Fundargerðir

Stjórnarfundur UMSS, 12. mars  2024 kl.18:00. 

Mættir: Þorvaldur, Gunnar, Þuríður, Indriði og Thelma framkvæmdastjóri UMSS.

 1. Ársþing UMSS

  1. Dagsetning 

   1. Stefnan sett á 27. apríl kl. 10 í Tjarnabæ.

  2. Tillögur 

   1. Farið yfir tillögur sem liggja fyrir þinginu. Ekki margar tillögur að þessu sinni frá stjórn UMSS. Tillögum gæti fjölgað ef aðildarfélögin senda inn tillögur.

  3. Viðurkenningar

   1. Farið yfir tillögur að starfsmerki UMFÍ og heiðursmerki ÍSÍ. 

  4. Lottóreglugerð

   1. Breyta um orðalag þannig að talað sé um iðkun (iðkanir)

 2. Önnur mál

                 1. Frjálsíþróttaþing Frjálsíþróttasambands Íslands haldið hér daganna 15.-16. mars

                 2. Styrkir

                 3. Húsnæði

                 4. Framkvæmdastjóri UMSS mætir á Öruggara Norðurland vestra á Blönduósi 20. mars

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið kl. 19:15.

Næsti fundur 16.apríl, kl. 18

 


 

Stjórnarfundur UMSS, 23. janúar  2024 kl.20:00. 

Mættir: Þorvaldur, Gunnar, Þuríður, Kolbrún og Thelma framkvæmdastjóri UMSS.

 

 1. Starfsstöðvar UMFÍ og ÍSÍ 

  1. Umræða um fyrirkomulag v. fyrirhugaðra starfsstöðva. 

  2. Verður áfram grundvöllur til þess að reka skrifstofu í nafni UMSS m.v. núverandi Lottó reglugerð eða þarf að endurskoða hana á næsta ársþingi UMSS.

  3. Ritari sagði frá vinnufundi sem hann sótti s.l. föstudag á skrifstofu ÍSÍ. Afraksturinn verður tekinn saman og kynntur af Intelecta sem fengin var til þess að stýra hugmyndavinnunni.

  4. Umræða um staðsetninguna. Hvar á skrifstofan að starfa?

 

 1. Ársþing UMSS

  1. 16. april, Tjarnabæ

  2. Endurskoðun Lottó

  3. Umsókn frá íþróttafélagi um inngöngu í UMSS

   1. Þarf að…… 

 

 1. Tillaga að breytingum á frjálsíþróttaráði UMSS

  1. Lagt til að ……

 

 1. Rafmagnsreikningar

  1. Leigusali sendi uppgjörsreikninga v. rafmagnsnotkunnar s.l. vetur,  þegar enginn hiti var á ofnum á skrifstofunni. Reikningar mjög háir og mun framkvæmdastjóri taka saman greinargerð og senda á leigusala þar sem óskað er eftir lækkun á leigu.

 

 1. Önnur mál

  1. USAH og USVH hafa óskað eftir að koma aftur á fót “þristinum”

 

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið kl. 21:15.

Næsti fundur 5. mars, kl. 20.

 

Stjórnarfundur UMSS, 14. nóvember  2023 kl.16:30. 

Mættir: Þorvaldur, Gunnar og Thelma framkvæmdastjóri UMSS. Magnús Barðdal formaður UMFT og Stefán Árnason gjaldkeri UMFT mættu á fund sem gestir undir lið 1. 

 

 1. UMFT (stjórn boðuð á fund)

  1. Búningamál. Formaður UMFT sagði frá fundi í gær það sem búningamál innan héraðs voru til umræðu. Allar deildir sammála um að reyna að einfalda þetta þannig að allar greinar keppi undir merkjum UMFT þannig að iðkendur gætu … 

  2. Aðstöðumál. Farið yfir aðstöðumál í íþróttahúsinu og þau vandamál sem því fylgir. Stjórnarmenn UMFT hittu frístundastjóra Skagafjarðar og viðruðu sínar áhyggjur. Spurningakönnun send út í vikunni á stjórnir félaga og deilda.  

  3. Eitt félag innan héraðs. Hvað kemur í veg fyrir að allir iðkendur keppi undir merkjum eins félags innan Skagafjarðar, t.d. allir undir UMFT? …Aðeins eitt félag innan héraðs sem rekur einhverja eiginlega afreksstefnu. Ætti það að vera endamarkið eða á það að vera að fá alla með? Þá myndu allir æfa og keppa undir einu merki, þannig skapast meiri ein heild sem hugsanlega myndi skila sér tilbaka í FNV t.d.  

 

 1. Fræðsludagur 16. nóvember

  1. Starfsmerki afhent, voru veitt á síðsta ársþingi UMSS.

  2. Fyrirlesturinn um verkefnið “Allir með”

  3. Kynna fyrirlesturinn Vinnum gullið

  4. Formannafundur 

  5. “Laun” vegna ULM greidd út

 

 1. Uppgjör ULM 2023

  1. UMSS eru að berast reikningar vegna mótsins sem ættu að greiðast af UMFÍ.

  2. Enn eiga einhverjar greiðslur eftir að berast frá UMFÍ til UMSS.

 

 1. Íþróttamaður Skagafjarðar 2023

  1. 27. des í Ljósheimum

 

 1. Afrekssjóður UMSS

  1. Tvær umsóknir komnar.

  2. Umsóknarfrestur rennur út 30. nóvember.

 

 1. Önnur mál

  1. Formannafundur, formaður UMSS sækir fundinn 

  2. Vinnum gullið, formaður UMSS sækir fundinn

  3. Svæðisskrifstofur UMFÍ

 

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið kl. 18:10.

 

Stjórnarfundur UMSS, 12.september  2023 kl.17:00. Fundur fór fram á Teams.

Mættir: Þorvaldur, Kolbrún, Gunnar og Thelma framkvæmdastjóri UMSS.

 1. ULM 2023

  1. Staða á fjármálauppgjöri. UMFÍ er að vinna að uppgjöri, verður klárað í byrjun nóvember.

  2. Kolvetnisjöfnun mótsins. Þorvaldur tekur málið upp og ræðir við Helgu. Samkvæmt reglum úthlutunarsjóðs hefur umsækjandii 2 ár til þess að ljúka við verkefnið. Þarf að huga að skipulagsmálum áður en þetta verður framkvæmt.

  3. Þátttaka sjálfboðaliða frá A- og V-hún var ekki góð. Aðeins vitað um tvo sjálfboðaliða sem komu þaðan.

  4. Framkvæmdastjóra vantar svolítið af tímaskráningum frá minni greinum, svo hægt sé að gera þær greinar upp. 

  5. Þarf að sækja um í fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ v. uppsetningu á hleðslustöðvum á mótinu. Umsóknarfrestur er 1. október.

  6. Uppgjörsfundur framkvæmdanefndar hefur ekki enn farið fram.

 1. Sambandsþing UMFÍ

  1. Gunnar, Þorvaldur, Kolbrún og Thelma verða fulltrúar á mótinu.

  2. Framboð til stjórnar UMFÍ hafa verið send á stjórn UMSS.

  3. Breyting á Lottó reglugerð verður sennilegast stærsta málið. 

 2. ÍSÍ formannafundur  

  1. Verður í lok nóvember. Gunnar formaður UMSS sækir fundinn.

 3. Erasmus + námskeið

  1. Framkvæmdastjóri UMSS sat námskeið þar sem kynntir voru möguleikar á verkefnum innan Erasmus. Margir möguleikar til staðar. Verður kynnt á fræðslufundi UMSS í haust.     https://www.rannis.is/frettir/namskeid-um-ungmennaskipti-fyrir-ithrottafelog-og-adrar-stofnanir

 1. Íþróttavika Evrópu

  1. Lítil þátttaka hefur verið síðustu ár frá deildum.

  2. UMSS tók þátt í fyrra - en það gafst ekki tími í ár að vinna í verkefnum vegna anna og sumarfrí starfsmanns
 2. Formannafundur

  1. Þarf að boða á fund til þess að taka stöðuna á deildunum.

 3. Önnur mál

 1. Frjálsíþróttasamband Íslands – þing 2024

  1. Sækjast eftir því að UMSS tæki að sér að halda frjálsíþróttaþing FRÍ, 15.-16. mars 2024. Þurfa sal og fundarherbergi.

 2. Fundur með formanni og framkvæmdastjóra UMFÍ 29. sept. Til umræðu verða hugmyndir um breytt fyrirkomulag íþróttahéraða.

 3. Vésteinn Hafsteinsson mun kynna niðurstöður sinnar vinnu, Team Iceland, 17. nóvember á Grand Hótel. 

 4. Fræðsludagur UMSS.

  1. Verður í nóvember.

  2. Hugmynd um að hafa fundinn opinn, þannig að öllum verði boðið, t.d. með því að auglýsa í Sjónhorninu

  3. Farsældarlög, tenging við íþrótta og æskulýðsstarf

  4. Framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum, bæði stefna og uppbygging. 

  5. Hugmynd um að bjóða kjörnum fulltrúum á fundinn.

  6. Erasmus +
 5. Júdódeild vantar fleiri tíma í íþróttahúsi, t.d. um helgar og einnig í þreksal.Stjórnarfundur UMSS, 9. maí  2023 kl.17:00

Mættir: Þorvaldur, Kolbrún, Gunnar og Thelma framkvæmdastjóri UMSS. 

 1. ULM 2023

  1. Framkvæmdanefnd ekkert fundað frá síðasta fundi. Stefnt að fundi í næstu viku.

  2. Komnir nokkrir styrktaraðilar á verðlaunapeninga. Styrktaraðilar geta fengið að koma og afhenda verðlaunapeninga í þeim greinum sem þeir eru að styrkja.  

  3. Landsfulltrúi UMFÍ segist hættur að safna styrkjum hjá fyrirtækjum. Setur þetta í hendur UMSS. Viljum við finna einhvern til þess að safna fleiri styrkjum og þá á %?

 

 1. Fyrirmyndarhérað

  1. Ritari og framkvæmdastjóri taka að sér endurskoða samstarfssamninginn, endurskrifa og senda á aðra stjórnarmeðlimi. 

  2. Í samningi er tekið fram að vinna skuli að framtíðarstefnumótun íþróttamála.

 

 1. Þing ÍSÍ

  1. Formaður ásamt framkvæmdastjóra sótti þingið og tillögur sem formaður UMSS lagði fram fóru allar í gegn, s.s. einsog breytingu á íþróttahéruðum og lottótekjum. 

 

 1. Önnur mál

  1. Framkvæmdastjóri sendi formanni Tindastóls póst þess efnis að aðalfundur hefði átt að hafa farið fram 31. mars s.l. Fundarboð skal sent út með 2 vikna fyrirvara.

  2. Fyrirspurn frá Píludeild Skagafjarðar um hag þeirra af því að sækja um aðild sem félag innan UMSS. Eina leið þeirra væri að sækja um sem almenningsdeild innan UMFT.

  3. Vorfundur UMFÍ í Reykjavík laugardaginn 13. maí frá k. 10-16. UMSS hefur eitt sæti á fundinum.  Stjórnarfundur UMSS, 13. mars  2023 kl.16:30

Mættir: Þorvaldur, Rósa og Thelma framkvæmdastjóri UMSS. Gunnar í fjarfundarbúnaði (Teams)

 1. Ársþing 2023

  1. Framkvæmdastjóri fór yfir þingtillögur.

  2. Persónuverndarstefna UMSS verður lögð fyrir þing.

  3. Farið yfir tilnefningar til stjórnar UMSS.

 2. ULM 2023

  1. Stjórn UMSS samþykkir að bjóða öllum ungmennum með lögheimili í Skagafirði, sem gjaldgeng eru á mótið, gjaldfrjálsan aðgang á mótið.  

 3. Bréf frá Íslenskri getspá

  1. Óska eftir samstarfi við UMSS við að auka vægi getraunasölu innan héraðs þar sem önnur sambærileg héraðssambönd eru að fá margfaldar greiðslur frá Íslenskri getspá. Á síðasta ári fengu aðildarfélög UMSS greiddar kr. 90.971. Stjórn UMSS leggur það í hendur framkvæmdastjóra að kynna þetta betur fyrir aðildarfélög UMSS og fá kynninga- og auglýsingaefni frá Íslenskri getspá.  

 4. Önnur mál

  1. Orkusjóður

  2. Framkvæmdastjóri hitti Líneyju.

 

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið kl. 17:30.

 

Stjórnarfundur UMSS, 8.  febrúar 2023 kl.16:30

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Kolbrún, Þuríður og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Ársþing UMSS

  1. Framkvæmdastjóri fór yfir þau mál sem liggja fyrir þingið, lög og þingskjöl.

  2. Umræða um fjárhagsáætlun 2023. Félagsgjald óbreytt á milli ára. 

  3. Reglugerð um Íþróttamann Skagafjarðar

  4. Farsældarlög. Þorvaldur sér um kynningu.

  5. Fræðsludagur UMSS. Viljum við gera einhverjar breytingar?

  6. Tilnefningar til viðurkenninga ÍSÍ og UMFÍ

  7. Sameining iþróttahéraða

 2. Íþróttafélagið Gróska

  1. Umræða um starfsemi félagsins, er einhver virkni? Hafa hvorki sent ársskýrslur eða mætt á síðustu ársþing.

 3. Unglingalandsmót UMFÍ

  1. Framkvæmdastjóri fór yfir lista yfir greinastjóra keppnisgreinanna

  2. Hver er stefna fyrirtækja og sveitarfélags í uppbyggingu hleðslustöðva fyrir rafmagnsbíla? Stjórn UMSS hefur áhyggjur af því að ekki sé nægur fjöldi fyrir allan þann fjölda gesta sem koma á mótið.

  3. Samstarfssamningur borinn undir stjórn UMSS. Stjórnin samþykkir hann fyrir sitt leiti.

  4. Framkvæmdastjóri sagði frá tilboðum sem komin voru í búninga fyrir keppendur UMSS.

Ekki fleira rætt.

