góumót UMSS                                            Sauðárkrókur

18. mars     2 Góumót UMSS                                            Sauðárkrókur

18. júní        FimmtarþrautarmótUMSS                        Sauðárkrókur

13-14. ágúst Bikarkeppni FRÍ 1 deild                           Sauðárkrókur

9. sept         Grunnskólamót UMSS (5 og 8 bekkur) Sauðárkrókur

22. des        Jólamót UMSS                                                 Sauðárkrókur

 

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt

 

Sigurjón Þórðarson gerði grein fyrir tillögum fjárhagsnefndar

Tillaga nr 1. -  Árgjöld félaga

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði leggur til að árgjöld félaga verði óbreytt frá síðasta ári eða 350 krónur á hvern félagsmann 16 ára og eldri.

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt

 

Tillaga nr 3. -  Skráningargjöld

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að þau ráð sem starfa á vegum UMSS ákveði sjálf þau skráningargjöld sem greidd verða fyrir þátttöku í þeirra mótum sem haldin eru á vegum UMSS og samþykkt eru af stjórn UMSS.

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt

 

Tillaga nr 2. - Lottóreglugerð

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir eftirfarandi lottóreglugerð:

5%       Afreksmannasjóður UMSS

25%     Til reksturs UMSS

25%     Skipt á starfandi félög innan UMSS í hlutfalli við fjölda félagsmanna samkvæmt upplýsingum í innsendum ársskýrslum til ÍSÍ

45%     Skipt á starfandi félög innan UMSS í hlutfalli við fjölda iðkenda 25 ára og yngri samkvæmt upplýsingum í innsendum ársskýrslum til ÍSÍ

Rök fyrir breytingu á Lottóreglugerð: Landsmót eru nú haldin á hverju ári svo ekki er talin þörf á því að safna í sérstakan landsmótssjóð. Stór hluti af útgjöldum UMSS fara hvort sem er í útgjöld vegna landsmóta. Þau 5% sem nú fara landsmótssjóðinn renna beint til aðildarfélaganna samkvæmt tillögunni.

 

Breyting frá nefnd og hljóðar tillaga um óbreytta lottóreglugerð

5%       Afreksmannasjóður UMSS

5%       Landsmótssjóður UMSS

25%     Til reksturs UMSS

20%     Skipt á starfandi félög innan UMSS í hlutfalli við fjölda félagsmanna samkvæmt félagatali í innsendum ársskýrslum til ÍSÍ.

45%     Skipt á starfandi félög innan UMSS í hlutfalli við fjölda iðkenda samkvæmt upplýsingum í innsendum ársskýrslum til ÍSÍ.

 

Umræður um tillöguna:

Hjalti Þórðarson lagði fram eins tillögu og tillagan frá stjórn hljóðaði.

Haraldur Þór Jóhannsson vildi endilega halda lottósjóðnum inni og lagði því til að engin hækkun verði til aðildarfélaganna.

Gunnar Gestsson taldi að styrkja ætti yngri flokka og því etv betra að aldurstakmörkin enn neðar en 25 ár.

Jón Geirmundsson taldi að aldurstakmörk megi alls ekki vera – mismunandi aldur iðkenda inna félaga.

Sigurjón Þórðarson lagði til að skipuð verði nefnd til að fjalla um málið milli þinga.

Haraldur Þór Jóhannsson ræddi um mikilvægi að halda lottósjóðnum inni

Þingforseti lagði eftirfarandi tillögu fyrir fundinn.

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir óbreytta lottóreglugerð frá fyrra ári. Ársþingið samþykkir að skipa milliþingnefnd sem í sitja Gunnar Gestsson, Haraldur Þór Jóhannsson og Hjalti Þórðarson sem yfirfara reglugerðina og koma með rökstudda tillögu til breytingar fyrir næsta ársþing.

Tillagan samþykkt

 

Tillaga nr 11. - Starfssvið ráða

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir að ráðunum verði úthlutað fjármagni til þess að geta staðið að mótahaldi á vegum UMSS. Stjórn UMSS verði falið að setja upp sérstaka reikninga fyrir hvert ár og ákveða upphæð sem þeim er ætlað að vinna með. Með þessu móti er verið að hvetja til aukins sjálfstæðis ráðanna.

Tillagan óbreytt úr nefnd og samþykkt

 

 

16. Fjárhagsáætlun samþykkt

 

Tillaga nr 4. - Fjárhagsáætlun fyrir árið 2010

90. ársþing UMSS haldið 25. mars 2010 í Árgarði samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2010.

 

 

Rekstrartekjur

Árgjöld aðildarfélaga                    700.000

Lottó og útbreiðslustyrkur        1.080.000

Styrkir                                       1.700.000

Tekjur af íþróttastarfsemi        1.000.000

Aðrar tekjur                                 100.000

Afreksmannasjóður                     180.000

            4.760.000

 

 

Rekstrargjöld

Yfirstjórn                                   1.400.000

Kostnaður vegna íþróttastarfs 1.400.000

Íþróttastyrkir                                300.000

Afmælisár                                      700.000

Annar kostnaður                           300.000

Afreksmannasjóður                      300.000

             4.400.000

 

Niðurstaða ársins                          360.000

 

 

Tillagan óbreytt (eingöngu hækkun á tekjum vegna þess að lottóreglugerð er áfram óbreytt) og samþykkt. úr nefnd

 

17. Kosningar

Ómar Bragi Stefánsson formaður kjörnefndar gerði grein fyrir niðurstöðum nefndarinnar.

Formaður: Hrefna Gerður Björnsdóttir. Samþykkt

Tveir í stjórn til tveggja ára; Hjalti Þórðarson og Sigurjón Leifsson. Samþykkt

Þrír í varastjórn til eins árs: Guðmundur Björn Eyþórsson, Sigríður Magnúsdóttir og Valgerður Inga Kjartansdóttir. Samþykkt

Þrír í Afreksmannasjóð til eins árs: Haraldur Þór Jóhannsson, Birgir Rafnsson og Hrefna Gerður Björnsdóttir. Samþykkt

Tveir skoðunarmenn reikninga til eins árs: Frímann Guðbrandsson og Jóhann Sigmarsson. Samþykkt

Fjórir í Frjálsíþróttaráð til eins árs: Friðrik Steinsson, Guðríður Magnúsdóttir, Gunnar Sigurðsson og Þórey Gunnarsdóttir. Samþykkt

Sex í Hestaíþróttaráð til eins árs: Bergur Gunnarsson, Bjarni Jónasson, Elisabeth Jansen, Friðgeir Jóhannsson, Hinrik Már Jónsson og Magnús Bragi Magnússon. Samþykkt

Þrír í Sundráð til eins árs: Hallfríður Guðleifsdóttir, Hrefna B. Guðmundsdóttir og Bryndís Aðalsteinsdóttir. Samþykkt

 

18. Önnur mál

Viðar Sigurjónsson mætti í pontu og byrjaði á að óska nýrri stjórn til hamingju með kjörið. Ræddi svo aðeins um fyrirmyndafélög ÍSÍ sem væru alls um 60. Hvetur félögin til að sækja um í þetta kerfi. Telur líka að Tindastóll sé á mörkum þess að detta inn í kerfið. Viðar sagði að fjarnám ÍSÍ sé gríðarlega vinsælt, 1. stig hjá ÍSÍ og svo eftir það hjá sérsamböndunum. Hvetur alla þá sem vilja auka við sína menntun að sækja um innan þessa kerfis. Nám á 2. stigi er að byrja, 4 tíma námskeið í hvert sinn, eitt atriði tekið fyrir og er menntað fólk hvert í sínu fagi sem sér um það. Viðar sagði frá Menntaráðstefnu sem væri á næstunni í Reykjavík. Viðar hvetur alla þá sem þurfa að sækja um í sjóði ÍSÍ t.a.m.vegna námskeiða erlendis þar sem veittir væru 50-100 þús kr styrkir. Kastaði svo fram nokkrum vísum.

 

Um mistök þingforseta:

Forsetanum leyfðist feill,

við fundinn náði sáttum.

Fall er reyndar fararheill,

því Frímann náði áttum.