Fundi slitið kl. 18:00.

Næsti fundur boðaður 14. mars kl. 16:30

 

Stjórnarfundur UMSS, 18. janúar 2023 kl.20:00

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Rósa, Kolbrún, Þuríður og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Ársþing

  1. 21. mars kl. 17:30

  2. Lagabreytingar

  3. Persónuverndarstefna

  4. Fá Ómar til þess að kynna ULM 2023

  5. Umræður um starfs- og gullmerki.

 1. Formannafundur

  1. Þriðjudaginn 24. jan kl.20

  2. ULM 2023

  3. Kynna viðbragðsáætlun

 1. ULM 2023

  1. Ritari kynnti framkvæmdanefndina

  2. Formaður og ritari UMSS kynntu hugmyndir um breytingar á mótinu.

  3. Mótið auglýst í fermingarblaði Feykis

  4. Auglýsa jafnframt eftir sjálfboðaliðum, einnig á öllu NV.

  5. Framkvæmdastjóri kynnti tilboð í jakka/peysu og buxur f. mótið. Kostar kr 15.900. Ætlar að kanna fleiri kosti.

 1. Stefnumótun íþróttamála í Skagafirði 

  1. Ekkert heyrst frá sveitarfélaginu, þ.e. hver hafi verið skipaður af þeim í starfshópinn.

 1. Þing

  1. ÍSÍ 5.-6. maí, formaður UMSS sækir það og framkvæmdastjóri

  2. Siglingaþing 18. febrúar

  3. KSÍ 25. febrúar, UMSS hefur áheyrnarfulltrúa, enginn að fara

 1. Styrkir v. Covid

  1. Tvær deildir innan UMFT fengu styrki

 1. Önnur mál

  1. Aukagreiðsla sem barst frá Lottó

  2. Lífshlaup ÍSÍ, skráning opnaði 18. janúar en átakið sjálft hefst 1. febrúar.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl.22:00.

Næsti fundur boðaður 8. febrúar 2023 kl. 16:30

 

Stjórnarfundur UMSS, 7. desember 2022 kl.17:00

Mættir: Gunnar (Teams), Þorvaldur, Rósa, og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Umsóknir í afreksmannasjóð

  1. 8 umsóknir bárust

 1. ULM 2022

  1. Framkvæmdanefnd hittist á fyrsta fundi 26. nóv

  2. Næsti fundur í lok jan

 1. Fjölskyldudagar UMSS

 1. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Komnar tilnefningar í öll …

  2. Kosning fer í loftið föstudaginn 9. des

Stjórnarfundur UMSS, 23. nóvember 2022 kl.17:00

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Rósa, Jóel (Teams) og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Fjölskyldudagar í Skagafirði

  1. Framkvæmdastjóri sagði frá umsókn til SSNV. Verður haldið í samvinnu við sveitarfélagið.

 1. ULM 2023

  1. Fundur með framkvæmdanefnd mótsins þriðjudaginn 29. nóvember 2022.

 1. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Búið að senda á alla sambandsaðila. Ekkert borist enn. Framkvæmdastjóri mun ýta á tilnefningar.

  2. Ljósheimar lausir 28. des.

 1. Framtíðar stefnumörkun íþróttamála

  1. Búið að senda á sveitarfélagið nafnalista UMSS. Þarf að kanna hvar málið er statt innan sveitarfélagsins.

 1. Fræðsludagur UMSS

  1. Mæting mjög döpur, 7 manns. 

  2. Áttu að vera tveir fyrirlestrar en aðeins annar fór fram. 

  3. Þarf að endurhugsa fyrirkomulagið. Þarf að gera þetta í meira samráði við þjálfara og iðkendur. 

  4. Þarf að fá sveitarfélagið meira að málum, gera þetta að hluta að Heilsueflandi sveitarfélagi.

 1. Sambandsráðsfundur UMFÍ

  1. Almenn fundarstörf.

  2. 3 nefndir kynntu niðurstöðu vinnu sinnar.

   1. Nefnd um kynningarmál. Fékk það hlutverk að kanna UMFÍ sem brand.

   2. Mótanefnd. Hver er framtíð mótanna.

   3. Nefnd um endurskoðun íþróttahéraða. Samstarf við ÍSÍ.

 1. Önnur mál

  1. Bréf til UMSS

   1. Innihald bréfsins fjallar um eineltismál sem verið að vinna með öllum hlutaðeigandi aðilum. 

  2. Viðbragðsáætlun samskiptaráðgjafa Sambands ísl. sveitarfélaga.

  3. Formannafundur ÍSÍ

   1. Formaður og framkvæmdastjóri sækja fundinn

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 18:20.

Næsti fundur boðaður 7. desember  2022 kl. 17:00 

 

Stjórnarfundur UMSS, 5. október 2022 kl.17:00

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Kolbrún, Þuríður, Jóel (Teams) og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Unglingalandsmót 2023

  1. Rætt um fund með Ómari Braga þann 29. sept. s.l. þar sem farið var yfir þau verkefni sem þarf að ráðast í fyrir mótið.

  2. Finna þarf fólk í framkvæmdanefnd mótsins, nokkur nöfn komin á blað. 

  3. Rennt gróflega yfir skipulag mótsins. Staðsetning á mótstjaldinu til umræðu, vestast á syðsta velli eða milli blokkanna í Víðigrund. 

  4. Hvað gætum við gert til þess að “lengja” mótið? Hvaða möguleikar eru í stöðunni til þess að setja upp dagskrá milli móta.

 1. Styrkumsókn

  1. Framkvæmdastjóri sótti styrk til Rannís vegna ULM 2023. Hefur ekki verið gert áður. Sótt um vegna kynningarmála mótsins. Hefur styrkur hlýst stendur til að bjóða öllum börnum á aldrinum 11-18 ára í Skagafirði á mótið. 

  2. Deildir innnan UMFT sóttu einnig um sama styrk.

 1. Framtíðarstefnumörkun íþróttamála í Skagafirði

  1. Fulltrúar UMSS fóru á fund Byggðarráðs 5. október þar sem eftirfarandi var bókað: “Málið áður á dagskrá á fundum byggðarráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 22. og 30. mars 2022. Þingsályktunartillaga 102. ársþings UMSS haldið í Húsi frítímans þann 12. mars 2022, hvetur Sveitarfélagið Skagafjörð að setja af stað vinnu í samvinnu við UMSS varðandi framtíðarstefnumörkun í íþróttamálum í Sveitarfélaginu Skagafirði og í framhaldi af því að hraða uppbyggingu íþróttamannvirkja í sveitarfélaginu. Undir þessum dagskrárlið komu forsvarsmenn UMSS til viðræðu, Gunnar Þór Gestsson formaður, Þuríður Elín Þórarinsdóttir og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri.

Byggðarráð samþykkir að fela sveitarstjóra að skipa tvo starfsmenn sveitarfélagsins í starfshóp með fulltrúum UMSS vegna upplýsingaöflunar um stöðumat. Starfshópurinn skal skila skýrslu fyrir næstu áramót.”

 1. Stjórn UMSS tilnefnir í starfshópinn Kolbrúnu Passaro, Þuríði Elínu Þórarinsdóttir og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS.

 1. Sambandsráðsfundir UMFÍ

  1. 14 . október í Höfn í Hornafirði. Gunnar og Thelma sækja fundinn fyrir hönd UMSS. 

 

 1. Íþróttavika Evrópu

  1. Fór fram 23.-30. sept. 

  2. UMSS stóð fyrir tveimur fyrirlestrum

  3. Opnuð “hliðarsíða” á heimasíðu UMSS

 

 1. Fræðsludagur UMSS

  1. Færa hann nærri Sauðárkróki, hefur verið illa sóttur síðustu ár.

  2. Thelma komin með hugmyndir að fyrirlesurum.

  3. Á eftir að finna tímasetningu.

 

 1. Heilsuefling 65 ára og eldri

  1. Fundur 12. október

 

 1. Önnur mál

  1. Málþing um Nikótín neyslu 11. október.

  2. Formannafundur. Verður boðaður eftir 12. nóvember.

  3. Styrkur sveitarfélagsins til barna- og unglingastarfs. Þarf að hækka styrkinn.

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 18:35.

Næsti fundur boðaður 16. nóvember  2022 kl. 17:00 

 

Stjórnarfundur UMSS, 3. maí 2022 kl.17:00

Mættir: Gunnar (Teams), Þorvaldur, Kolbrún og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Lýðheilsumiðstöð Skagafjarðar

  1. Framkvæmdastjóri UMSS kynnti drög/teikningu af hugmynd um fjölnota íþróttahús norðan við íþróttahús, milli þess og vallar. 

  2. Í framhaldi þarf að þarfagreina hvaða greinar og þjónusta ætti að fara þarna inn. Framkvæmdastjóri og ritari munu safna þessum gögnum saman.

 1. Bréf frá ÍSÍ

  1. Framkvæmdastjóri ræddi bréf sem kom frá ÍSÍ er varðar skýrslu starfshóps um verkferla, vinnubrögð og viðmið í íþróttahreyfingunni.

 1. Umhverfisdagur FISK

  1. Þátttaka ágæt, þó einhver óánægja með að aðeins verði þessi eini dagur í boði þar sem mikill fjöldi iðkenda verður fjarverandi að keppa.

 1. Unglingalandsmót 2023

  1. Formaður og ritari sögðu frá fundi með framkvæmdastjóra mótsins og aðilum frá sveitarfélaginu, frá 28. apríl s.l. Lítil vinna framundan í sumar en stefnt að því að búið verði að mynda landsmótsnefnd fyrir september n.k. og taka þá formlega til starfa.

  2. Umræða um möguleikan á að safna styrkjum fyrir mótið, framkvæmdastjóri UMSS mun kynna sér málið.

  3. Ritari og framkvæmdastjóri munu vinna að því að finna fólk til að taka að sér verkefni/embætti á mótinu.

 1. Önnur mál

  1. Tekið fyrir bréf frá starfsmanni ÍSÍ sem fjallar um gátlista Fyrirmyndafélaga ÍSÍ.

  2. Vorfundur UMFÍ

   1. Ritari sagði frá því sem þar var rætt.

  3. Styrkir frá Svf. Skagafirði

   1. Stjórn UMSS mun senda erindi á Svf. Skagafjörð þar sem óskað verður eftir að styrkur sveitarfélagsins til barna- og unglingastarfs verði hækkaður fyrir næsta fjárhagsár, samhliða endurskoðun samstarfssamnings milli UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 18:15.

Næsti fundur boðaður 21. júní  2022 kl. 17:00

 

Stjórnarfundur UMSS, 3. apríl 2022 kl.17:00

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Kolbrún og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Skipan stjórnar

  1. Gunnar formaður, Þorvaldur ritari, Þuríður gjaldkeri, Kolbrún og Jóel meðstjórnandi.

 1. Fundur m. byggðaráði

  1. Gunnar og Thelma fóru á fund byggðaráðs þar sem þau lögðu fram fyrir hönd stjórnar UMSS vangaveltur um framtíðarstefnu í íþróttamálum til næstu ára.

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 18:30.

Næsti fundur boðaður 3. maí 2022 kl. 17:00Stjórnarfundur UMSS, 11. janúar 2022 kl. 20:00

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Kristján og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Ársþing UMSS 

  1. Dagsetning

  2. Laga/reglugerða breytingar

 1. Íþróttamaður Skagafjarðar 2021

  1. Niðurstaða kosninga

 1. Önnur mál

  1. Bréf frá KSÍ - Þing sambandsins fer fram 26. febrúar. Gunnar Þór mun sækja þingið. 

  2. Netpóstur frá Sigríði Fjólu fyrrum gjaldkera UMSS. Hún óskar eftir að UMSS taki yfir launaútreikninga v. framkvæmdastjóra

  3. Netpóstur frá Ungmennafélaginu Hjalta.

  4. UMFÍ óskar eftir tilnefningum frá sambandsaðilum í Ungmennaráð sambandsins fyrir árin 2022-2023

  5. Osló kallar 23.-27. mars

   1. Búið að skrá einn einstakling - fengum að setja annan á biðlista ef önnur sambönd eru að fara

 

Stjórnarfundur UMSS, 14. desember 2021 kl. 20:00

Mættir: Gunnar, Þorvaldur og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Ákveðið að engin formleg athöfn fari fram þetta árið sökum samkomutakmarkana.

  2. Opið verður fyrir kosningu 15.-22. des.

  3. Verðlaunaafhending fer fram 30. des í Húsi frítímans fyrir krakka.

  4. Bjóða formanni fél- og tóm.

 2. Afrekssjóður

  1. Fyrir liggja 9 umsóknir sem afgreiða þarf fyrir áramót.

  2. Umræða um upphæð styrkja. Stjórn samþykkir að meta eigi styrki útfrá vægi verkefna.

 3. Tindastólsrútan

  1. Hefur verið biluð í lengri tíma og höfðu þau skilaboð verið send út að ekki stæði til að gera við hana. 

 4. Yfirfærsla í Sportabler

  1. Ritari mun setja sig í samband við forsvarsmenn Sportabler og óska eftir fundi.

 5. Önnur mál

  1. Formaður áréttar við framkvæmdastjóra að deildir verði látnar vita af lögum um almannaheillafélög. Lögin snúa að skattaafslætti fyrir félög sem tilgreind eru sem almannaheillafélög. Styrk til þessara félaga má nýta til frádráttar við skattskil.

  2. Stjórn UMFÍ ákvað að notast við siðareglur æskulýðsvettvangsins. 

  3. Formaður viðraði hugmynd að breyttu fyrirkomulagi við tilnefningar til stjórnarsetu UMSS.

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 21:30.


Stjórnarfundur UMSS, 29. september 2021 kl. 20:00

Mættir: Elín, Þorvaldur og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. Sambandsþing UMFÍ

  1. Gunnar fer sem stjórnarmaður UMFÍ

  2. Þorvaldur og Þuríður að hugsa málið

 2. Íþróttaþing ÍSÍ

  1. Framhaldsþing vegna Covid-19

  2. Gunnar og Thelma mæta fyrir hönd UMSS

 3. Fræðsludagur UMSS

  1. Áhersla á fræðslu um kynferðislegt- og kynbundið ofbeldi. Kynna þingsályktun og 

  2. Eineltisáætlun UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

 4. Önnur mál

  1. Verið að vinna í styrkumsóknum, sækja styrki vegna samþykktra umsókna og verið að sækja um nýja.

Ekki fleira rætt, fundi slitið kl.21.

 

Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 1. september 2021 kl. 17:30

Mættir: Gunnar, Þorvaldur og Thelma framkvæmdastjóri UMSS

 1. ULM 2023

  1. Stjórn samþykkir að senda formlegt erindi til Sveitarfélagsins Skagafjarðar þar sem óskað verður stuðnings við að halda ULM UMFÍ 2023.

 1. Sambandsþing UMFÍ Húsavík 15.-17. október

  1. UMSS getur sent 5 fulltrúa á þingið. Stefnt að því að senda 5 fulltrúa. 

  2. Dagskrá þingsins kemur seinna.

 1. Covid-19

  1. Til umræðu var framkvæmd leikja í lok sumars og í fyrir veturinn í íþróttahúsinu.

  2. Ekki enn komið neinn sjóður frá ríkinu, sem bæta mun tekjutap íþróttadeildanna á árinu 2021.

 1. Önnur mál

  1. Málefni Tindastóls rædd. Vangaveltur um hvað ætti að gera? Ætti UMSS að hefja átak í bættri klefamenningu eða mun KSÍ keyra það? Stjórn UMSS mun óska eftir fundi með aðalstjórn UMFT til þess að ræða þessi mál. 

  2. Kynning á frístundabæklingi sem hefur verið í vinnslu í sumar. Verkefnið styrkt af UMFÍ og Vinnumálastofnun.

  3. Fræðslufundur UMSS. Áhersla á málefni líðandi stundar, þar sem beðið verður eftir ályktunum ÍSÍ og KSÍ og hvort þau hefji einhverjar herferðir gegn svona málum. Stefnt að því að halda fund í lok október, byrjun nóvember.

  4. Evrópska samgönguvikan 16.-22. september, UMSS mun hvetja íbúa Skagafjarðar til þess að nota vistvæna samgöngumáta þá vikuna í stað einkabílsins. 

  5. Evrópska íþróttavikan, beactive.is og #beactive. Samstarf milli UMSS og sveitarfélagsins.

  6. Styrkir. Framkvæmdastjóri UMSS fór yfir þá sjóði sem hægt er að sækja í.Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 27. apríl 2021 kl. 20:00

mættir Gunnar, Þorvaldur og Thelma . Þuríður Elín afboðaði sig.

Sara Gísla óskar eftir að láta af störfum tafarlaust. Formaður Smárans mun tilnefna nýjan aðila.

 1. Formannafundur

  1. Ekki búið að ákveða tímasetningu. Verið að bíða eftir afléttingu vegna Covid. Formaður leggur til að fram að því verði haldinn rafrænn fundur. Leggur til 4. maí kl.20.

 2. Hefjum störf

  1. Þarf að vera launagreiðandi allt árið um kring.

  2. Framkvæmdastjóri sendi á allar deildir.

  3. Fundur 29. kl.15-16.

 3. Fræðslufundur

  1. Fyrstu vikuna í júní eða bíða með fram á haustið?

  2. Ritari leggur áherslu á mikilvægi þess að UMSS sé í fararbroddi er kemur að fræðslu til þjálfara.

 4. Skipting á styrkjum

  1. UMFT hefur skilað inn tillögu að skiptingu. Miða við skráningar milli deilda í NÓRA.

  2. Ritari og framkvæmdastjóri fá heimild stjórnar til þess að ákvarða skiptingu styrkja til aðildarfélaga UMSS.

 5. Varamaður

 6. Önnur mál

  1. Breytingar á skrifstofunni á Víðigrund. Tilfærsla á rýmum. Ljósleiðari kominn inn í húsið.

Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 16. mars 2021 kl. 20:00

Mættir: Thelma á skrifstofu, Gunnar, Þorvaldur og Sara í gegnum Teams

 1. Umræður um skýrslur fyrir Ársþing

  1. Skýrsla formanns og framkvæmdastjóra

 1. Ársþing

  1. Umræður um hlutverk á fundinum.

  2. Thelma fær kennslu á kosningakerfi fyrir Ársþing. Kerfi frá Advania.

 1. Húsaleiga


Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 2. mars 2021 kl. 20:00

Mættir: Gunnar og Thelma á skrifstofu og Þorvaldur, Sara, Arndís í gegnum Teams

 1. 101.Ársþing UMSS 

  1. 66 á kjörbréfi

  2. Allir stjórnarmenn ætla að halda áfram

  3. 25. mars kl. 17:30

  4. Dagskrá samkv. lögum

  5. Þarf að innheimta skýrslum frá deildum og stjórn þarf að klára sinn hluta af henni. Thelma mun taka að sér að skrifa skýrsluna.

  6. Thelma var búin að kanna með kosningakerfi sem UMFÍ hefur notað. Er kostnaðarsamt.

  7. Thelma kannar með möguleikinn á því að hafa beint streymi af fundinum.

  8. Þorvaldur kannar með fundarsal sveitarstjórnar

  9. Starfsmerki UMFÍ

 2. Önnur mál

  1. Þing KKÍ 13. mars, þarf að tilkynna fulltrúa fyrir 5. mars. Gunnar bauð sig fram. Verður sennilegast rafrænt

  2. Hádegisfundur 3. mars á vegum ÍSÍ, Thelma sendir hlekk á fundinn

 

Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS,16. desember 2020 kl. 16:30 

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Sara, Arndís og Thelma framkvæmdastjóri (fjarfundur í Teams)

 1. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Vangaveltur um hvort viðburðurinn ætti að fara fram? Stjórn sammála um mikilvægi þess að halda viðburðinn sem hvatning til annara iðkenda, ungra sem eldri. 

  2. Hvatningarverðlaun verða ekki veitt að þessu sinni

  3. Þorvaldur tekur að sér að búa til könnun sem send verður á þá sem hafa atkvæðarétt.

  4. Rætt um mikilvægi þess að fjalla um

 1. Afreksmannasjóður

  1. Gunnar sagði frá afgreiðslufundi stjórnar afreksmannasjóðs.

  2. Einni umsókn var hafnað og vísað til stjórnar UMSS. sjá lið 4

 1. Reikningur frá Skagfirðingi

  1. Höfðu gleymt að sækja um styrk vegna mótahalds árið 2020 að upphæð 2 x kr. 250.000

 2. Hvatningarverðlaun

  1. Samþykkt að veita nýstofnaðri Badmintondeild UMFT styrk að upphæð kr. 200.000

 

100. Ársþing UMSS, 24. nóvember 2020 kl. 18:15 (fjarfundur í Teams)

Mættir: Gunnar Þór Gestsson, Þorvaldur Gröndal, Þuríður Elín Þórarinsdóttir, Kristján Bjarni Halldórsson, Sara Gísladóttir og 43 kjörfulltrúar

 1. Sjá fundargerð ársþings https://www.umss.is/static/files/Arskyrslur.reikingar/fundargerd-101-arsthings-umss-2021.pdf

 

Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 16. september 2020 kl. 17:00 

Mættir: Gunnar, Þorvaldur og Thelma framkvæmdastjóri

 1. Ársþing UMSS til umræðu. Ákveðið að halda það rafrænt í október. Farið yfir þingtillögur og þeim fækkað þar sem taka þarf hverja tillögu fyrir og samþykkja hverja fyrir sig.

  1. Þarf að vera einfalt þar sem ekki verður hægt að fara fram á nafnlausar talningar.

  2. Mikilvægt að hitta “nýja” stjórnarmeðlimi fyrir þing.

 2. Fræðsludagur UMSS

  1. Fresta vegna Covid

 3. Afreksmannasjóður

  1. Framkvæmdastjóri mun auglýsa

 4. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Enn stefnt að 

  2. Taka samtal við UMFT um samstarf

 5. Styrkir

  1. Framkvæmdastjóri mun sækja um bæði í fræðslu- og verkefnasjóð UMFÍ og íþróttasjóð Rannís.

  2. Kanna samstarf við héraðssambönd í nágrenninu, koma á einhvers konar verkefni.

 6. Víðigrund 5

  1. UMFT búið að hreinsa skrifstofuna.

  2. Stjórn UMSS leggur til að leigu á Víðigrund 5 vegna skrifstofu framkvæmdastjóra UMSS verði sagt upp.

 7. Sambandsráðsfundur UMFÍ

  1. Stefnt að fundi 24. okt á Hótel Geysi.

 8. Önnur mál

  1. Auka fjárveiting hugsanleg frá UMFÍ í desember vegna Covid

Næsti fundur boðaður ársþing UMSS

 

Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 26. maí 2020 kl. 16:00 (fjarfundur í Teams)

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur og Thelma framkvæmdastjóri

 1. Ársþing UMSS

  1. Stendur til að boða þingið vikuna 22.-26. júní n.k.

 2. Styrkur frá ÍSÍ

  1. Fer beint inn á deildirnar. Allar deildir búnar að fá greitt  nema UMFT. Aðalstjórn UMFT hefur vald til að skipta þessu niður.Umræða um hvernig ÍSÍ reiknaði þessa upphæð út, horft til iðkenda 6-18 ára. 

  2. Hvernig nýta deildinar fjármunina? Engar kvaðir sem fylgja þessu, ekki óskað eftir greinagerðum um hvernig þetta verður nýtt. Frjálsíþróttadeild UMFT mun bjóða frítt fyrir 11-14 ára í tvo mánuði í sumar og munu lækka haustgjöld. Aðrar deildir ekki gefið út hvernig þetta verður nýtt. 

 3. Hreyfivika UMFÍ

  1. Framkvæmdastjóri UMSS sendi tölvupóst á íþróttakennara og voru aðeins viðbrögð frá Varmahlíðarskóla. 

  2. Gleðigangan

  3. Þarf að athuga með markaðsefni fyrir næsta ár, t.d. fána sem hengja mætti á grindverkið á gervigrasinu. Þarf að leggjast í markvissari vinnu við að gera Hreyfivikuna að árlegum viðburði. Tengja Sigfús og Hebu við málið.

 4. Skýrsluskil aðildarfélaga

  1. Dræm skil, aðeins þrjú félög hafa skilað.

 5. Unglingalandsmót UMFÍ

  1. Umræða um boli fyrir keppendur á vegum UMSS og hvað skuli niðurgreiða þá mikið.

  2. Samkvæmistjald á mótsvæðinu. Verður skoðað þegar skráning á mótið fer að skýrast.

 6. Auka styrkur frá Sveitarfélaginu Skagafirði

  1. Umræða um hvernig skipta skuli 1,2 milljónum.

 7. Fjárhagsstaða UMFT

  1. Hafa ekki greitt út styrki frá KS frá áramótum.

 8. Önnur mál.

  1. Félög geta sóttum styrki til ÍSÍ, 150 milljóna pottur, vegna tapaðra tekna vegna frestun mótahalds. Á ekki við félög innan UMSS.

  2. Framkvæmdastjórahittingur 4. júní á Laugarvatni. Thelma fer á fundinn.

  3. Umræða um leigu UMFT vegna Víðigrundar.

  4. Meistaramót FRÍ 11-14 ára, var fært til 4.-5. júlí. 

 


 

Stjórnarfundur UMSS Stjórnarfundur UMSS, 20 apríl 2020 kl. 16:00 (fjarfundur í Teams)

 1. Umræður um þingtillögur. 

 2. Áréttað að lesa persónuverndarstefnu UMSS.

 3. Umræða um kosningu til íþróttamanns Skagafjarðar

 4. Skipting styrkja til aðildarfélaga UMSS. Hvaða reglu á að notast við? Gunnsr vill að svf. borgi beint til deilda.

 5. Umræða um UMFT og þeirra stöðu

 6. Skýrsluskrif fyrir ársskýrslu rædd, hver gerir hvað.

 7. Íþróttastefna Svf. Skag

 8. Fundur með Víði Reynis um fyrirkomulag íþróttastarfsins í sumar. Framkvæmdastjóri mun boða formenn allra deilda á fjarfund þar sem fyrirkomulagið verður kynnt.

 

Stjórnarfundur UMSS 17. febrúar 2020 kl. 16:00

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur og Thelma

 1. Ársþing UMSS

  1. Vegna samkomubanns verður þinginu frestað um óákveðin tíma. Verður auglýst síðar.

  2. Búið að senda út kjörbréf. 

  3. Framkvæmdastjóri heldur áfram að vinna að ársskýrslu. Ragna og Íris vinna í ársreikningnum.

  4. UMF Smárinn leitar að stjórnarfólki.

 1. UMFT aðalstjórn

  1. Skrifstofa Víðigrund. Ekki enn búið að tæma skrifstofur sem átti að vera lokið í byrjun árs. 

  2. Tillaga stjórnar um að aðalstjórn verði lögð niður og deildir settar undir aðalstjórn UMSS.  

  3. Aðalfundur áætlaður 26. mars. Formannafundur boðaður 19. mars þar sem tillagan verður rædd. 

  4. Væri möguleiki á því að framkvæmdastjóri UMSS tæki að sér stöðu framkvæmdastjóra aðalstjórnar UMFT? 

  5. Hugmyndir að breyttu fyrirkomulagi aðalstjórnar rætt, þar sem formenn deilda myndu skipa aðalstjórn.

 1. Önnur mál

  1. Aðalfundur frjálsíþróttadeildar UMFT 17. mars.

  2. Æfingar í samkomubanni

   1. Íþróttadeildir eru að bíða átekta eftir skipulagi skólanna. 