 

Um sundafrek fyrrum formanns á Landsmóti:

Sjór á enni sindraði,

sá þó hvergi hrollinn,

því kom hann sá og sigraði

og synti yfir pollinn.

 

 

         Ársþingin stundum æði skrítin:

        Skrítin þessi skollans þing,

        skauta menn á ísnum hálum.

        Halli um borðið allt í kring

        ávalt sat í öllum málum.

 

        Að mati Viðars þá hafði þingforseti misskilið val stjórnar/þingheims á honum í embættið:

       Á þingforseta þótti sýnt

       að þekkingarskortur nagi.

       Einkum þótti´ honum afar brýnt

       að útlitið væri í lagi.

 

Ómar Bragi Stefánsson sagði nokkur orð og þakkaði fyrst fyrir frábærar undirtektir og þátttöku Skagfirðinga í Unglingalandsmótinu sem hefði tekist gríðarlega vel. Ræddi líka um hve íþróttaaðstaðan væri góð á Sauðárkrókur og einhver sú albesta á landinu til mótahalds eins og Unglingalandsmóts. Þakkaði svo verkefnastjóra Unglingalandsmótsins fyrir hans störf og minnti á að skrifstofan væri alltaf opin. Ómar sagði svo aðeins frá sínum störfum og að hann væri landsfulltrúi með aðaláherslu á Unglingalandsmótin. Hann væri núna búin að taka við erlendum samskiptum UMFÍ og taldi að ungmennafélagar gætu gert meira í því að fara erlendis í allskyns ungmennaskipti sem væru í boði. Ræddi svo aðeins meira um Unglingalandsmótin sem væru að stækka og endaði sjálfsagt með því að byrja þyrfti keppni á fimmtudegi. Taldi að mótið Borgarnesi verði gríðarlega stórt m.a. vegna nálægðar við höfuðborgina. Ný keppnisgrein verður í Borgarnesi – dans.

Hrefna Gerður Björnsdóttir þakkaði fyrir stuðninginn í formannsembættið.

Haraldur Þór Jóhannsson vildi að þingfulltrúar þökkuðu fráfarandi formanni fyrir góð störf í þágu hreyfingarinnar. Minnti svo á afmælisárið hjá UMSS og skaut að lokum nokkrum léttum glósum að Viðari Sigurjónssyni.

Jakob þingforseti þakkaði fundarmönnum fyrir góðan fund og UÍ Smára fyrir frábærar veitingar.

 

19. Fundarslit

 

Fundarritari:

Hjalti Þórðarson

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 1/3 2010

 

Mætt: Sigurjón Helga, Sigurgeir auk Helga.

 

Undirbúningur við ársþing í Árgarði

Rætt um drög að skýrslu stjórnar

Hjalti Þórðarson ráðin í hlutastarf á verktakalaunum frá og með feb og er greitt 60.000- krónur á mánuði.

Samþykkt að Hjalti kaupi sjónvarpsflakkara fyrir UMSS

Borist hefur umsókn frá Elmari Eysteinssyni, ákveðið að láta nýja stjórn taka ákvörðun um ráðningu

Samþykkt að beina þeirri ósk til Sveitafélags Skagafjarðar að greiða strax út helming af fyrirhugaðri styrktarfjárhæð til aðildarfélaga UMSS og síðan verði afgangurinn greiddur þegar búið er að fara yfir starfskýrslur.

 

Sigurjón Þórðarson.

Helga Eyjólfsdóttir

Sigmundur Jóhannesson

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 4/2 2010

 

Mætt: Sigurjón,Helga,Sigmundur og Jakob

 

Sigurjón og Jakob ætla að tala við Hjalta um að starfa fyrir sambandið á næstunni

Sigurjón hittir forsvarsmenn Smára eftir helgi og ræðir um ársþingið, sem áætlað er að haldið verði 13 mars.

 

Sigmundur Jóhannesson

Jakob Frímann Þorsteinsson

Sigurjón Þórðarson.

Helga Eyjólfsdóttir

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 27/1 2010

 

Mætt: Sigurjón, Jakob og Sigmundur. Friðrik Steinsson sem gestur.

 

Rætt um fjárframlög til frjálsíþróttadeildar UMSS og hvernig best væri að haga því. Sigurjón vildi fast fjárframlag ákveðið á ársþingi UMSS. Ákveðið að greiða þennan fasta kostnað frjálsíþróttaráðs, sem eru skráningarfjöld á mót utan héraðs, verðalaunagripir á héraðsmót og grunnskólamót. Ákveðið að vinna að ákveðnu verkskipulagi til að útdeila fjármagni til ráðsins.

Dagsetning á ársþing áætlað um 6 mars. Heyra í formanni Smára

Athugað að fá mann í hlutastarf við sambandið á næstunni, talað við Hjalta Þórðarson

Fundur 4 feb klukkan 16;30

 

Sigmundur Jóhannesson

Jakob Frímann Þorsteinsson

Sigurjón Þórðarson.

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 9/12 2009

 

Mætt: Sigurjón, Sigmundur, Jakob og Sigurgeir. Auk þess frá Unglingalandsmótsnefnd Ómar Bragi, Halldór Halldórsson og Gunnar Gestson

 

Ómar Bragi kynnti uppgjör Landsmótsins, búið er að innheimta nánast öll gjöld. Skipar skoðanir eru um hvort skoða eigi útborganir til félagana vegna vinnuframlags um hálf milljón í staðin hjá UMSS. Sigurjón formaður var sérstaklega ósáttur vegna 500.000 kr sem voru dregnar af UMSS vegna hlaupabrautar. Jakob vill að mest mundi fara til aðildarfélaga sambandsins samkvæmt þessari skiptingartillögu. Samkomulag náðist

 

18.0pt">Stjórnarfundur 24/11 2009

 

Mætt: Jakob, Sigurjón, Helga og Sigurmundur

 

Unglingalandsmót: Rætt um umgjörð og ákveðið að reyna að loka málinu sem fyrst svo hægt sé að greiða aðildarfélögum vinnulaun vegna jákvæðrar stöðu mótsins

Íþróttamaður Skagafjarðar: Sent út dreifibréf til félaganna um að tilnefna fólk fyrir 10 des. Kjörið fer fram samkvæmt nýrri reglugerð sem samþykkt var á síðasta ársþingi. Helga tók að sér að boða valnefnd til fundar 16/12 í Húsi Frítímans og einnig að athuga með Hús Frítímans

Formannafundur ÍSÍ. Sigurjón fór á fund og er kominn í nefnd sem fjallar um útnefningu á íþróttamanni héraðssambanda. Lottó skilar enn sínu. KSÍ nektarmálið var rætt á fundinum og þóttu siðareglur sjálfsagðar.

Lottó 1.600 verða greidd út næstunni

Næsti fundur –  helst sama dag og uppgjör fyrir Unglingalandsmót

 

Sigmundur Jóhannesson

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

Jakob Frímann Þorsteinsson

 

18.0pt">Stjórnarfundur 22/10 2009

 

Mætt: Sigurgeir, Helga, Sigmundur, og Sigurjón. Gestir Ómar Bragi og Gunnar Gestsson

 

Tillaga um skiptingu ágóða af Unglingalandsmóti 2009. Gunnar Gestsson tilkynnti um 8 og hálfs milljón kr. afgang. Staðan núna er um 6 milljónir sem standa inni á reikning. Ekki hefur ennþá verið greitt fyrir þátttökugjöld keppanda UMSS. Áætlað að sú upphæð sé um 1,2 milljónir. Ekki verður rukkað inn heldur verður fjárhæðin dreginn frá því þeim peningum sem félagið hefði annars fengið. Sigurjón Þórðarson þakkaði fyrir tilögunar og þeim Ómari og Gunnari fyrir komuna. Tillagan samþykkt en ákveðið að halda eftir 10% fyrir UMSS til að geta gert upp við sveitafélagið vegna mælinga á frjálsíþróttavelli.

Vegna 100 ára söguritunar UMSS. Samþykkt að Sigurjón formaður ræði við Árna Guðmundsson og verði í samráði við Helgu um fjárhaginn utan um það.