   2. Tilmæli ÍSÍ um engar æfingar fram að 23. mars.

   3. Skíðaæfingar halda sér þar sem ekki er um að ræða íþrótt þar sem krakkar eru í nánum samskiptum. 

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 17:00

 

Næsti fundur boðaður 20. apríl kl. 16

 

Stjórnarfundur UMSS 3. febrúar 2020 kl. 16:00

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur og Thelma

 1. Knattspyrnudeild UMFT

  1. Staða deildarinnar rædd. Enn starfandi bráðabirgðarstjórn.

 2. Skrifstofa Víðimýri

  1. Knattspyrnudeild ekki enn búin að tæma skrifstofu og verður því rukkuð um leigu fyrir febrúar.

 3. Ársþing

  1. Formaður hefur kannað með mat fyrir. Verð frá 3.200-5.500. Veltur á staðsetningu þingsins.

  2. Umræða um stjórnarkjör.

  3. ULM 2021 myndun stjórnar. Formaður UMSS, Haukur formaður UMFÍ og formaður fél- og tóm.

 4. Tekið fyrir erindi sem barst UMFÍ frá Ungmennafélaginu Æskunni.

  1. Hvernig er það lagt niður.

  2. Hvernig fer með eignahlut í Melsgili?

 5. GSS

  1. Púttklúbbur 60+. Stjórn GSS sendi erindi þar sem þeir óskuðu liðsinnis UMSS vegna 

  2. Golfklúbburinn breytti nafninu á síðasta aðalfundi og þarf að taka þá nafnabreytingu fyrir á ársþinginu.

  3. Vetrarstarfið ekki í Nóra. Framkvæmdastjóri setur sig í samband við formann barna- og unglingaráðs.

 6. Framkvæmdastjóri sagði frá vinnu við öflun myndefnis tengt íþróttaiðkun í firðinum s.l. 100 ár.

 7. Önnur mál.

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 17:00

Næsti fundur boðaður 17. febrúar kl. 16

 

Stjórnarfundur UMSS 16. janúar 2020 kl. 20:30

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur og Thelma

 1. 100. ársþing UMSS

  1. Haldið í Ljósheimum 10. mars kl. 17:30

  2. Framkvæmd í boði UMSS

  3. Umræða um embætti

 2. ULM 2021

  1. Kynningarefni verður pantað að utan og gert í samfloti með UMSK

  2. Vera með efni tilbúið fyrir Selfoss og kynna mótið 2020

  3. Fatnaður. Gera boli fyrir mótið á Selfossi.

  4. Mynda Landsmótsnefnd fyrir Ársþingið.

 3. Víðigrund 5

  1. Knattspyrnudeild átti að yfirgefa húsnæðið 1. des en enn er fullt af dóti

 4. Ungmennafélagið Tindastóll

  1. Tekinn fyrir tölvupóstur frá formanni UMFT þar sem leitað er ráða

 5. Knattspyrnudeild UMFT

  1. 3. aðalfundur tekinn fyrir þar sem mynduð var 3 manna bráðabirgðarstjórn

  2. Takist ekki að mynda varanlega stjórn má spyrja sig hvort allir flokkar dæmi sig úr keppni

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 21:45

Næsti fundur boðaður 3. febrúar kl. 16

 

Stjórnarfundur UMSS 23. sept. kl. 20

Mættir: Gunnar, Þorvaldur og Thelma.

 1. Sambandsþing UMFÍ Laugarbakka 10.-12. október

  1. UMSS hefur pláss fyrir 7 fulltrúa

  2. Setning á föstudagskvöldi

  3. Gunnar, 

  4. UMSS mun greiða fyrir gistingu og ferðakostnað

  5. Dagskrá hefur ekki verið send út en kjörnefnd hefur sent út sínar tillögur

 2. Fræðslufundur UMSS 30. október

  1. Setja upp málstofur með helstu niðurstöðum formannafundar frá lok ágúst s.l.

  2. Enn verið að setja upp dagskrá

  3. Framkvæmdastjóri mun senda út boð á nefndarfólk fél- og tóm.

  4. Erindi um heilsueflandi samfélag

 3. Formannafundur ÍSÍ 29. nóvember

  1. Engin dagskrá komin enn

 4. Önnur mál:

 


 

Stjórnarfundur UMSS 26. ágúst kl. 20

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur og Thelma.

1.    Unglingalandsmót UMFÍ 

 • Aðeins 12 keppendur frá UMSS að þessu sinni. Að jafnaði hefur þetta verið það mót sem UMSS hefur sótt minnst.

 • UMSS var úthlutað ULM UMFÍ árið 2021.

 • Stjórn UMSS felur framkvæmdastjóra að kanna möguleikann á því að sækja um styrki vegna mótsins. 

 • Stjórn UMSS felur rítara stjórnar að setja sig í samband við svf. Skagafjörð vegna hugsanlegrar aðkomu þess að markaðsetningu á Sauðárkróki sem keppnisstað.

 • Stjórn UMSS fer þess að leit við framkvæmdastjóra að hann setji sig í samband við deildirnar um kanni stöðuna á tækja- og áhaldakosti. Jafnframt beinir stjórn UMSS þess til framkvæmdastjóra að hann sendi erindi á svf. Skagafjörð þar sem þess verði gætt að hugað verði að fjármagni til framkvæmda á næsta ári.

2.    Formannafundur UMSS 29. ágúst

 • Haldinn í Húsi frítímans kl. 20.

 • 10 deildir/félög hafa svarað. 

 • Framkvæmdastjóri mun taka niðurstöður fundarins saman og kynna á fræðsludegi UMSS.

 • Fundurinn verður settur “formlega” upp.

 • Vænlegra að setja upp inngang að hverjum umræðupunkti.

3.    Fræðsludagur UMSS 2019

 • Miðvikudagurinn 30. október kl. 18

 • Matur, kökur og konfekt.

 • Framkvæmdastjóri UMSS mun senda út nöfn hugsanlegra fyrirlesara.

 • Málstofur settar upp. Umræðupunktarnir verða niðurstöður frá formannafundi.

 • Stjórn mun senda út boð á fél- og tóm og bjóða þeim á fundinn.

4.    Önnur mál

 • Stjórn UMSS hvetur til þess að stofnað verði rafíþróttaráð innan UMSS og þess gætt að hugmyndin á bakvið gott form, félagsstörf og samvera.

 • Stjórn UMSS fagnar undirritun samnings á milli svf. Skagafjörðs og Landslæknisembættis um Heilsueflandi samfélags.

 • Stjórn UMFT hefur sagt upp leigunni á Víðigrund. Leigusamningur rennur út 1. nóvember. Ekkert hefur heyrst í formanni UMFT vegna þessa máls.

 • Vinnustofur ÍSÍ 3.-5. október. Rými fyrir 40 manns. Stjórnin samþykkir fyrir sitt leiti að framkvæmdastjóri muni skrá sig á vinnustofur.

 • UMSS barst boð um að sækja afmælis vígsluhátíð í Varmahlíð fimmtudaginn 29. ágúst kl. 14.

 • Göngum í skólann. Framkvæmdastjóri UMSS hefur sent pósta á alla skólana um að skrá sig en ekki fengið nein svör. Stjórn hvetur skólana til þess að skrá sig og felur framkvæmdastjóra að halda áfram að vera í sambandi við skólana vegna þessa.

 • Umsókn í afrekssjóð UMSS.

 • Sambandsþing UMFÍ 11.-12. október Laugarbakka. UMSS hefur 4-5 atkvæði á fundinum. Gunnar mun fara.  

 


 

13. júní 2019 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Klara, Gunnar, Fjóla, Sigmundur og Thelma.

 1. Danmerkurferð
  1. Gunnar, Klara, Fjóla og Thelma fóru yfir það helsta úr ferðinni. Ákveðið var að þeir aðilar frá UMSS og UMFT sem fóru í ferðina setjist niður og vinni úr hugmyndum sem fengust úr ferðinni. En með í för frá UMFT voru þau Þorgerður Eva Þórhallsdóttir (sunddeild) og Indriði R. Grétarsson (bogfimideild)
 2. GDPR - Persónuverndarstefna UMSS
  1. Stefnan er í vinnslu og stefnt er að því að hún verði samþykkt á næsta stjórnarfundi UMSS.
 3. 50+ UMFÍ
  1. Engin fulltrúi úr stjórn UMSS mun fara á mótið í ár, en mótið fer fram í Neskaupstað, helgina 28.-30. júní.
 4. ULM UMFÍ
  1. Unglingalandsmót UMFÍ fer fram á Horn í Hornafirði um verslunarmannahelgina. Fulltrúar frá stjórn UMSS munu vera á svæðinu.
 5. Önnur mál.
  1. Búið er að loka fyrir síma UMFT á Víðigrund 5.
  2. Skipulagður formannafundur aðildarfélag og deilda UMSS. Sem haldin verður í lok ágúst.

Næsti fundur á lok ágúst. Fundi slitið.

 

7. maí 2019 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur og Thelma.

 1. Íþróttaþing ÍSÍ

  1. Framkvæmdastjóri fór yfir efni fundsins.

 2. Uppsögn UMFT

  1. Farið yfir bréf sem UMSS barst frá formanni UMFT 1. maí 2019, þar sem húsaleigu UMFT vegna skrifstofunnar í Víðigrund var sagt upp frá og með 1. maí. Uppsögn á leigusamningi eru 6. mánuðir og þar sem uppsögn samnings var eftir mánaðarmót, greiðir UMFT leigu til og með 31. október 2019.

  2. Framkvæmdastjóri mun senda póst á formann UMFT til að spyrjast fyrir um hvert lögheimil UMFT færist.

 3. Stefna UMFÍ

  1. Framkvæmdastjóri fór yfir póst sem barst frá framkvæmdastjóra UMFÍ þar sem aðildarfélög eru beðin um að fylla út gátlista þar sem stefnu UMFÍ er gefin einkunn, sem notað verður til stefnumótunar til framtíðar.

 4. Símtal til framkvæmdastjóra

 5. Önnur mál:

  1. Danmerkur ferð UMFÍ rædd þar sem fram kom að búið væri að færa ferðina aftur um einn dag.

  2. Lögð fram persónuverndarstefna UMSS sem unnin er uppúr stefnum ÍRB og ÍSÍ. Stjórnarmönnum uppálagt að lesa hana yfir og koma með athugasemdir fyrir næsta fund.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 21

Næsti fundur boðaður 11. júní kl. 20

 

10. apríl 2019 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Klara, Gunnar, Þorvaldur, Kristján og Thelma.

 1. Skipan í stjórn.

  1. Gjaldkeri: Fjóla

  2. Ritari: Þorvaldur

  3. Varaformaður: Gunnar

  4. Meðstjórnandi: Sigmundur

   1. Varam1: Skapti

   2. Varam2: Kristján

   3. Varam3: Katarina

 1. Danmerkurferð UMFÍ

  1. Klara, Fjóla og Thelma fara sem fulltrúar UMSS. Indriði Grétars og Þorgerður Eva fara sem fulltrúar UMFT.

  2. Vorfundur UMFÍ haldinn þarna

  3. Rafíþróttir

 1. Íþróttaþing ÍSÍ

  1. UMSS á sæti fyrir einn fulltrúa og einn áheyrnarfulltrúa (framkvæmdastjóri). Þarf að skila inn kjörbréfi fyrir 19. apríl. Gunnar ætlar að taka að sér að fara sem fulltrúi stjórnar.

 1. Hjólað í vinnuna

  1. Hefst 8. maí og stendur til 28. maí.

  2. Munum gera átak í að auglýsa það verkefni og önnur á vegum ÍSÍ og UMFÍ.

 1. Önnur mál

  1. Persónuverndarlögin. Thelma fer á fund á morgun á Blönduósi.

  2. Kristján Bjarni spurði um úthlutun úr Lottó, hvenær verður greitt. Thelma fór yfir það.

  3. Kristján Bjarni spurðist einnig fyrir um greiðslur vegna Landsmóts UMFÍ.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið

 

20. febrúar 2019 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Klara, Gunnar, Simmi, Þorvaldur og Thelma.

 1. 99. Ársþing UMSS

  • Gengið útfrá að þingið fari fram fimmtudagunn 21. mars í Húsi frítímans.

  • ÍSÍ kemur á þingið vegna Fyrirmyndahéraðs ÍSÍ.

  • Starfsmerki UMFÍ eða Silfurmerki. Rætt um hvort einhver eigi að hljóta þetta?

  • Farið yfir þær þingtillögur sem liggja fyrir, þ.m.t. breytingar á afreksmannasjóði UMSS.

 2. Skil á skýrslum. Thelma hefur sent frístundastjóra allar innsendar skýrslur og má því gera ráð fyrir að sveitarfélagið fari að greiða út styrki.

 3. Önnur mál

  • Til kynningar lagafrumvarp vegna endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna byggingu íþróttamannvirkja.

  • Lagt fram kjörbréf frá KKÍ vegna Körfuknattleiksþings 16. mars n.k.

  • Lagt fram tilkynning frá ÍSÍ vegna Íþróttaþings þann 3.-4. maí þar sem verið er að óska eftir tilnefningum í framkvæmdastjórn ÍSÍ.

  • UMFÍ

  • Kynning hjá UMFÍ vegns umsóknar um ULM UMFÍ 2020 og 2021 fer fram 1. mars n.k. Þorvaldur tekur það að sér að kynna þetta.

  • Ungt fólk og lýðræði 2019 - Borgarnesi 10.-12. apríl 2019.

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 21:15

Næsti stjórnarfundur 6. mars.

 

28. nóvember 2018 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Klara, Þorvaldur og Telma.

 1. Fræðsludagur UMSS

  1. Mikil ánægja með fræðsludaginn og þarft að gera þetta að minnsta kosti árlega.

  2. Vera bæði með fræðslu og umræður.

  3. Ætti að setja þetta á Starfsáætlun UMSS, sem þarf að gera.

 2. Borgarafundur ÍSÍ

  1. Hringborðsumræður þar sem varpað var fram 4 spurningum um hvað mætti bæta innan íþróttahreyfingarinnar. Gunnar Gestsson stjórnaði umræðum á einu borði.

  2. Niðurstöður kynntar eftir áramót.

 3. Formannafundur ÍSÍ

  1. Hefðbundin fundarstörf þar sem kynntar voru skýrslur og starfsemi ÍSÍ og fjárhag. 

  2. Farið yfir það sem búið er að gera í #églíka hreyfingunni. 

  3. Farið yfir persónuverndarlögin.

 4. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Engin tilnefning komin en framkvæmdastjóri veit af deildum sem eru að vinna að þessu.

  2. Thelma kynnti nýtt útlit af Hvatningarverðlaunum USS.

  3. Viðurkenningar til landsliðs

  4. Kynning á tilnefningum fyrir nefndina verður í Húsi frítímans 6. des n.k.

 5. Önnur mál

  1. Semja Starfsáætlun UMSS

  2. Frjálsíþróttaráð UMSS verður ekki með uppskeruhátíð í ár. Ráðinu finnst þetta orðið dýrt.

  3. Umsókn vegna ULM 2021 og 2022.

  4. Telma renndi yfir nýjasta Skinfaxa. Þar vantaði bæði upplýsingar frá svf. vegna styrkgreiðslna og þakkar auglýsingu v. Landsmóts. Telma mun senda póst fyrir hönd stjórnar og leita skýringa, þ.e. hvers vegna fyrirspurnir bárust ekki svf. Skagafirði og UMSS.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 21:15

Næsti stjórnarfundur 12. des kl. 20

 

22. október 2018 - Stjórnarfundur UMSS

Mál á dagskrá

 1. Fundur/fræðsla stjórnarmanna og þjálfara aðildarfélaga UMSS – 6. Nóvember 2018 Miðgarði

  1. Búið að bóka Miðgarð. Fyrirlesari var að velta fyrir sér hvenær væri best að byrja, ákveðið að byrja þetta kl. 18 þar sem hann ætlar sér að keyra aftur suður um kvöldið.

  2. Fjóla ætlar að ganga í það að kanna með verð á húsinu. Vantar að athuga með fleiri staði fyrir fyrirlesarann.

 2. Dagskrá fundar

  1. Pálmar Ragnarsson – Jákvæð samskipti

  2. Viðar Sigurjónsson ÍSÍ – Fyrimyndarhérað

   1. Erum að uppfylla öll skilyrði þannig að þetta á að ganga í gegn

   2. Líney og Lárus frá ÍSÍ mæta

  3. Kynning á Siðareglum UMSS

   1. Þorvaldur tekur þetta að sér

  4. Kynning á nýrri Reglugerð um val á Íþróttamanni, liði og þjálfara UMSS og Hvatningarverðlaunum UMSS

   1. Thelma tekur þetta að sér

 • Æskilegt að fél- og tóm mæti á athöfnina.

 • Bjóða Byggðaráði til fundar.

 • Verkefni stjórnarmanna UMSS

  1. Klara tekur að sér fundarstjórn

  2. Fjóla talar við rekstraraðila Miðgarðs, varðandi veitingar

Siðareglur:

 1. Verð fyrir prentun frá Nýprent = 70.000 fyrir 5.000 stk. og 25.000 fyrir 500 stk. og Ásprent = 68.750 fyrir 5.000 stk. og 48.000 fyrir 500 stk.
 2. Lagfæringar á texta
   1. Klara lagfærði texta og Thelma ætlar að færa texta yfir á ensku.

   2. Thelma ætlar að bæta QR-kóðum inná bæklinginn.

Landsmótið;

 • Staðan

  • Á enn eftir að gera mótið upp. Fáir reikningar sem standa útaf. Þarf að ljúka uppgjöri vegna mótssetningar þannig hægt sé að ljúka þessu máli.

 • Keppnisgreinar sem gætu verið eftir í héraði og hvort eigi að stefna á að það sé keppt í þeim 2019.
  • Er vilji innan “hjólara” að halda þessu inni? 

    

  • Spurning um að setja þetta inn sömu helgi, þ.e. miðjan júlí eða setja þetta á lummudagana? Má tengja þetta við miðnætursólina?

  • Einnig spurning um að halda götuhlaup líka? Hlauparar ánægðir með brautina.

Sambandsráðsfundur UMFÍ 20 okt.

Laun framkvæmdastjóra

Önnur mál;

  1. Styrkir

  2. Nóri 561

   1. Þorvaldur þarf að klára þetta mál, setur sig í samband við Pétur Inga hjá Fjölneti til að leysa málið.Unglingalandsmót 2021 eða 2022

  3. Unglingalandsmót 2021 og 2022
   1. Umsóknarfrestur rennur út 1. des. UMSS mun sækja um bæði mótin. Þorvaldur og Thelma taka þetta að sér.

Fundi slitið.

 

3. maí 2018 - Stjórnarfundur UMSS

 1. Vorfundur UMFÍ 4. maí

  1. Fundur settur kl. 20. - 65 þátttakendur.

  2. Matur á KK á föstudeginum með framkvæmdanefnd

  3. Morgunmatur 9-10

  4. Labb um keppnissvæðið þar sem endað verður á Atvinnulífssýningunni

  5. Landsmótsnefndarfundur kl. 13 í HF

  6. Stjórnarfundur UMFÍ kl. 14

 2. Landsmótið

  1. Öll mál í góðum farvegi

  2. Kynning á Atvinnulífssýningu

  3. Þorvaldur fer og kynnir mótið á aðalfundi FÍÆT á Ísafirði 8.-9. maí.

 3. Fyrirmyndarhérað

  1. Þurfum að fara að kynna siðareglur UMSS. Fá tilboð í uppsetningu og prent.

 4. #metoo

 5. Auglýsingasöfnun og styrkir fyrir Landamót

  1. Ísak Óli Traustason hefur þetta hlutverk

 6. Önnur mál:

  1. Bréf frá ÍSÍ frá vegna vanefnda á skilum á ársskýrslu. Tvö félög standa frammi fyrir því að vera sett í keppnisbann. Félögin sem um ræðir er UMFT og Neisti.

  2. Fréttabréf UMFÍ

  3. Samningur við Thelmu

  4. Sumar-TÍM á hendur UMSS

  5. Unglingalandsmót UMFÍ 2021

   1. Opið fyrir umsóknir í haust.

  6. Hjólað í vinnuna

   1. Hófst 2. maí. Mætti vera meiri þátttaka innan sveitarfélagsins. Thelma tekur að sér að senda frétt á Feyki.

  7. Hreyfivika

   1. Thelma og Þorvaldur taka að sér að afla samstarfsaðila.

  8. Æskulýðsvettvangurinn

   1. Mörg skemmtileg námskeið í boði.

Fundi slitið.

 

21. febrúar 2018 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þorvaldur, Þórunn, Gunnar og Thelma.

Dagskrá:

 1. Þingtillögur:

  1. Farið yfir þingtillögur á komandi þingi.

Fundi slitið.

21. febrúar 2018 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þorvaldur, Fjóla, Þórunn og Thelma framkvæmdastjóri UMSS.

Dagskrá stjórnarfundur:

 1. Lokafrágangur þingskjala v. Ársþings

  1. Siðareglur, jafnréttisáætlun og viðbragðsáætlun lagðar fram til samþykktar. Stjórn samþykkir reglur og áætlanir.

  2. Formaður velti fyrir sér hvort siðareglur, jafnréttisáætlun og viðbragðáætlun skuli lagðar fyrir þing sem þingskjöl eða sem samþykktir?

  3. Framkvæmdastjóra UMSS og ritara UMSS falið að útbúa þingskjöl fyrir Ársþing.

 2. Samstarfssamningur milli UMSS og Svf. Skagafjarðar

  1. Samningur lagður fram til kynningar. Stjórn UMSS samþykkir samninginn fyrir sitt leiti.

 3. Samstarfssamningur við Akrahrepp

  1. Formaður talaði við Agnar og er samningurinn klár til undirritunar. 

 4. Samningur milli UMSS, UMFÍ og Svf. Skagafjarðar v. Landsmóts 2018.   

  1. Formaður og ritari UMSS fóru á fund Landsmótsnefndar á Akureyri þriðjudaginn 20. feb. 

  2. Samningur lagaður að óskum UMSS. 

 5. Yfirlýsing v. MeToo

  1. Formaður kynnti yfirlýsingu sem send verður á Feyki fim. 22. feb.

 6. Önnur mál

  1. Ársreikningur UMSS

   1. Reikningur kominn til Rögnu.

  2. Pistill formanns

   1. Pistill klár.

  3. Skýrslur aðildafélaga v. styrks frá Svf. Skagafirði

   1. Framkvæmdastjóri hefur verið að safna þeim saman, en frestur til skila var 15. febrúar. Enn eru brögð á því að deildir eru ekki að senda skýrslur á réttum tíma.

  4. Pistill um formannafund

   1. Fjóla skrifar og sendir Thelmu.

  5. Ársskýrsla UMSS

   1. Framkvæmdastjóri er með hana í vinnslu

  6. Framkvæmdastjóri sendi boðsbréf á gesti v. Ársþings

   1. UMFÍ og ÍSÍ hafa boðað komu sína.

  7. Skýrsla stjórnar

   1. Ritari sendir stjórnarfólki til yfirlestrar og samþykktar.

  8. Framkvæmdastjóri lagði fram ósk þess efnis að UMSS legði til fjármagn, til móts við UMFÍ og  UMFT, til kaupa á sjónvarpi vegna fundaraðstöðu að Víðigrund. Stjórnin samþykkir beiðnina.

Næsti fundur boðaður 8. mars 2018 kl. 17.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 18:05.

 

23. janúar 2018 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þorvaldur, Fjóla, Þórunn og Thelma.

Dagskrá stjórnarfundur:

 1. Samstarfssamningur

 2. Sambandsþing UMFÍ

  1. Gunnar sótti þingið fyrir okkar hönd. Var ákveðið að mynda starfshópa til að vinna frekar að málum áður en ákvörðun verður tekin.

 3. 98. Ársþing UMSS

  1. Þingið á hendi Hjalta

  2. Ekkert ákveðið með stað og stund. Þorvaldur athugar með Hús frítímans

  3. Margar breytingatillögur liggja fyrir og því spurning um að halda þetta á laugardegi.

  4. Hugmynd að tímasetningu 10. mars kl. 10

  5. Breyting á fjölda kjörbréfa v. fjölgun deilda innan UMFT sem og fjölgun félagsmanna

 4. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

 5. Ársfundir aðildarfélaga

 6. Önnur mál

Fundi slitið.

18. desember 2017 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þorvaldur, Fjóla, Þórunn, Gunnar og Thelma.

Dagskrá stjórnarfundur:

 1. Samstarfssamningur milli UMSS, UMFÍ og Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna Landsmóts UMFÍ sumarið 2018 lagður fram til samþykktar. Stjórn UMSS samþykkir samninginn efnislega en leggur áherslu á að stafsetningar og innsláttarvillur verði leiðréttar.

 2. Íþróttamaður ársins

  1. Haldið í Húsi frítímans 27. des kl. 19-21

  2. Auglýst í jóladagskrá í Sjónhorni

  3. UMFT mun halda sitt hóf á sama tíma

  4. Framkvæmdastjóri UMSS lagði fram tillögur deilda að íþróttamanni, liði og þjálfara ársins.

  5. Jafnframt lagðar fram tillögur að ungum og efnilegum íþróttamönnum innan UMSS.

  6. Stjórn UMSS kaus

 3. Önnur mál:

  1. Umræða um úthlutun úr afreksmannasjóði UMSS.

  2. Gjaldkeri fór yfir málin.

  3. Samráðsfundur UMFÍ 13. jan. Formaður UMSS mun mæta fyrir hönd stjórnar.

Næsti fundur boðaður 23. jan 2018 kl. 17.

Ekki fleira rætt. Fundi slitið kl. 18:05.

27. nóvember 2017 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þorvaldur, Fjóla, Þórunn og Gunnar.

Dagskrá stjórnarfundur:

 1. Samstarfssamningur milli UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar

  1. Arnrún kynnti stöðu mála

  2. Gunnar fór yfir sínar hugmyndir. Telur ekki hægt að sé að uppfylla samninginn einsog er. Finnst við eiga að starfa eftir raunveruleikanum. Gunnar leggur til að fjárhæðum verði skipt upp á nýjan hátt, t.d. þar sem ákveðin fjárhæð væri eyrnamerkt til reksturs aðildarfélaga og skráningar í Nóra myndu svo ráða til um skiptingu til barna- og unglingastarfs.

  3. Umræður um skiptingu styrkja. Arnrún og Þorvaldur vinna málið frekar og kalla eftir öðrum fundi með sveitarfélaginu.

 2. Formannafundur ÍSÍ

  1. Fjóla sagði frá fundinum sem hún og Thelma sóttu þann 17. nóvember s.l.

  2. Mikil áhersla á að íþróttahreyfingin móti sér siðareglur og viðbrögð við kynferðislegri áreitni.

  3. UMFÍ og ÍSÍ munu leggja meiri vinnu í að sækja styrki til ríkisins vegna starfsemi minni aildarfélaga.

 3. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

  1. Arnrún ræddi aðeins stöðuna einsog hún er. Frekari vinna framundan. Arnrún mun ræða frekari vinnu við Viðar hjá ÍSÍ.

 4. Sambandsráðsfundur 13.jan. 2018

  1. Gunnar fór yfir það hvers vegna verið er að kalla ráðið saman. Á fundinum á að kynna hugmyndina um inngöngu íþróttabandalaganna að UMFÍ.

  2. Stjórn UMSS kallar eftir gögnum frá UMFÍ vegna þeirrar vinnu sem fór fram innan UMFÍ þar sem….

 5. Íþróttamaður Skagafjarðar

  1. Farið yfir fyrirkomulagið. Arnrún mun biðja framkvæmdastjóra að kalla eftir tillögum aðildarfélaga.

 6. Önnur mál

  1. Arnrún leggur til að funda aftur í des.

Næsti fundur boðaður 18.des. kl. 17

Ekki fleira rætt. Fundi slitið 18:15

31. október 2017 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þorvaldur, Fjóla og Thelma.