 

Sigmundur Jóhannesson

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

Sigurgeir Þorsteinsson

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 10/9 2009

 

Mættir : Sigmundur, Sigurjón og Helga

Helga sagðist vera búin að senda reikning á Vinnumálastofnun vegna launa framkvæmdarstjóra. Einnig sagðist hún þurfa að fara að greiða út lottó til aðildarfélaga

 

Sigurmundur Jóhannesson

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

 

 

18.0pt">Stjórnarfundur 1/9 2009

 

Mætt; Sigmundur, Sigurjón og Helga

 

46. sambandsþing UMFÍ í Reykjanesbæ 10. til 11. okt. Sigurjón ætlar að mæta. Eigum rétt á 4 fulltrúum + formann.

Ákveðið að gera upp laun við Elmar Eysteinsson samkvæmt umtali, hann hefur lokið störfum hjá UMSS.

Reglugerð um vinnulag við val á Íþróttamanni Skagafjarðar.

Skipting styrks frá sveitafélaginu samkvæmt starfsskýrslum.

Rætt um söguritun vegna 100 ára afmælis UMSS.

 

Sigurmundur Jóhannesson

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

 

 

 

18.0pt">Formannafundur 22/7 2009.

 

Mættir: Fulltrúar: Vélhjólaklúbbs, Þröstur formaður, Guðmundur Sveinsson fyrir Léttfeta, Hjalti Þórðar frá Neista, Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir frá Smára, Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir fyrir Svaða

 

Farið yfir skiptingu styrkja Sveitafélagsins.

Rætt verður um Unglingalandsmótið, sjálfboðliðar í upplýsingarmiðstöð, raðað niður á vaktir.

Reglugerð um val á íþróttamanni Skagafjarðar samþykkt af stjórn UMSS þeir setja fastmótaðar reglur um valið byggðar á drögum sem lögð voru fyrir fundinn.

 

Elmar Eysteinsson

Hjalti Þórðarson

Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir

Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir

Guðmundur Sveinsson

 

 

_Toc329769520">Stjórnarfundur 19. 6. 09

 

Mætt: Elmar Sigurjón Helga Sigmundur og Jakob

 

Helga greindi frá stöðu búningamála. Þar er allt í réttum farvegi.

Athuga að skila inn til umsókn til atvinnutyggingarsjóðs vegna launa framkvæmdarstjóra.

Ákveðið að setja litla auglýsingu í Sjónhornið til að fá þátttöku í sem flestar greinar á landsmóti á Akureyri.

Elmar er að leita af aðila til að sjá um mat fyrir frjálsíþróttaskóla.

Jakob kom með lög Siglingarklúbbs Drangeyjar og félagatal, sótt var um aðild að UMSS. Stjórn samþykkti að fara yfir umsóknina og síðan vísa umsókninni til staðfestingar á næsta ársþingi. Framkvæmdarstjóra falið að senda umsókn til UMFÍ til að fá aðild strax.

 

Fundi slitið

 

Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

Helga Eyjólfsdóttir

Elmar Eysteinsson

Jakob Frímann Þorsteinsson

 

_Toc329769521">Stjórnarfundur 9. 6. 2009

 

Mættir: Sigurgeir, Helga, Sigurjón og Elmar

 

Ósk Siglingaklúbbs Drangey um inngöngu í UMSS.                                                                                 Stjórn UMSS fagnar ósk Siglingarklúbbsins Drangeyjar og mun óska eftir upplýsingum í samræmi við 12 grein laga UMSS og leggja fyrir næsta ársþing til staðfestingar.

Undirbúningur landsmóts. Akureyri rætt um allt sem tengist landsmóti.

 

Fundi slitið

 

Sigurjón Þórðarson

Sigurgeir Þorsteinsson

Helga Eyjólfsdóttir

Elmar Eysteinsson

 

_Toc329769522">Stjórnarfundur 25/5 2009

 

Mætt: Elmar, Helga, Sigmundur og Sigurjón

 

Búningamál – Á að skipta við Henson. Regnjakki kostar um 4500 kr – með merkingum. Ákveðið að fá nokkrar stærðir til mátunar og láta síðan panta eftir þörfum. Ákveðið að reyna fá K.S. til að styrkja búningakaup.

Athuga á með bekki í tjald á landsmóti og eining að fá kokk. Búið að fá tjald til notkunar á Akureyri. Á að ræða við Árna Björn í Sólvík.

 

Fundur sleginn af :

 

Sigmundur Jóhannesson

Elmar Eysteinsson

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

 

_Toc329769523">Stjórnarfundur 12.5. 2009.

 

Mætt: Sigurjón, Jakob, Helga og Elmar

 

Samþykkt að leggja 250 þúsund króna fjárstyrk frá K.S inn á innlánsreikning hjá K.S, þar til ákvörðun um kaup á tjaldi verður tekin. Kaupum á tjaldi verður frestað vegna óvissu í gengismálum.

Ákveðið að stjórnarmenn og framkvæmdarstjóri setji upp auglýsingar fyrir frjálsíþróttaskóla UMFÍ í nágrannabyggðum.

Rætt um búningamál og ákveðið að fundin verði ódýr lausn.

Samþykkt að greiða ferðakostnað fyrir formann á Akureyri þann 9-10 maí 2009. (Sigurgeir kemur inn á fundinn)

Rætt um fyrirkomulag styrkveitinga sveitafélagsins. Ákveðið að ljúka tillögugerð og boða síðan formenn aðildarfélaga á fund og ræða um breytt fyrirkomulag.

Formaður Siglingarklúbbsins Drangeyjar tilkynnti að von væri á umsókn félagsins um aðild að UMSS.

Rætt um að vinna að góðri þátttöku á Landsmótinu á Akureyri og Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki.

Næsti fundur ákveðinn 27. maí klukkan 16.00

Fundi slitið

 

 

Helga Eyjólfsdóttir

Elmar Eysteinsson

Sigurjón Þórðarson

Jakob Frímann Þorsteinsson

Sigurgeir Þorsteinsson

 

_Toc329769524">Stjórnarfundur 22.4. 2009.

 

Mætt : Helga, Sigmundur, Jakob, Elmar og Sigurjón

 

Rætt um leiðréttingu á lottóúthlutun 2008. Það var ákveðið að greiða til að leiðrétta málið úr sjóði UMSS

Ákveðið að setja saman ráðningarsamning við Elmar sem fyrst.

Rætt um bréf frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands vegna dvalarleyfa erlendra íþróttamanna.

UMFÍ auglýsir eftir gömlum kvikmyndarskeiðum frá eldri landsmótum, 1955 til 1987. Ákveðið að skella þessu bréfi inn á heimasíðu sambandsins.

Þarf að fara greiða út þau 20% sem eftir á að úthluta frá styrkjum sveitafélagsins. Elmar, Sigurjón og Helga fara í málið eftir helgi.

Tjaldamál skoðað. Stærð og kostnaður til nánari athugunar.

Rætt um fréttabréf fyrir unglingalandsmót sem UMFÍ og Tindastóll ætla að gefa út. UMSS ætlar að skoða málið. Sigurjón ætlar að ræða betur við þessa aðila

Næsti fundur þriðjudaginn 5 maí.

 

Fundi slitið

 

Sigmundur Jóhannesson

Helga Eyjólfsdóttir

Elmar Eysteinsson

Sigurjón Þórðarson

 

 

_Toc329769525">Stjórnarfundur 16.3. 2009.

 

Mættir: Sigurjón, Sigurgeir, Helga, Jakob, Sigmundur, Elmar og Gunnar Sigurðsson

 

Formaður setti fund og fyrsta mál var að skipa með sér verkum í stjórn.

 

1.     Helga bauðst til að taka að sér gjaldkerastöðuna, Jakob verður áfram varaformaður, Sigmundur ritari og Sigurgeir meðstjórnandi.

2.     Laun framkvæmdarstjóra. Stefnt að því að gera verklýsingu fyrir starf Elmars og ráðningu út sumarið. Ákveðið að Sigurjón og Jakob setji niður og geri vinnudrög sem lögð verða fram á næsta fundi.