Dagskrá stjórnarfundur:

 1. Sambandsþing UMFÍ, 14.-15. október að Hallormsstað.

  1. Kynning þinginu

  2. Gunnar sjálfkjörinn í varastjórn UMFÍ

  3. Frekar “skrautlegt” þing

 2. Samstarfssamningur UMSS og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

  1. Lagt til að skrifa undir við afhendingu viðurkenningu 

 3. Fyrirmyndarhérað ÍSÍ

  1. Arnrún kynnti verkaskiptingu við vinnuna

  2. Siðareglur UMSS þarf að vinna 

  3. Arnrún er að vinna þetta 

 4. Úthlutunarreglur UMSS á styrkjum til aðildarfélaga.

  1. Þorvaldur finnur eldri reglur og sendir á Thelmu

 5. Önnur mál

  1. Lottó úthlutun rædd. Lagt til að taka þetta upp á næsta ársþingi UMSS

  2. Formannafundur ÍSÍ 17. nóvember í Laugardaldshöllinni

   1. Fjóla og Thelma fara fyrir okkar hönd

Næsti fundur boðaður 28.nóv. kl. 17

Ekki fleira rætt. Fundi slitið 18:00

5. september 2017 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Þórunn, Þorvaldur, Thelma og Fjóla.

Dagskrá stjórnarfundur:

 1. Viðar verkefnastjóri hjá ÍSÍ kynnti hugmyndina af fyrirmyndarhéruðum ÍSÍ. Uppi er hugmynd innan UMSS um að sækjast eftir viðurkenningu sem fyrirmyndarhérað ÍSÍ.

 2. Viðar fjallaði jafnframt um breytingar á Felix og þau vandkvæði sem komu upp við þær breytingar.

 3. Unglingalandsmót UMFÍ

  1. 85 keppendur

  2. 42 verðlaun

  3. Fengum fyrirmyndarbikar UMFÍ

  4. Engir hnökrar og allt gekk vel.

  5. Þarf að halda áfram að byggja upp stemmningu á tjaldsvæði UMSS, almenn ánægja með tjaldsvæðið og “tjaldið”.

  6. Rauðu peysurnar gerðu sitt gagn.

 4. Fundur með framkvæmdarnefnd Landsmóts UMFÍ 2018 haldinn í Húsi frítímans 28. ágúst.

  1. Ómar Bragi kynnti það skipulag sem nú er búið að vinna

 5. Sambandsþing UMFÍ, haldið á Hallormsstað 14.-15. október 2017

  1. Fjóla, Arnrún, Þórunn og Thelma fara.

 6. Formannafundur ÍSÍ haldinn 17. nóvember. Thelma og Arnrún fara fyrir okkar hönd.

 7. Sýnum karakter, ráðstefna. Fulltrúar okkar verða Thelma Ösp Einarsdóttir og …

 8. Önnur mál:

  1. Thelma renndi yfir vinnu við heimasíðu UMSS.

Næsti fundur boðaður 27. sept. kl. 17

Ekki fleira rætt. Fundi slitið 19:00

27. júní 2017 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Arnrún, Gunnar og Þorvaldur.

Dagskrá stjórnarfundar:

 1. Formaður fór yfir formannafundinn. Ágætis mæting. Helsta áhyggjuefnið er fækkun iðkenda, sérstaklega hjá strákum. Stefnt að átaki í haust við að fjölga iðkendum. Athuga með aðkomu sveitarfélagsins. Eitt umræðuefnanna var aukið samstarf milli deilda. Einnig var kallað eftir aukinni aðkomu sveitarfélagsins er kemur að styrkjum, þar sem hlutfall útgjalda til málaflokksins hefur minnkað undangengin ár.

 2. Landsmót 2018

 3. ULM UMFÍ 2020

  1. Þorvaldur fór með umsókn UMSS fyrir mótið. Kynning gekk ágætlega en niðurstaðan liggur fyrir á næsta ULM.

  2. Umræða um keppnisstaði.

 4. Ferð á danska landsmótið. Þorvaldur og Gunnar segja frá ferðinni á næsta fundi.

 5. Önnur mál:

  1. Gunnar sagði frá vorfundi ÍSÍ sem hann sótti í byrjun maí.

  2. Sýnum karakter. Ráðstefna í haust á vegum ÍSÍ og UMFÍ þar sem 2 fulltrúar. 29. september.

  3. Gunnar nefndi að við þyrftum að kjósa okkur fulltrúa á þing ÍSÍ á ársþingi UMSS. 

  4. Formaður mun hafa samband við ákveðinn einstakling sem yrði fulltrúi UMSS í Ungmennaráði Sveitafélagsins Skagafjarðar.

  5. Gæðakerfi ÍSÍ. Gunnar óskaði eftir samtali við Viðar, fulltrúa ÍSÍ á Akureyri, þar sem hann ynni með okkur einhverskonar gæðagreini fyrir starfið okkar.

Ekki fleira rætt. 

Fundi slitið 17:35.

24. maí 2017 - Stjórnarfundur UMSS

Dagskrá stjórnarfundar:

 1. Frjálsíþróttaráð UMSS; Stjórnarmeðlimir í frjálsíþróttaráði, Margrét Björk og Sigurður Arnar mættu á fund og kynntu málefni deildarinnar
 2. Umsókn vegna Unglingalandsmóts UMFÍ 2020
 3. Umsókn tilbúin og verður send UMFÍ föstudaginn 26. maí.
 4. Skipulag formannafundar 7. júní
  1. Fundi frestað til 8. júní. Kynning á Nóra og Frjálsíþróttaráð einnig boðað.
 5. Hreyfivika UMFÍ 29.maí – 4. Júní
  1. Thelma er búin að vera í sambandi við einstaklinga um að halda námskeið.
 6. Vefsíða
  1. Komið tilboð frá Stefnu um uppsetningu á síðunni. Rætt um að kanna möguleikann á að endurskoða tilboðið. Framkvæmdastjóra falið að kanna hverjir settu um síðu Skagfirðings.
 7. Jakkar - Unglingalandsmót
  1. Framkvæmdastjóri UMSS hefur leitað fanga undir þessum lið og komin með sýnishorn til að vinna með. Framkvæmdastjóra falið að vinna málið frekar.
 8. Önnur mál
  1. Húsaleiga felld niður í mán. vegna framkvæmda.
  2. Greiðslur úr afreksmannasjóði

Næsti fundur 27. maí kl. 17

Fundi slitið 18:36

18. desember 2016 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Gunnar, Þorvaldur, Sigurjón, Þórunn og Thelma.

 1. Húsaleiga UMSS

  1. Hafa verið vandræði með greiðslur húsaleigu frá hendi UMSS á skrifstofuaðstöðu að Víðigrund.

  2. Thelma hefur verið í samskiptum við Margeir og Helga Frey vegna málsins.  

  3. Thelma ræðir málið einnig við Rögnu Hjartar.

 2. Ársþing UMSS

  1. Thelma heyrir í Bílaklúbbnum varðandi þingið. Stjórn UMSS leggur til sunnudaginn 12. mars.

  2. Thelma kallar eftir skýrslu formanns og deilda.

  3. Skýrslur deilda eru forsendur styrkveitinga vegna barna og ungmennastarfs.

 3. Landsmót UMFÍ 2018

 4. Afreksmannasjóður

  1. Thelma lagði fram styrkbeiðni í afreksmannasjóð fyrir árið 2016. 

  2. Umræður um úthlutunarreglur. Hverja á að styrkja? Við hvað ber að miða? 

  3. Stjórn UMSS leggur til að reglur sjóðsins verði endurskoðaðar á næsta Ársþingi UMSS. Sbr. aldur umsækjanda og upphæð hverrar umsóknar.

  4. Hugmynd um að auglýsa eftir styrkþegum. Tillaga þess efnis lögð fyrir á Ársþingi.

 5. Nóri

  1. Thelma fór yfir stöðu mála. Formenn deilda boðaðir til fundar n.k. mánudag 23. janúar þar sem Nóri verður kynntur þeim.

 6. Önnur mál

Fundi slitið.

12. desember 2016 - Stjórnarfundur UMSS.

Mættir: Sylvía, Gunnar, Þorvaldur, Sigurjón og Thelma.

 1. Nýr framkvæmdastjóri kynntur til leiks. 

 2. Framkvæmdastjóri ræddi sín fyrstu verk sem að mestu hafa snúist um að komast inn í starfið og helsta starf….

  1. Framkvæmdastjóri

  2. Mun nota tölur úr Felix 

  3. Vantar aðgang að Facebook

 3. Fram kom að athöfnin UMFT fer fram 22. des. Stjórn UMSS óskar eftir að framkvæmdastjóri leiti skýringa hjá formanni UMFT hvers vegna þessi athöfn fari ekki saman við athöfn UMSS líkt og undanfarin ár.

 4. Íþróttamaður UMSS var ræddur. Athöfnin fer fram í Húsi frítímans fimmtudaginn 29. des. Framkvæmdastjóri hefur sent út beiðnir til formanna deildanna skili greinagerðum fyrir 15. des. um tilnefningar. Formenn deilda kallaðir til fundar 27. des. þar sem íþróttamaður UMSS verður kosinn.

 5. Mikilvægt að óskað sé eftir meiri virkni deilda, hvað er um að vera.

 6. Önnur mál

  1. Hlutverk stjórnar UMSS rætt.

  2. Mikilvægt að einhver frá sveitarfélaginu komi á hófið og haldi smá tölu.

Fundi slitið.

17. október 2016 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sylvía, Gunnar, Þorvaldur og Þórunn.

 1. Gunnar ætlar af taka til í gagnasafni UMSS. Advania ætlar að styrkja UMSS um aðgang að 365 office pakka sem veitir stjórninni aðgang að gögnunum. Gunnar sagðist vera kominn með aðgang að heimasíðu UMSS. Finna þarf einstakling til að sinna því starfi.

 2. Gunnar kynnti lauslega fjárhagsstöðu UMSS. Staðan góð, en komið að ákveðnum skuldadögum.

 3. Sylvía gaf frá sér administration aðgang að Facebookarsíðu UMSS.

 4. UMFÍ þrýstir á að fundinn verði framkvæmdastjóri og starfshópur vegna Landsmóts UMFÍ 2018. Stjórn UMSS leggur til að Gunnar verður fulltrúi hennar í starfshópnum.

 5. Sylvía bar upp nafn einstaklings í starf framkvæmdastjóra. Umræður spunnust um þetta og nokkur nöfn voru borin upp. Ákveðið var að auglýsa eftir einstaklingi í næsta Sjónhorni.

 6. Auglýsing:

 • Ungmennasamband Skagafjarðar leitar að einstaklingi í starf framkvæmdastjóra.

 • Viðkomandi þarf að vera tilbúinn að vinna á sveigjanlegum vinnutíma.

 • Starfið hentar jafnt konum og körlum.

 • Upplýsingar um starfið veitir Þorvaldur Gröndal í síma 660-4639 eða á valdi@skagafjordur.is

 

Þar sem enginn starfandi framkvæmdastjóri er eins og er skulu erindi berast formanni UMSS Þórhildi Sylvíu Magnúsdóttur 861-7993.

Næsti fundur ákveðinn 24. október kl. 18. Ekki fleira rætt. Fundi slitið.

8. júní - 2016 Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sylvía, Gunnar og Þorvaldur.

 1. Skipan gjaldkera. Erfiðlega hefur gengið að fá einhvern til að taka starfið að sér. Gunnar Gestsson hefur boðist til að taka þetta að sér. Undirritað umboð til úttektarheimildar fyrir Gunnar á reikninga UMSS.

 2. Stjórnarfundur UMFÍ frá 3. júní ræddur þar sem UMSS sótti um ULM UMFÍ 2019. Dúfa kynnti okkar málstað og gekk það vel.

 3. Greiðslur til framkvæmdastjóra UMSS í fæðingarorlofi ræddar. Gunnar mun kanna þau mál frekar.

 4. Gunnar mun færa UMSS póstinn og innri síðurnar í Office 365 sem þýðir að öll stjórn UMSS mun hafa aðgang að öllum skjölum og samskiptum við UMSS. Í framhaldi mun vefsíðan tekin til endurskoðunar.

 5. Landsmót UMFÍ 2018. Þorvaldur kynnti að UMFÍ hafi sent sveitarfélaginu bréf þess efnis að UMSS hafi verið úthlutað mótið 2017 en því svo frestað til 2018. Byggðarráð samþykkti að styðja UMSS við undirbúning móts 2018.

 6. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ. Hver er staðan og hver heldur utan um? Þorvaldur kannar málið.

Fundi slitið.

5. apríl 2016 - Stjórnarfundur UMSS með stjórn UMFÍ

Mættir: Sylvía, Þorvaldur, Ómar Bragi, Haukur og Auður.

Formaður UMFÍ fór yfir hugmyndir UMFÍ v. landsmóts 2018.

Fundi slitið.

9. mars 2016 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Þórhildur Sylvía, Gunnar, Þorvaldur og Steinunn Rósa.

 1. Starf framkvæmdastjóra. Rætt um stöðuna og hvort gera eigi breytingar á starfinu. Mikilvægt að hafa alla hluti uppá borðum, sbr. starfslýsingu og fl. Þorvaldur fær heimild til að kanna málið.

 2. Sylvía fór á stjórnarfund UMFÍ 4/3. Skilaboðin þaðan eru að UMSS þarf að skipuleggja sitt “bakland” í aðdraganda Landsmóts UMFÍ 2018. 

 3. Breyting á þingskjali 9, stofna undirbúningsnefnd vegna Landsmóts 2018. Víxla þingskjali 11 og 13.

 4. Farið yfir tillögur fyrir stjórnarkjör UMSS.

 5. Gjaldkeri kynnti niðurstöðu ársreiknings 2015. Reikningur sendur í tölvupósti.

 

Ný stjórn UMSS:

Sylvía Magnúsdóttir ( formaður )

Þorvaldur Gröndal (ritari)

Gunnar Gestsson ( gjaldkeri )

Arnþrúður Heimisdóttir

Sigurjón Þórðarson ( varamaður)

Ekki fleira rætt. Fundi slitið.

27. janúar 2016 -Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sylvía, Steinunn Rósa, Guðmundur, Gunnar og Þorvaldur. Framkvæmdastjóri UMSS.

Dagskrá:

 1. Formannafundur

  1. Formenn deilda innan UMSS boðaðir á fund í Húsi frítímans, fimmtudaginn 18. febrúar kl. 19.

  2. Fundarefni verður starf stjórnar, skýrslur, uppfært félagatal.

  3. Stjórnir beðnar um að skila inn fundargerðum reglulega.

 2. Skýrslur deilda

  1. Framkvæmdastjóri UMSS 

 3. Ársþing UMSS

  1. Rætt um að stjórn UMSS þurfi að fara að huga að stjórnarkjöri.

  2. Lagt til að þingið verði haldið sunnudaginn 13. mars.

  3. Siglingaklúbburinn Drangey er gestgjafi þingsins.

 4. Unglingalandsmót UMFÍ

  1. Lagt til að sótt verði um ULUMFÍ 2019 á næsta ársþingi.

 5. Samstarfssamningur UMSS og sveitarfélagsins

  1. Rætt um að boða stjórn UMSS á fund, þar sem samningur er kynntur. Lagt til skrifað verði undir samninginn á næsta ársþingi UMSS.

 6. Önnur mál

  1. Bygging nýrrar sundlaugar rædd. Skemmtilegar umræður.

 

Ekki fleira rætt. Fundi slitið.

16. september 2015 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir; Dúfa, Jón Daníel, Sylvía, Sigurjón, Þorvaldur og Guðríður.

 1. Sambandsþing UMFÍ
  1. Jón, Sigurjón og Sylvía eru skráð á Sambandsþing UMFÍ sem hadið verður 17.-18. október á Vík í Mýrdal. Sylvía nefndi að nefna þarf á sambandsþingi ULM 2015 á Akureyri, drykkju foreldra og fleira.
 2. Bréf frá Gunnari Sigurðssyni
  1. Ákveðið að greiða skráningargjald fyrir Bikarkeppni 15 ára og yngir en frjálsíþróttaráð eða börnin sjálf greiði bensínkostnað.
 3. Hreyfivika
  1. Dúfa og Þorvaldur fóru yfir hvað verður um að vera og kynntu fyrir stjórnarmönnum hvernig þetta fer fram.
 4. Önnur mál
  1. Þorvaldur nefnir að búið er að smþykkja skýrslu starfshóps um fjölnota íþróttahús. Var samþykkt í fél og tóm og vísað til Byggðarráðs.

Fundi slitið.

18. ágúst 2015 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sigurjón Þórðarson, Sylvía og Steinunn Rósa.

 1. Bréf frá Gunnari Sigurðssyni;
  1. ákveðið að taka ábendingar til greina og miða að því að nota þær til undirbúnings fyrir næsta unglingalandsmót í Borgarnesi 2016.
 2. Unglingalandsmót 2015 rætt;
  1. Stjórn UMSS þakkar Eyfirðingum fyrir góðar móttökur og glæsilegt íþróttasvæði en telur að unglingalandsmót og útihátíð fari ekki vel saman um verslunarmannahelgi.
 3. Samingur við Sveitarfélagið Skagafjörður er ekki enn frágengin og undirritaður, þ.e. styrkveiting við íþróttahreyfinguna. Ákveðið að bjóða Akrahreppi að gerast aðila að samningunum.
 4. Því beint til Sveitarfélagins Skagafjarðar að leita verið til Sundsambands Íslands með ráðgjöf vegna fyrirhugaðar endurbyggingar Sundlaugs Sauðárkróks, þannig að laugin nýtist sem best við hefbundið mótahald s.s. Unglingalandsmót UMFÍ.
 5. Ákveðið að hvert ráð þ.a. hestíþrótta- og frjálsíþróttaráð fái 200.000 kr. hvort í ár.

Fundi slitið.

10. júní 2015 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir; Steinunn, Guðmundur, Sylvía, Sigurjón og Gunnar.

 1. Ómar Bragi kemur með smá hugmynd um hvort áhugi sé fyrir að taka Landsmót 2017. Mjög opið og ræður alveg.
  1. Er þetta eitthvað sem við getum hugsað okkur?
 2. Styrkur Sveitarfélagsins.
  1. Velta þessu yfir til sveitarfélagsins, hvernig var þetta gert í fyrra. Þeir vinni styrkveitingar eftir þeim tölum sem eru í skýrslunum. Þau félög sem ekki hafa skilað inn skýrslu fá ekki styrk, fyrr en þau skili skýrslunni. Ef þau skila ekki skýrslunni þá gengur styrkurinn til UMSS.
 3. Guðmundur Þór kom með fyrirspurn um hvort búið væri að ákveða hve mikla peninga hestamanna og frjálsíþróttaráð fái. Spurning hvað peningar frá Sveitarfélaginu renni í þessi ráð og Unglingalandsmótssjóð, en ekki til sjórnar UMSS. Þar sem ekkert unglingastarf er hjá stjórn UMSS.

Fundi slitið.

13. maí 2015 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sylvía, Steinunn, Þorvaldur, Gunnar og Guðmundur.

 1. Undirbúningur vegna umsóknar um Unglingalandsmót 2018. Sylvía sendir á Ástu sveitastjóra tölvupóst.
 2. Héraðsmót;
  1. Sunddeild Tindastóls; hefur haldið mót 17. júní.
  2. Frjálsíþróttamót og hestamót; viðkomandi ráð hafa séð um það.
  3. Spuning hvort eigi að halda Héraðsmót í frjálsum eftir að Frjálsíþróttaskólinn hefur verið haldin í lok júní, eða tenga það skólanum og frístundarstræðu í miðri viku, tvö kvöld að sumri.
 3. Virk börn;
  1. Bogfimi og skotfimi eru góðar leiðir til að ná þeim í íþróttir. Standa sig vel í því.
  2. Þjálfarar fái þjáfun í að tækla þennan hóð barna, grunnnámskeið í sálgæslu.
 4. Húsaleiga;
  1. Athuga hvort húsaleiga hafi verið uppreiknuð vísitölutengt. Rúnar Vífilsson.
 5. Frjálsíþróttaæfingar;
  1. Rætt hvort samræma ætti æfingar á milli félaga, t.d. rútuferðir 1x í viku hér á Krók.
 6.  Fundagerðir;
  1. Stjórn UMSS óskar eftir fundargerður frá ráðum UMSS og þær verði teknar fyrir á stjórnarfundum.
 7. Fjármagn inn í ráðin;
  1. Ath. fundargerðir - upphæðir. Kemur fram í þinggögnum frá Hofsósi.
 8. Skrifstofa;
  1. Rætt viðvera starfsmanns og hvernig hægt væri að koma því við að formaður sjái tölvupóst og geti svarað síma ef ekki næst í framkvæmdastjóra.

Fundi slitið.

4. febrúar 2015 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir;

 1. Unglingalandsmót UMFÍ 2014
  1. Bréf barst frá Sigurjóni Leifssyni.
  2. Rekið hvað aðildarfélög fá í styrk frá mótinu.
  3. Farið yfir kostnað og tekjur
  4. Ákveðið að halda fund með landsmótsnefnd og Ómari Braga Stefánssyni landsfulltrúa UMFÍ.
  5. Skrifa skýrslu um kosti og galla mótsins.

6. nóvember 2014.

Mættir: Þórhildur Sylvía Magnúsdóttir, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, Steinnun Rósa Guðmundsdóttir, Guðríður Magnúsdóttir, Jón Daníel Jónsson og Þorvaldur Gröndal.

 1. Íþróttamaður ársins. Ath. með að send póst á alla fyrir tilnefningar og að viðtakendur skil fyrir desember.
 2. Fá skýrslu svo hægt sé að dreifa styrk fyrir unglingastarfið
 3. Finna styrktaraðila til að styrkja, til að kaupa nýjan bikar. Heyra í bankanum.
 4. Unglingalandsmótsnefnd.
  1. Það klúðraðist á að fá styrk frá Lýðræðissjóði aðeins minni innkoma út af því. Minnkar þá aðeins styrkirnir til aðildarfélaganna. 
  2. Komið var með fundargerð yfir Unglingalandsmótið frá Sveitarfélaginu
  3. Halda áfram að byggja upp tjaldsvæðið sem notað er á Unglingalandsmótinu.
  4. Byrjað frekar seinnt að ræða við styrktaraðila fyrir Unglingalandsmótið.
 5. Dúfa fór á fund Framkvæmdfundar hjá ÍSÍ. Þar sem farið var yfir og knnt það sem er framundan og hvað verður. Sýnt kynningarmyndband sem fór fyrir hjartað á fundarmönnum. Vilja koma öllum að fyrirmyndarfélaginu.
 6. Dúfa fór á Sambandsráðsfund UMFÍ, tillögur voru ræddar, bar mest á þakkarræðum. Nokkar tillögur, engin reglugerð til um að Stóra Landsmótið vilja ganga frá því. Vetrarlandsmót 2016 á Ísafirði var samþykk, en á ekki að vera körfubolti eins og er nema þeir leysi það sín á milli. Þarf að klára umræðuna um bandalögin. Hvort þeir eigi að koma inn. Við viljum helst komast í rútínu með Unglingalandsmótin en vera sem minnst í Stóra Landsmótinu.
 7. Skýrslur sendar út.

Fundi slitið.

 

8. maí 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Jón Daníel, Steinunn, Sylvía, Gunnar, Dúfa og Guðmundur Þór.

 1. Steinnun: Bankaskipti yfir í Sparisjóðinn, styrkur.
 2. Nefndarmál;
  1. Frjálsíþróttaráðs; Jón ræddi við Sigurjón, ætlar að setja Guðríði í þetta ráð. Sylvía að ræða við einhvern austan vatna og finní einhvern í ráðið. Ræða við Hjalta. Guðmundur Þór ræðir við Smára, fær jafnvel 2 í þetta.
  2. Öldungarráð; Helga Sigurbjörnsdóttir búin að finna 2 í Öldungarráð.
  3. Landsmótsnefnd; Jón ætlar að fá Ásbjörn til að koma í þá nefnd.
 3. Styrkir til ráða UMSS
  1. Hestamannaráð; Mót í næstu viku, vantar styrk frá UMSS.
  2. Frjálsíþróttaráð; styrkur ekki vitað hve mikill.
 4. Samstarfssamningur við Sveitarfélagið;
  1. Dúfa klára það dæmi og kíkja betur á eineltissamninginn til að nota í samskipti íþróttafélag og skóla.
 5. UMFÍ;
  1. Siggi frá UMFí vill koma næsta þriðjudag með boccia og ringó til að efla þátttöku 50+ á svæðinu.

Fundi slitið.

3. apríl 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Rúnar, Guðmundur Þór, Jón Daníel.

 1. Búningamál. Ákveðið var að hætta viðskiptum við Jako og kaupa af Jóa Útherja, kaupa rauða hálfrenda stakka.
 2. Mætingar á fundi. Einstakir stjórnarmenn hafa mætt illa á fundi. Rætt verður við formenn viðkomandi félaga um málið.
 3. Ráð UMSS. Þarf að skrifa erindi/bréf fyrir bæði ráð að stofnaðir verði reikningar í nafni ráðanna í sparisjóðnum.
 4. Atvinnuvegssýning Skagafjarðar. UMSS komi að sýningunni með UMFÍ. Taki bás saman. Samþykkt að taka þátt. Búningakynning.
 5. Koma nefnd á laggirnar sem undirbýr lið UMSS fyrir keppnir á landsmótum. Formaður tekur það að sér.

Fundi slitið.

10. mars 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Dúfa, Guðmundur Þór, Jón Daníel, Þorvaldur, Haraldur Þór og Þórhildur Sylvía.

 1. Sett niður í embætti.
 2. Rætt um búninga, Dúfa athuga verð og fleira í sambandi við búninga.
 3. Rædd voru tölvumál
 4. Fyrstu fimmtudagar í mánuði verða fastir fundir allavega fram á sumar.
 5. Hestamót sem eru framundan hjá Hestamannafélaginu. Skráningargjöld og verð á hverja grein útaf fyrir sig.
 6. Frjálsíþróttaráð, hugmyndir hverjir eigi að koma að því
 7. Ný stjórn hjá Ungmenna og íþróttafélginu Smára.
 8. Endurskoða leigumál.

Fundi slitið.

24. febrúar 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Jón Daníel, Rúnar, Haraldur og Pétur.

 1. Fjárhagsáætlun. Reikningar samþykktir og fjárhagsáætlun samþykkt að leggja fram á þingi.
 2. Breyting á reglugerð Lottó. Taka 4% af 20% mætingu og skila og búa til Velferðasjóð (Samstarf milli Sveitarfélagins, UMFT og UMSS).
  1. 5% afreksmannasjóður UMSS
  2. 5% Landsmótssjóður
  3. 4% Velferðarsjóður
  4. 25% Rekstur UMSS
  5. 20% félagsmenn
  6. 25% iðkendur
  7. 16% mæting á árskin, skil á gundvallar upplýsingum s.s. árskýrslu og reikninga til UMSS
 3. Tillögur ræddar. Sjá fylgiskjal.

Fundi slitið.

6. febrúar 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Dúfa, Guðmundur Þór, Rúnar, Sigurjón,  Jón Daníel og Gunnar Þór.