3.     Friðrik Steinsson kom á fundinn með reikning vegna búningakaupa frjálsíþróttadeildar að upphæð tæplega 500,000 kr. Búningarnir verða til sölu í Tískuhúsinu og andvirðið svo fært inn á UMSS. Ákveðið af stjórn að greiða þennan pening.

4.     Formannafundur ákveðinn kl 17:30 fimmtudaginn 26 mars í húsi frítímans. Helstu mál

a.     Íþróttamaður Skagafjarðar

b.     Úthlutun styrkfjár Sveitafélagsins

c.      Styrkir vegna æfingargjalda

d.     Námskeið í Felix

e.     Unglingalandsmót 2009, hvetja til þátttöku

f.       Landsmótsnefnd

g.     Umræður um þær reglur sem farið er eftir við skiptingu styrks sveitafélagsins

5.     Landsmótsnefnd fyrir sumarið, fá duglegt fólk til að peppa upp þátttöku fyrir landsmótin.

6.     Frjálsíþróttaskóli UMFÍ og FRÍ, Gunnar Sig. lagði til að halda hann áfram. Mælti með 22 – 26 júní.

7.     Tengsl stjórnar inn í sérráð sambandsins, mælt með áheyrnarfulltrúa.

8.     Gunnar Sigurðsson ræddi samstarf við grunnskólana á ýmsum sviðum til að auka áhuga á fleiri greinum en frjálsíþróttum t.d skák og boltaíþróttum. Gunnar benti svo á að sími hans væri í símaskránni.

9.     Ákveðið að mæta kl 17:00 á formannafund í húsi frítímans

 

Fundi slitið

 

_Toc329769526">Fundargerð 89. Ársþings UMSS haldið 6.3 2009 í Höfðaborg í boði Ungmennafélagsins Neista

Formaður setur þing og lætur kjósa þingforseta.

Kosinn þingforseti sem tekur við stjórn þingsins.

3.         Kosinn varaþingforseti, þingritari og varaþingritari.

4.         a) kosin skal 3 manna kjörbréfanefnd sem tekur þegar til starfa.

            b) kosin skal 5 manna kjörnefnd sem tekur þegar til starfa.

      5.   Lögð fram skýrsla stjórnar og endurskoðaðir reikningar.

      6.   Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.

      7.   Kjörbréfanefnd skilar áliti

      8.   Atkvæðagreiðsla um skýrslu og reikninga

      9.   Ávörp gesta

     10.  Mál lögð fyrir þingið sem kynnt hafa verið í fundarboði.

     11.  Tillögur lagðar fram af þingfulltrúum

     12.  Nefndarkosning (val)

a)         allsherjarnefnd

            b)         fjárhagsnefnd

c)         íþróttanefnd

d)        aðrar nefndir

      13. Nefndarstörf

      14. Þingnefndir skili áliti og tillögur þeirra, sem falla undir síðari teknar til umræðu og afgreiðslu.

      15. Fjárhagsáætlun samþykkt.

      16. Kosningar (kosningar skulu vera skriflegar, nema því aðeins að stungið sé upp á jafn mörgum og kjósa skal)

kosin stjórn og varastjórn

kosnir tveir skoðunarmenn reikninga og tveir til vara

kosið í nefndir og ráð sambandsins eftir því sem þing ákveður hverju sinni

      17. Önnur mál.

      18.  Þingslit.

 

Afgreiðslur:

Sigurjón Þórðarsson formaður setti þingi og bauð fundarmenn velkomna á 89.  ársþing UMSS, en það er haldið í boði Ungmennafélagsins Neista. Bauð hann gesti velkomna en þeir voru: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson framkvæmdastjóri UMFÍ  og Viðar Sigurjónsson starfsmaður ÍSÍ,  Akureyri.

Sigurjón flutti ávarp formanns. Síðan tilnefndi hann Steinunni Hjartardóttur sem þinforseta og var það samþykkt.

3.         Steinunn tók nú við fundarstjórn og tilnefndi Guðrúnu Þorvaldsdóttir sem varaþingforseta var það samþykkt. Síðan bar Steinunn upp Margréti Stefánsdóttir sem fundarritara og Kristínu Jóhannesdóttur til vara var það samþykkt.

4.         a)         3 manna kjörbréfanefnd:  Hjalti Þórðarson, Gunnar Gestsson og Þorgils Pálsson.

            Samþykkt.

b) 5 manna kjörnefnd: Jón Geirmundsson, Jónína Stefánsdóttir,  Þorvaldur Gestsson,  Þórunn Eyjólfsdóttir og Snorri Styrkársson,  samþykkt.

5.         Skýrsla stjórnar: Sigurjón Þórðarson form. flutti. Í forföllum Páls Friðrikssonar gjaldkera UMSS þá kynnti Sigmundur Jóhannesson endurskoðaða reikninga.

6.         Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga. Sævar Pétursson spurði um númeruð atriði í rekstrarreikning. Haraldur Jóhannsson spurði um stöðu afreksmannasjóðs og landsmótssjóðs. Gunnar Gestsson spurði um Lottóúthlutun.

Sigurjón Þórðarson kynnti að skýringar við rekstrarreikning fylgir ekki með í ársskýrslunni vegna mistaka, en skýringar og skipting lottóúthlutunar, verða sendar til aðildarfélaga síðar.

7.         Hjalti Þórðarson flutti skýrslu kjörbréfanefndar.

            UMF Tindastóll á rétt á 14     8 mættir + formaður

            Gróska                        „   „          2    0 mættir

            GSS                 „   „          4    1 mættur    

            Svaði               „   „          4    4 mættir  + formaður   

            Stígandi          „   „          6    5  mætttir    

            Léttfeti                       „   „          5    3  mættir 

            Smári              „   „         7     5  mættir 

            Hjalti               „   „          4    4  mættir   

            Neisti               „   „          6    5 mættir  

            Vélhjólakl.       „  „           3    1 mættir 

            Bílakl. Skagafjar ðar       2     0 mættir

Samtals 38 fulltrúar mættir.

8.         Atkvæðagreiðsla um skýrslu stjórnar og reikninga. Samþykkt.

9.         Ávörp gesta:

Helga Guðrún Guðjónsdóttir form. UMFÍ tók til máls og flutti kveðjur frá stjórn UMFÍ.  Þakkaði hún fyrir skýrslu stjórnar og reikninga, hvatti hún nýja stjórn til að standa vel að ársreikningum og hafa öll mál uppi á borðinu. Niðurstaða reikninga er góð þó skýringar vanti. Hvatti hún UMSS til að sækja um í Verkefna- og fræðslusjóð UMFÍ  til að standa straum af kostaði við að skrá sögu Ungmennasambands Skagafjarðar, en að skrá söguna er ómetanlegt.

Minnti hún á þjónustumiðstöð UMFÍ, þar sem við erum ætið velkomin til  að nota okkur þjónustuna. Ræddi hún um hin mörgu verkefni sem UMFÍ stendur fyrir s.s Gæfuspor, Fjölskyldan á fjallið, Sýndu hvað í þér býr, Leiðtogaskólinn og hin ýmsu fræðslunámskeið sem UMFÍ standur fyrir. Sagði hún frá því að Skinfaxi er elsta tímarit á Íslandi  með samfellda útgáfusögu.  Ræddi hún um frestun UML í Grundarfirði. Sex aðilar sóttu um að fá að halda mótið,  en það fellur í hlut UMSS með stuðningi Sveitarfélagins Skagafjarðar, að halda mótið á sumri komanda. Þakkaði hún sveitarstjórn Sv. Skagafjarðar fyrir þann mikla stuðning sem þeir hafa sýnt við að sækja um mótið.  Taldi hún að okkur væri vel treystandi til að standa vel að mótinu, þrátt fyrir skamman undirbúningstíma. 26. Landsmót UMFÍ verður haldið á Akureyri í sumar á 100 ára afmæli UMFÍ og hvatti hún félaga UMSS til að fjölmenna til Akureyrar til að taka þátt í afmælishátíðinni.   Í lok erindisins minnti hún á ungmennafélagsandann „Íslandi allt“.

Síðan afhenti hún Steinunni Hjartardóttur starfsmerki UMFÍ. Í máli hennar kom fram að Steinunn hefði unnið lengi óeigingjarnt starf fyrir hreyfinguna og ávallt tilbúin til að taka að sér hin ýmsu verkefni, meðal annars hafði hún tekið að sér framkvæmdastjóra stöðu. Steinunn þakkaði fyrir sig og sagði: „Ég á þetta ekki skilið, ég hef bara svo gaman af þessu“.

 

Ómar Bragi Stefánsson tók næstur til máls. Byrjað mál sitt á að óska Steinunni til hamingju  með starfsmerkið. Sagði hann frá skipun Unglingalandsmótsnefndar en formaður hennar verður Halldór Halldórsson, en auk hans eru í nefndinni, fjórir fulltrúar  UMSS, einn fulltrúi Sveitarfélagsins og þrír fulltrúar UMFÍ.  Búið er að halda tvo fundi.  Kynnti hann veggspjald og einkennis lit mótsins, sem verður „orange“, styrktaraðila og þá vinnu sem komin er í gang. Undangengin  mót hefur þátttökufjöldinn verið um níu þúsund en vegna breyttra aðstæðna í landinu má búast við enn fleiri gestum. Reikna má með að um 300 sjálfboðaliðar vinni við mótið.  Hvatti hann íbúa til að rifja upp vinnuþekkinguna  frá síðustu Landsmótum og standa jafn vel að þessu móti eins og okkur er einum lagið. KSÍ og KKÍ hafa lýst áhuga á að koma að mótahaldinu, en vaxandi áhugi er á að efla grasrótarstarfið í þessum hreyfingum. Ómar hlakkaði til að takast á við verkefnið næstu mánuði.

 

Viðar Sigurjónsson tók næstur til máls. Flutti kveðjur frá form. og framkv.stjóra ÍSÍ. Óskaði hann Steinunni til hamingju með viðurkenninguna og sagði að hún væri vel að henni komin. Sagði frá nýju fyrirkomulagi á þjálfarnámskeiðum. Hádegisfundir eru haldnir í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal. Ýmis erindi eru flutt þar. Vonandi verður ekki langt að bíða þess að hægt verði að senda út fundi í gegnum netið. Fundina og útbýti er hægt að nálgast heimasíðu ÍSÍ. Óskaði UMSS til hamingju með að halda Unglingalandsmót nk. sumar.

 

Gunnar Gestsson tók til mál og flutti tillögu: 

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir

að beina því til aðildarfélagana að þau kalli opinberlega eftir ungu fólki til æfinga og keppni og leita í sjóði UMSS ef innheimta æfingargjalda er ekki möguleg vegna efnahagserfiðleika. Tillagan var  send í allsherjanefnd til umfjöllunnar.

Þessi tillaga var felld í allsherjarnefnd. 

 

10.       Mál lögð fyrir þingið sem kynnt hafa verið í fundarboði. Engin mál voru kynnt í fundarboði.

11.       Formaður kynnti tillögur sem lagðar voru fyrir þingið og í hvaða nefndir þær færu. Þingforseti kynnti formenn nefnda.

Allsherjanefnd: Gunnar Gestsson

Fjárhagsnefnd: Sigurgeir Þorsteinsson

Íþróttanefnd: Friðrik Steinsson

 

            Nú var boðið til kaffihlés og á meðan störfuðu nefndir.

 

13.       Nefndastörf

14.       Þingnefndir skili áliti og tillögur þeirra, sem falla undir síðari teknar til umræðu og afgreiðslu.

 

 

Íþróttanefnd: Friðrik Steinsson kynnti tillögur nefndarinnar:         

Þjálfarar með réttindi

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir, að beina

því til aðildafélag að þau leytist við að ráða aðeins til starfa þjálfara sem sótt hafa                    námskeið á vegum íþróttahreyfingarinnar eða hafi sambærilega menntun. Samþykkt  samhljóða.

Ráð á  vegum UMSS

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir

að eftirfarandi ráð verði starfandi á vegum UMSS næsta starfsár:

            a. Frjálsíþróttaráð

            b. Hestaíþróttaráð

            c. Sundráð

            d. Boltaráð

Þingið samþykkir einnig að ráðunum verði úthlutað fjármagni til þess að geta staðið að mótum á vegum UMSS eins og gert hefur verið undanfarin ár. Stjórn UMSS verði falið að setja upp sérstaka reikninga fyrir hvert ár og ákveða upphæð sem þeim er ætlað að vinna með. Ráðinu skulu skila starfsskýrslu fyrir ársþing. Samþykkt.

Ráð UMSS

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir

Að beina því til stjórnar að útbúa starfsreglur fyrir ráðin og kynna þær á næsta fundi ráðanna. Samþykkt.

Reglur um íþróttamann Skagafjarðar

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir,

Að beina því til stjórnar UMSS að hún skipi vinnuhóp þar sem fulltrúar allra sérráða innan UMSS eigi fulltrúa auk eins stjórnarmanns frá UMSS. Hlutverk þessa hóps er að móta reglur um kjör íþróttamanns Skagafjarðar.

Til máls tóku Sigurjón Þórðarson, Sævar Pétursson, Guðmundur Sveinsson, Friðrik Þór Jónsson. Gunnar Gestsson sem lagði fram eftirfarandi tillögu:

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir,

Að beina til formannafundar UMSS að móta reglur um val á Íþróttamanni Skagafjarðar.

Til máls tók  Gunnar Sigurðsson, Sigurjón Þórðarson

Tillaga Gunnars Gestssonar borin upp og samþykkt samhjóða.

Mótaskrá

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir,

eftirfarandi mótaskrá:

22. janúar                    Grunskólamót UMSS, yngri                          Varmahlíð

29. janúar                    Grunnskólamót UMSS, eldri                         Varmahlíð

30. apríl                      Grunnskólamót UMSS (frestað frá hausti)

                                   (Puttamót)                                                     Sauðárkrókur

16.maí                         Héraðsmót í hestaíþróttum                            Sauðárkrókur 

17. júní                       Héraðsmótí sundi                                          Sauðárkrókur

19. júlí                        Fimmtarþrautamót UMSS                             Sauðárkrókur

31. júl. – 3. ágúst        Unglingalandsmót UMFÍ                              Sauðárkrókur

11. ágúst                     Þristurinn                                                       Sauðárkrókur

10. september             Grunnskólamót UMSS, úti                            Sauðárkrókur

Sept / okt.                   Sundmót UMSS                                            Sauðárkrókur

22. desember              Jólamót UMSS                                              Sauðarkrókur

Fimmtudagsmót verða þegar í ljós kemur hvaða fimmtudagar verða lausir á vellinum.  Samþykkt.

 

Allsherjarnefnd: Gunnar Gestsson kynnti tillögur nefndarinnar.

Unglingalandsmót 2009

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi hvetur aðildarfélög til að vinna að því að þátttaka í Unglingalandsmóti UMFÍ á Sauðárkróki um  Verslunarmannahelgina verði sem mest. Samþykkt.

Unglingalandsmót 2008

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir þakkir til HSK og Sveitarstjórnar Ölfus fyrir góðar móttökur og vel heppnað Unglingalandsmót UMFÍ 2008. Samþykkt. 

Þakkir til Sveitarfélagsins Skagafjarðar

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi þakkar Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar fyrir góðan stuðning við íþróttahreyfinguna. Þingið þakkar einnig þann stuðninginn sem UMSS fékk vegna umsóknar sinnar um að halda Unglingalandsmót 2009.

Samþykkt.

Þakkir til grunnskóla Sveitarfélagsins

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi þakkar starfsfólki grunnskólanna í Skagafirði fyrir mikið og gott samstarf undanfarin ár. Gott samstarf íþróttahreyfingarinnar og skólanna er lykilatriði í uppbyggingu hraustrar og heilbrigðrar æsku sem skilar sér til baka sem góðir og gegnir einstaklingar.

Samþykkt.

90. ársþing UMSS

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir, að 90. ársþing UMSS verði í umsjón Ungmenna- og íþróttafélagsins Smára í Varmahlíð. Samþykkt.

Saga UMSS   

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir að gefa út myndskreyttan bækling með ágripi af sögu UMSS og íþróttahreyfingarinnar í Skagafirði. Samþykkt.

100 ára afmæli UMSS 2010

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi, samþykkir að beina því til stjórnar UMSS að mynda afmælisnefnd sem vinnur að undirbúningi og framkvæmd afmælisárs UMSS.

Samþykkt.

 

Fjárhagsnefnd: Sigurgeir Þorsteinsson kynnti tillögur nefndarinnar.

Lottóreglugerð

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir að eftirfarandi lottóreglugerð:

5 %      Afreksmannasjóður UMSS

5 %      Landsmótssjóður UMSS

25 %    Til reksturs UMSS

20 %    Skipt á starfandi félög innan UMSS í hlutfalli við fjölda félagsmanna samkvæmt félagatali í innsendum ársskýrslum til ÍSÍ.

45 %    Skipt á starfandi félög innan UMSS í hlutfalli við fjölda iðkenda samkvæmt upplýsingum í innsendum ársskýrslum til ÍSÍ.

Samþykkt.

Skráningargjöld

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir, að  þau ráð sem starfa á vegum UMSS, ákveði sjálf þau skráningargjöld sem greidd verða í þeirra mótum sem haldin eru á vegum UMSS og samþykkt er fyrir í stjórn Sambandsins.

Samþykkt.

Árgjöld félaga

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi leggur til að   árgjöld félaga verði 350 krónur á hvern félagsmann 16 ára og eldri.

Samþykkt.

Þátttökugjöld á UML

89. ársþing UMSS haldið 6. mars 2009 í Höfðaborg á Hofsósi samþykkir tillögu um að UMSS niðurgreiði þátttökugjald á Unglingalandsmót UMFÍ og hvetji aðildafélög til hins sama.

Gunnar Gestsson tók til máls og ræddi um upphæð.  Sigurjón tók til máls og taldi að reikna mætti með ca 3000 pr. mann frá UMSS.  Steinunn tók til máls og spurði Halla hversu mikið hefði verið greitt og hann svaraði  að venjulega hefði verið greiddur u.þ.b. helmingu en landsmótssjóður greiddi þátttökugjöld á Landsmótið.  Kristín Jóhannesdóttir  til máls og sagði að félögunum væri í sjálfsvald sett hversu mikið þau greiddu með sínum keppendum.

Tillagan var samþykkt óbreytt.

 

Fjárhagsáætlun fyrir árið 2009

89. ársþing UMSS haldið 6. Mars 2009 í Höfðaborg á Hofósi samþykkir eftirfarandi fjárhagsáætlun:

Rekstrartekjur

Árgjöld aðildarfélaga                                        700.000

Lottó, útbreiðslustyrkur                                    900.000

Styrkir                                                            2.000.000       

Tekjur af íþróttastarfsemi                              1.000.000

Aðrar tekjur                                                      100.000

Afreksmannasjóður                                           180.000

Landsmótssjóður                                              180.000

                                                                       5.060.000

 

Rekstrargjöld

Yfirstjórn                                                       1.500.000

Kostnaður vegna íþróttastarfs                                   2.000.000

Íþróttastyrkir                                                     500.000

Annar kostnaður                                               500.000

Afreksmannasjóður                                           300.000

                                                                       4.800.000

Niðurstaða ársins                                              260.000

15. Fjárhagsáætlun samþykkt samhljóða

16.       Kosningar:

Formaður kjörnefndar Snorri Styrkársson kynni tilnefningar.

Formaður:       Sigurjón Þórðarson                 Samþykkt.

Úr stjórn gekk Páll Friðriksson og í stað hans var tilnefndur Sigurgeir Þorsteinsson          Samþykkt

Aðrir sem ganga áttu úr stjórn gáfu kost á sér áfram.

b)         Kosnir 2 skoðunarmenn reikninga og tveir til vara:

Aðalmenn: Frímann Guðbrandsson og Jóhann Sigmarsson. Samþykkt.

Varamenn: Snorri Styrkársson og Hjörtur Geirmundsson. Samþykkt.

c)         Kosið í nefndir og ráð           

Boltaráð:

Ómar Bragi Stefánsson, Bjarki Árnason, Hjalti Þórðarson. Samþykkt.

Frjálsíþróttaráð:

Friðrik Steinsson, Gunnar Sigurðsson,  Þórey Gunnarsdóttir, Guðríður Magnúsdóttir. Samþykkt.

Hestaíþróttaráð:

Aðalmenn: Elisabeth Jansen, Bergur Gunnarsson og Magnús Bragi Magnússon. Samþykkt.

Varamenn: Sigurbjörn Þorleifsson, Ingimar Jónsson og Bjarni Jónasson. Samþykkt.

Sundráð:

Hallfríður Guðleifsdóttir, Hrefna B.Guðmundsdóttir og Bryndís Aðalsteinsdóttir. Samþykkt.

Afreksmannasjóður: Haraldur Þór Jóhannsson, Birgir Rafnsson og Sigurjón Þórðarson.

Samþykkt.

17.       Önnur mál.                                                                                                              

Gunnar Sigurðsson tók til máls. Óskaði nýrri stjórn UMSS til hamingju. Hvatti stjórn til að skipa sem fyrst landsmótsnefndir. Hann benti á að „logo“ Sveitafélagsins væri varla nógu áberandi á veggspjaldi UML. Líklega verður auðveldara að fá sjálfboðaliða í ár vegna ástandsins í þjóðfélaginu. Hann samsinni því sem áður hafði komið fram að heppilegra væri að hafa fundi fyrr að deginum.

Viðar Sigurjónsson tók til máls. Hann flutti að hvatningar orð til nýrrar stjórnar.

Að vanda fylgdu okkrar vísur í lokin.

Reglugerðin reyndist ná

réttum kili að endingu,

og þingtillagan þótti fá

þægilega lendingu.

 

Skýrslan hún var skorinort

en skóp þó ýmsar ýringar,

því eitthvað hafði á það skort

að eftir fylgdu skýringar!

 

Sæmundur Runólfson tók til máls. Hann sagði ma. að þrátt fyrir allt þá hefði verið vel haldið um peningamálin hjá sambandinu. Hann minntist á kjör íþróttamanns ársins. Hvatti hann til að  vandaðra vinnubragða og standa glæsilega að valinu.

Sigurjón Þórðarson nýkjörin formaður UMSS tók til máls. Þakkaði traustið sem honum væri sýnt. Hann sagði að tvö mál biðu umfjöllunnar. Reglur um kjör á íþróttamanni ársins og æfingagjöld.

Sigurjón Þórðarson afhenti Magnúsarbikarinn. Bikarinn hlýtur í ár Steinunn Snorradóttir stigahæsti sundmaðurinn árið 2008. Faðir Steinunnar tók við bikarnum fyrir hennar hönd.

Sigurjón þakkaði góða fundarsetu og bauð fólkinu góðrar heimferðar.

 18.  Þingslit

Margrét Stefánsdóttir  ritari

G. Kristín Jóhannesdóttir vararitari

 

 

_Toc329769527">Stjórnarfundur 5.3. 2009 18.0pt">.

 

Mætt Sigurjón, Helga, Páll, Sigmundur, Jakob og Elmar

 

Verið að ganga frá prentun ársskýrslu. Eining að semja tillögu stjórnar til þingsins, pöntuð Pizza og unnið fram á kvöld

 

Svo fóru allir að sofa

 

Páll Friðriksson, Sigmundur Jóhannesson, Elmar Eysteinsson, Sigurjón Þórðarson, Helga Eyjólfsdóttir.

 

 

_Toc329769528">Stjórnarfundur 2.3. 2009.

 

Mætt: Helga, Sigurjón, Páll, Sigmundur, Jakob og Elmar

 

Sigurjón las upp fyrir okkur skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.

Alda Haraldsdóttir sendi póst og sóttist eftir að fá að vera framkvæmdarstjóri í sumar, ekki talið tímabært að afgreiða það mál strax, þar sem þegar er starfandi maður á skrifstofu.

Friðrik Steinsson leit inn með reikninga frjálsíþróttaráðs og Páll reiknaði með að reikningarnir yrðu klárir eftir 2 daga, þar með rauk Jakob af fundi vegna anna.

Reynt að finna þingformann. Viggó Jónsson var upptekinn, eins og Ómar Bragi og Haraldur í Enni. Steinunn Hjartardóttir að skoða málið.

Næsti fundur fimmtudaginn kl 17:00

 

Fundi slitið: Páll Friðriksson, Sigmundur Jóhannesson, Elmar Eysteinsson, Sigurjón Þórðarson, Helga Eyjólfsdóttir.

 

 

11.0pt">Stjórnarfundur 25.2. 20Error! No index entries found.09.

 

Mætt: Sigurjón, Sigmundur, Páll og Helga.

 

Farið yfir þá þætti sem varða ársskýrsluna vegna aðalfundar. Skipt með sér verkum og ákveðið að hittast mánudaginn 2/3 2009

Fundi slitið

 

Sigmundur Jóhannesson, Helga Eyjólfsdóttir, Elmar Eysteinsson, Sigurjón Þórðarson, Páll Friðriksson.

_Toc233519792">Stjórnarfundur 18. 2. 2009.

Mætt: Sigurjón, Helga, Sigmundur og Páll. Gestur: Ómar Bragi Stefánsson.

Unglingalandsmót UMFÍ 2009 verður haldið á Sauðárkróki 31 júlí – 2 ágúst. Ómar Bragi kynnti okkur umfang landsmótsins. Stjórn þarf að skipa fimm manns í landsmótsnefnd, sveitafélag einn og höfum við þegar sent þeim bréf um það auk þess verða 3 fulltrúar frá UMFÍ í nefndinni .

Bréf frá Sundsambandi Íslands. Tilkynning um sundþing Íslands 27 og 28 janúar. Sent sunddeild Tindastóls.

Bréf frá UMFÍ um samráðsfund 9-10 maí á Akureyri.

Svar frá Vinnumálastofnun Norðurlands vestra, Samþykkt var eitt starf í 4 mánuði. Formanni falið að ráða í starfið tímabundið.

Ákveðið að styrkja Bjarka Má Árnason um 50.000. vegna þjálfaranámskeiðs.

Ákveðið að nýta nýjan starfsmann strax í að senda út kjörbréf vegna ársþings.

 

Fundi slitið

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

Páll Friðriksson

 Sigmundur Jóhannesson

Halldór Þorvaldsson

 

 

_Toc329769529">Stjórnarfundur 12.2. 2009.

 Mættir: Páll, Sigurjón og Sigmundur.

Umsókn um unglingalandsmót á Sauðárkróki 2009 óskað var efir stuðningi sveitafélagsins við umsóknina og bárust mjög jákvæð svör frá sveitastjóra og tómstundanefnd. Í framhaldi var send formleg umsókn til UMFÍ. Ákvörðun verður tekinn 16 febrúar.

Sigurjón búinn að senda sveitafélaginu erindi um reglugerð að  vinnulagi á vali Íþróttamanns Skagafjarðar.

Ársþing UMSS. Ákveðin fundur miðvikudaginn 18/2 kl. 17:00 þá verður gengið frá kjörbréfum og þau send út.

KSÍ sendir dagskrá og kjörbréf vegna 63 ársþings KSÍ. Skúli tók kjörbréfið.

Bréf frá ÍSÍ um fulltrúarfjölda á íþróttaþing, 2 fulltrúar 17 – 18 apríl.

Bréf frá UMFÍ. Fyrirhuguð er ungmennaráðstefna 4-5 man á Akureyri. Ákveðið að senda afrit af bréfinu í hús Frítímanns.

Bréf frá skíðadeild Tindastólls. Umsókn um styrk vegna vetrarleika 27 feb. – 1 mars. Ákveðið að styrkja um 50.000 kr. fyrst um sinn.

 

Fundi slitið

Sigmundur Jóhannesson

 Páll Friðriksson

 Sigurjón Þórðarson

 

_Toc329769530">Stjórnarfundur 28.1. 2009.

           Mættir Páll, Sigurjón, Sigmundur, Helga og Jakob.

Ákveðið að halda ársþing UMSS 6 mars 2009. Neisti verður gestgjafi. Sigurjón og Helga sjá um boðsbréf.

Námskeið í Felix og fleira í sambandi við félagsstörf áætlað í lok mars.

Lesið yfir bréf frá Þórarni Eymundssyni, þar sem hann gagnrýnir starfsreglur við val á íþróttamanni ársins. Sigurjón hafði þegar svarað honum og þakkað þessar ábendingar. Gerðar hafa verið tillögur að verklagsreglum um þessar kosningar og var ákveðið að kynna þær fyrir  fulltrúa sveitafélagsins. Sigurjón sér um það.

Jakob kynnir fyrir okkur drög að smábæjar-skíðamóti.  Haldið þann 27 feb.– 1 mars . dagskrá var lög  fram. Óskað eftir aðkomu UMSS að því að fjármagna verðlaunagripi sem veita á þátttakendum. Stjórn tók vel í að styrkja þetta verkefni og bíður samt eftir formlegri umsókn.

Bréf frá KS. Menningarsjóður KS styrkir UMSS til kaupa á samkomutjaldi, um 250.000. kr. Ákveðið að hugsa þetta tjaldamál betur, en Páll þarf að sækja þennan pening og leggja inn á bók.

UMFÍ minnir á lottó úthlutun 2009. Fundarboð frá ÍSÍ á Íþróttaþing    17 – 18 apríl.

Umsókn frá Tindastóli vegna þjálfaranámskeiða. Samþykkt að styrkja um 42.000 kr.

Umsókn frá Tindastóli og Neista vegna þjálfaranámskeiðs Bjarka Árnasonar. Tekið vel í að styrkja hann en upphæð ekki ákveðin fyrr en reikningar liggja fyrir .

 

Fundi slitið

Sigurjón ÞórðarsonHelga Eyjólfsdóttir, Páll Friðriksson, Sigmundur Jóhannesson og Jakob Fr.

 

_Toc329769531">Stjórnarfundur 16.12. 2008.

Mættir: Sigmundur, Sigurjón, Páll og Jakob.

 Gestur frá Skíðadeild Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson. Hugmynd um að halda stórt skíðamót t.d. einhverskonar smábæjarleikar og þá fyrir yngri krakka. Óskað eftir samstarfi við UMSS um að halda slíkt mót. Ákveðið að ræða þetta mál við framkvæmdarstjóra UMFÍ.

Val Íþróttamanns Skagafjarðar 2008. Óli Arnar Brynjarsson ætlar ekki að starfa. Varamaður Sigurjón Þórðarson tekur hans sæti.

     

a.       Bréf og Póstur : Dagsetningar á vegum almenningíþróttasviðs íþrótta og Ólympíudeild. Lífshlaupið 2-24 febrúar. Hjólað í vinnuna 6 – 26 maí. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 20 júní

b.      Handbók ÍSÍ barst.

c.       Þá er beint til sambandsaðila að skipa landsmótsnefndir fyrir næsta landsmót.

d.      Fundargerð 36. Sambandsráðfundur UMFÍ.

e.      Keypt afmæliskveðja í 100 ára afmælis Laugdælings.

f.        Vinnureglur vegna ráðningar erlendra leikmanna.

g.       Bréf frá UMFÍ. Beiðni um lög sambandsins og virka félaga inn sambandsins. Formanni falið að safna þessum lögum saman. Lög UMSS hafa nýlega verið send til UMFÍ í ársskýrslu.

h.      Faglýst félagsnámskeið á vegum UMFÍ, Bændasamtök og Kvenfélagsamtök.

i.        64 ársþing KSÍ. Fulltrúar á þing. Tindastóli falið að tilnefna fulltrúa.

Fundi slitið

Sigmundur Jóhannesson, Sigurjón Þórðarson, Páll Friðriksson

 

_Toc329769532">Stjórnarfundur 19.11. 2008.

Mættir: Sigmundur, Sigurjón, Páll, Helga og Jakob.

Bréf frá ÍSÍ, formannafundur verður haldinn 28. nóv. Ákveðið að senda fulltrúa. Ræðst í næstu viku hvort Sigurjón kemst.

Íþrótta og Ólympíusamband Íslands kynna umsókn í ferðasjóð íþróttafélaga. Ákveðið að áframsenda bréfið til formanna aðildarfélaga.

Val Íþróttamanns Skagafjarðar 2008. Hafa sama fyrikomulag og verið hefur. Ákveðið að stefna að 29/12, kl. 17:00 í Frímúrarasal. Tilnefndir í nefnd : Helga Eyjólfsdóttir frá UMSS, María Björk Ingvarsdóttir, Páll Friðriksson frá UMSS, Guðný Jóhannesdóttir, Óli Arnar Brynjólfsson

Dreifibréf verður sent út til félaga sem fyrst

Styrkumsókn frá sunddeild Tindastólls vegna þátttöku Lindu B. Ólafsdóttur í sundnámskeiði. Ákveðið að samþykkja um 35.000. kr.

Styrkumsókn Léttfeta tekinn fyrir aftur frá síðasta fundi. Hljóðaði upp á 200.000. kr. vegna framkvæmda við skeiðbraut. Samþykkt eftir miklar umræður að styrkja um 50.000 kr. Páll Friðriksson sat hjá við afgreiðsluna.

100 ára afmæli UMSS 2010. Ákveðið að boða Björn Björnsson á næsta fund. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 4/12.

Fundi slitið

Sigmundur Jóhannesson

 Páll Friðriksson

 Sigurjón Þórðarson

 Helga Eyjólfsdóttir.

 

 

 Stjórnarfundur 9. 10. 2008.

Mættr Páll, Helga, Sigurjón, Sigmundur var í síma.

1.      Kynnt umsókn um styrk frá Léttfeta – Ákveðið að fara betur yfir málið, því frestað.

2.      Páll fór yfir stöðu húsnæðismála UMSS.

3.     Samþykkt að Sigurjón fái greiddan kostnað vegna ferðar á sambandssvæðisfund UMFÍ í Stykkishólmi.

4.      Stefnt að því að hafa næsta fund 30 október 2008.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

Páll Friðriksson

 

_Toc329769534">Stjórnarfundur 11. 9. 2008.

Mættir Páll, Helga, Sigurjón og Jakob.

1.        Farið yfir fjármál UMSS og rætt um starfið vítt og breytt.

2.        Formanni falið að ræða við forráðamenn félagasamtaka vegna kaupa eða leigu á samkomutjaldi.

3.        Stefnt að því að halda næsta fund 9 október.

 

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

Páll Friðriksson

Jakob Frímann Þorsteinsson

 

_Toc329769535">Stjórnarfundur 7. 8. 2008. 

 

Mættir Páll, Sigurjón, Helga og Alda framkvæmdarstjóri.

1.        Farið yfir verkefnin framundan.

a.       Þristurinn 12 ágúst.

b.       Norðurlandsmót 16 – 17 ágúst.

c.        Meistaramót Íslands 15 til 23 ára. 23 til 24 ágúst.

 

Öldu falið að halda undirbúningi fyrir framangreind mót áfram, í samráði við frjálsíþróttafólk hjá UMSS.

2.        Formanni falið að kanna með styrki til kaupa á tjaldi fyrir UMSS.

 

Fundi slitið 

Sigurjón Þórðarson.

Helga Eyjólfsdóttir

Páll Friðriksson

Alda L Haraldsdóttir.

Jakob Frímann Þorsteinsson

 

 

 

_Toc329769536">Stjórnarfundur 17. 7. 2008.

Mættir Sigurjón Þórðarson, Helga Eyjólfsdóttir, Alda Haraldsdóttir, Páll Friðriksson.

 

1.        Prókúra á nýjum reikningi UMSS. sem stofnaður var fyrir Frjálsíþróttaskóla UMSS. Prókúruhafi Páll Friðriksson – Samþykkt.

2.        Farið yfir hvernig til tókst í frjálsíþróttaskóla UMSS. Yfir heildina tókst allt mjög vel en ýmislegt sem hægt er að pússa til fyrir næsta sumar. Fleiri starfsmenn hefði þurft.

3.        Rætt um unglingalandsmót. Framkvæmdarstjóra falið að tala við forsvarsmenn íþróttaiðkenda.

4.        Næsti fundur fimmtudaginn 24 Júlí

 

 Sigurjón Þórðarson

 Helga Eyjólfsdóttir

 Alda Laufey Haraldssóttir

 Páll Friðriksson.

 

_Toc329769537">Stjórnarfundur 24. 6. 2008.

1.        Samþykkt að ganga til viðræðna við Öldu Haraldsdóttur um að hún taki að sér verktöku fyrir UMSS.

2.        Næsti fundur fimmtudaginn 3 júlí.

 

Sigurjón Þórðarson, Helga Eyjólfsdóttir og Páll Friðriksson.

 

_Toc329769538">Stjórnarfundur 11. 6. 2008.

 

1. Starfsmannamál, Nauðsynlegt að finna starfsmann fyrir næstu 2 mánuði. Nokkur nöfn og Sigurjóni falið að ræða við ákveðna aðila.

 

2. Heimasíða, Formaður vill nýtt forrit fyrir heimasíðu. Ákveðið að tala við Jón Sveinsson og þá aðra ef ekki gengur. Reynt að ljúka því sem fyrst.

 

3. Landsmót 2009, Í ljósi þess að uppi eru efasemdir um að ekki sé hægt að halda Landsmót UMFÍ á Akureyri á næsta ári, telur stjórn UMSS rétt að bjóða UMFÍ að halda mótið á Sauðárkróki.

 

4. Búningamál, Friðrik Steinsson kominn með málið á sínar hendur. Anna Sigga í Tískuhúsinu er til í samstarf.

 

Gunnar Sigurðsson fræddi okkur síðan um frjálsíþróttaskóla sem á að starfrækja í júlí. Einnig fór hann yfir þau frjálsíþróttamót sem verða haldin hér í sumar. Gunnar hafði samband við Harald í Enni og tókst að fá hann til að taka að sér starf framkvæmdastjóra.

 

5. Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 23. júní nk. kl 20:30.

 

Fundi slitið

 

Sigmundur Jóhannesson, Páll Friðriksson, Helga Eyjólfsdóttir og Sigurjón Þórðarson.

 

_Toc329769539">Stjórnarfundur 22. 4. 2009

 

Fundur 22. apríl 2008, Víðigrund 5, Sauðárkróki, mættir Sigurjón Þórðarson, Sigmundur Jóhannesson, Páll Friðriksson og Helga Eyjólfsdóttir.

  

Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiðs frá tveimur ungum konum, Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir og Anita Björk Sigurðardóttir vegna unglingadeildar körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Ákveðið að veita styrk að upphæð 24.000-

Undirbúin tillaga um skiptingu íþróttastyrkja frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Sigurjón og Páll taka að sér að vinna endanlega tillögu um skiptinguna út frá gögnum sem hafa loksins borist.

Ákveðið að halda fund að kvöldi 29 apríl og afgreiða tillöguna.

 

Fundi slitið

 

Sigmundur Jóhannesson       Páll Friðriksson

 

Sigurjón Þórðarson               Helga Eyjólfsdóttir

 

 

 

 Stjórnarfundur 29. 5. 2008

 

Fundur 29. apríl 2008, Víðigrund 5, Sauðárkróki, mættir Sigurjón Þórðarson, Páll Friðriksson og Helga Eyjólfsdóttir.

 

1. Kynnt bréf frá Guðrúnu Eiríksdóttur dags. 10. apríl sl. vegna Olympíuleikanna í Kína.

 

2. Samþykkt að mæla með því við Sveitarfélagið Skagafjörð að það skipti styrkjum til félaga samkvæmt útreikningum sem merktir eru sem fylgiskjal 2.

 

3. kynning frá hestaíþróttaráði UMSS, Magnús Bragi formaður.

Ákveðið að halda hestaíþróttamót UMSS þann 9. og 10. maí n.k.

 

4. Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 20. maí nk.

 

Sigurjón Þórðarson

Helga Eyjólfsdóttir

Páll Friðriksson.