 1. Guðmundur bað um orðir, ræddi um pistill sem hann þarf að skila í árskýrslu. Leggja fram tillögu á þingi, ráð séu fjárhagslega sjálfstæð.
 2. Rúnar talar um að sikta um banka. Sjórn ákveður að færa all yfir úr Arion banka í Sparisjóðinn.
 3. Vegna barna og unglingastarf, skila skýrslu. Senda dæmu um hana á alla nema Tindastól. Best um barnastarfið senda dæmi hvernig Golfklúbburinn sendir þær.
 4. Hvatapeningur. Sveitarfélgið vill að þetta sé fyri alla, ekki ibara þau sem eiga börn í TÍM.
  1. Leggja fyrir þing hvernig sé best að skipuleggja þetta. Er best að láta foreldra hafa 10.000 kr. sem það getur niðurgreitt fyrir hvert barn.
  2. Geta foreldar farið með kvittun í Sveitarfélagið og fengið endurgreitt, þegar búið er að borga æfingargjöld.
  3. fá niðurgreitt sama í hvernig tómstund þúr ert í. Þarft ekki að æfa 3 greinar til að fá Hvatapening.
  4. Fá frá sveitarfélaginu. Hverning þeir sjá þetta fyrir sér. 2-3 leiðir.
 5. Búningamál
  1. Tillaga hverning á þetta að vera. Koma með tvær útfærslu hvort og þá hvernig.
 6. Tillaga um Lottóskipingu og skiptingu styrkja frá Sveitarfélaginu.
  1. Athuga með að bjóða íþrótta og tómstundarfulltrúa að sitja fund í stjórn UMSS.
 7. Rúnar ræddi um UFA reikning (frjálsar). Gera Frjálsíþróttaráð fjárhagslega sjálfstætt.
 8. Styrkur. Fyrsta greiðsla sé óbreytt og svo sé endurskoðaða eftir þing. 10.000.000 kr. úthlutað býður inn á UMSS.
 9. Velferðarsjóður - breyttist í Landsmótssjóð. Hvað á UMSS að borga í hann? Jón ætlar að ræað það við Ingu. 250.000 kr. kynna á þingi.
 10. Afreksmannasjóður, úthlutað hefur verið úr honu. Allir þeir sem sækja í hann sækja einnig í Minningarsjoð Rúnars Björnssonar  og hjá sveitarfélaginu. Hugmynd um að sameina sjóðina og láta hann heita Minningarsjóður Rúnars Björnssonar. Allir sammála að fara í frekari umræðu um sameiningu. Ræða frekar við Sveitarfélagið.

Fundi slitið.

25. janúar 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Jón Daníel, Guðríður, Gunnar, Rúnar, Haraldur og Dúfa.

 1. Lottóskipting, Rúnar uppfærir fund um lottóskiptingu. Farið yfir tölur, allt útskýrt. Skuld kemur upp í. Samþykkt að senda þett út eins og það er. Lagt til að gerð verði tillaga um 20% og lagt fyrir ársþing. Tillaga um það verði tilbúin fyri næsta ársþing. Unnin á vinnufundi.
 2. Ráð innan UMSS. Eru tvö, Hestaíþróttaráð og frjálsíþróttaráð. Hestaráð virkar, fundar og ýmislegt að gerast. Frjálsíþróttaráð virkar hins vegar ekki. Það verður að koma tillaga fyrir þing. Gera þessi ráð fjárhagslega sjálfstæð. Fái ákveðna upphæð og safna svo fyrir rest sjálfir. Rætt um hvernig þessi ráð eru mönnuð (þjálfara og foreldrar). Funda með ráðum eftir ársþing. Finna hvort það séu til reglugerðir um hvað hvert ráð á að gera.
 3. Búningamál. Rætt við Stamo og Errea. Rætt um fjármögnun. KS, Fisk, Landsbanki og ýmsir aðrir möguleikar ræddir. Hugmynd, hafa jakkan inn í þegar krakkar skrá sig og ekk niður greiða gjald á unglingalandsmótið. Dúfa athuga með gallatilboð frá Stamo.
 4. Tillögur. Aukið samstarf og eða sameining. Stofna nefnd UMSS sem hefur með landsmót að gera, gæti tekið að sér að taka þátt í verkefnum UMFÍ. Virkja fók í þessar nefndir. 2 nefndir, landsmótsnefnd og almenningsíþróttanefnd. Reglur um ráð. Laganefnd, þarf lagabreytingu? Eru einhverjar reglur sem þarf að breyta? t.d. Íþróttamenn Skagafjarðar.
 5. Styrkur frá sveitarfélaginu. Rætt hvernig honum erskipt. Það þarf að laga eitthvað.

Fundi slitið.

8. janúar 2014 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Dúfa, Rúnar, Guðmundur Þór, Gunnar Þór Gestsson, Jón Daníel og Sigurjón.

 1. Skipuleggja næsta fund. Vunnufundur næst fyrir ársþing. Heyra í  Hestamannafélaginu Svaða, þeir eru staðhaldarar fyrir næsta ársþing. Finna þingforseta, Jón talar við Gunnar. Rúnar talar við Unnar um að vera þingritari.
 2. Áætla að þing verði 2. eða 9. mars. Ákveðið 2. mars. Láta UMFÍ og ÍSÍ vita. Send tillögur af merkjum til UMFÍ og ÍSÍ.
 3. Skipting lottó go skipting styrks frá sveitarfélaginu, 10.800.000 kr. Rætt um hvernig skipta eigi. Hvað er sanngjarnt. Smiða tillögur á næsta fundi hvernig skipt. Rúnar kemur með útprent. Rætt næst. Skoða lottóreglugerð.
 4. Dúfa mætir með búningamál tilbúin fyrir næsta fund.
 5. Ræða á þinginu að UMSS haldi 2.000.000 kr. eftir af styrknum frá Sveitarfélaginu. Til að eiga ef óvænt útgjöld komi. Ef ekkert óvænt kemur eru þessar 2.000.000 kr. sendar út seinna (tillaga).
 6. Láta öll aðildarfélög vita, skila þarf inn pistli í ársskýrslu UMSS.
 7. Auka stjórnarfundur um skiptingu styrkja 22. janúar.
 8. Fundir færðir yfir á fyrsta fimmtudag í mánuði.
 9. Allir að skila inn greinagerð á styrkjum fyrir 23. janúar. Úthlutun styrkja miða við að búið sé að skila.

Fundi slitið.

11. desember 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Jón Daníel, Rúnar, Guðmundur Þór og Dúfa.

 1. Afrekssjóðsnefnd fundaði, afgreitt 3 umsóknir. 
  1. Pétur Rúnar Birgisson, tillaga 100.000 kr. Samþykkt.
  2. Þóranna Sigurjónsdóttir, tillaga 50.000 kr. Samþykkt
  3. Björn Margeirsson, tillaga 50.000 kr. Samþykkt.
  4. Samþykkt að Rúnar Vífilsson fái restina inn í rekstur UMSS.
 2. Íþróttamaður Skagafjarðar. Panta eignabikar fyrir íþróttamann ársins, bæta við skjölum fyrir lið ársins og þjálfara ársins.
 3. Kosning fyrir íþróttamann ársins fer fram mánudaginn 16. de. í Hús frítímans.
 4. Íþróttamaður ársins er svo tilnefndur föstudaginn 27. des. í Hús frítímans.
 5. Rúnar fékk heimild til að far með reikninga til endurskoðenda.
 6. Boða Ástu, Herdísi og Bjarna frá Sveitarfélaginu á Íþróttamann Skagafjarðar.
 7. Auglýsa í Feykir Íþróttamann Skagafjarðar

Fundi slitið.

6. nóvember 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Guðmundur Þór, Jón Daníel, Rúnar, Haraldur, Dúfa, Sigurjón og Guðríður.

 1. Reikningar. Farið yfir reikinga frá Frjálsíþróttadeild Tindastóls og FRÍ. Þarfnast breytinga. Sumt borgað, annað sent á Frjálsíþróttaráð UMSS.
 2. Reikningar frá Hótel Stykkishólmi. Athuga hvers vegna borgað 9.000 kr en ekki 6.000 kr. eins og samið var um. Dúfa athugar. Hefur samband við Rúnar um framhaldið.
 3. Ársþing UMSS, hver á það af fara fram og hver á að fara fyrir því. Lottó, hugsa tillögur. Finna % úthlutun styrkja, (Dúfa) frá sveitarfélaginu. Athuga tímasetningu hefur verið í mars, má vera fyrr?
 4. Finna félagtal og iðkendur hvers félags (FELIX). (Dúfa) fyrir lottótekjur (úthlutun).
 5. Ef einhver peningur verður eftir Unglingalandsmót, hvað á að gera við hann. Á UMSS að eiga eitthvað af honum. Hvernig á að deila honum. Ef verður.
 6. Íþróttamaður Skagafjarðar. Þarf að senda út til félagnna tilnefningar. Athuga að setja reglu um að menn verið að kjósa fullan seðil svo hann sé gildur, annar ógildur. Hverjir kjósa, formenn og ráðið.
 7. Boðað til fundar með öllum formönnum aðildarfélag UMSS miðvikudaginn 20. nóvember í Hús frítímans.
 8. Umræður um önnur mál, voru rædd.

Fundi slitið.

2. október 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Rúnar V., Jón Daníel, Haraldur Þór og Dúfa.

 1. Rætt var um Sambandsþing UMFÍ sem haldið verður 11.-12. október í Stykkishólmi, UMSS á rétt á 5 mönnum með formanni og lögð er áhersla á að við fyllum okkar tölu.
 2. Unglingalandsmót 2014. Þar er búið að koma saman landsmótsnefnd. Formaður nefndar sér um að kalla nefndina til starfa.
 3. Rætt um fjáröflnun fyrir UMSS vegna Unglingalandsmóts. Ákveðnar aðgerðir í farvegi.
 4. Formður bað um leyfi stjórnar að  til að slíta samstarfi við Símann. Var það samþykkt.
 5. Vallarmál og önnur aðstaða. Kanna þarf búnað og annað fyrir Unglingalandsmótið. Hugsanlega hægt að sækja styrki.
 6. Erindi frá sveitarfélaginu til stjórnar UMSS og UMFÍ til .... . Sjórn UMSS tók vel í erindið og óskar eftir fundi sem fyrst.
 7. Erindi frá sveitarfélaginu til stjórnar UMSS og UMFT varðandi styrki til afreksfólks. Sveitarfélagið hefur áhuga að leggja ákveðna upphæð í afreksmannasjóð félagins og sambandsins. Sjórn UMSS tekur fanandi undir hugmyndina og vonar að þetta komi til framkvæmda sem fyrst.

Fundi slitið.

4. september 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sigurjón, Jón Daníel og Dúfa.

 1. Unglingalandsmótsnefnd. Fundur haldin 9. sept.  Fyrsti fundur nefndar ásamst stjórn UMSS. Rætt var við stjórnir aðildarfélaga UMSS um starfsfólk á ULM 2014.
 2. Íþróttasjóður sækja um styrk. Dúfa sér um það verkefni.
 3. Sambandsþing UMFÍ 12.-13. október. UMSS hefur 4 fulltrúa auk formanns. Kjörbréf verður sent seinna.

Fundi slitið.

7. ágúst 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Rúnar Vífilsson, Jón Daníel Jónsson, Dúfa Dröfn Ásbjörnsdóttir, Guðmundur Þór Elíasson

 1. Rætt um uppgjör landsmóta, upplýsingum og þeim komið til gjaldkera.
 2. Landsmótsnefnd. Formaður kynnti hvernig gengi að mynda stjórnina. Verður klárað fljótlega og komið í hendur á formanni landsmótsnefndar, Halldór Halldórsson.
 3. Fjáráætlanir. Ákveðið að semja bréf sem sent verður til fyrirtækja, stjórnarmenn og framkvæmdarstjóri munu svo mæta í viðtal og tala við forstöðumenn fyrirtækjanna.
 4. Búningamál, mynda nefnd úr öllum aðildarfélögum UMSS um búningamál fyrir næsta Unglingalandsmót. Einnig búningur fyrir Skagafjörð.
 5. Rætt um uppgjör á frjálsíþróttaskóla.

Fundi slitið.

17. júlí 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Rúnar Vífilsson, Sigurjón Leifsson, Jón Daníel Jónsson og Haraldur Þór Jóhannsson

 1. Heiðrún Jakobínudóttir tilkynnir um úrsögn úr stjórn UMSS. 1. varamaður Sigurjón Leifsson tekur sæti hennar sem aðalmaður.
 2. UMFÍ býður það að félagsmenn í UMSS greiði 3.500 kr. við skráningu en UMFÍ reiknar síðan út fjöldan og sendir UMSS reiking fyrir 3000 kr. á hvern sem stjórnin samþykkti á síðasta fundi stjórnar. Stjórnin samþykkir að prófa þetta fyrirkomulag í þetta sinn.
 3. Auglýsa Unglingalandsmótið. Setja auglýsingu í Sjónhornið. Framkvæmdastjóri sér um þetta mál.
 4. Frjálsíþróttaskólinn. Hefst næst mánudag. Árni Geir og Gunni þjálfarar. Árskóli er upptekinn - hugsanlegt að fá Hús frítímans, fáist sem gisting. Skoða þarf gæslu og afþreyingu.
 5. Meistaramót Íslands í fjölþrautum verður haldið nú um helgina 20. og 21. júlí. Meistaramót öldunga í frjálsum íþróttum haldið um sömu helgi.

Fundi slitið .

3. júlí 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Jón Daníel, Gunnar, Guðmundur, Rúnar, Guðríður og Haraldur.

 1. Landsmót UMFÍ
  1. Sigurjón Leifs fararstjóri, Dúfa Ásbjörnsd. framkvæmdastjóri og Guðjón Ingimundar. tjaldbúðastjór. Það fara körfuboltalið, A og B lið kk., 20 frjálsíþróttamenn, fótboltalið kk., 3 í starfsgreinar, 1 í dráttavélaskstur, 1 í jurtagreiningu og 1 í sund.
 2. Framkvæmdastjóri
  1. Dúfa Ásbjörnsdóttir er í 50% starfi sem framkvæmdastjóri sumarið 2013
 3. Landsmót 2015
  1. Kostnaður vegna landsmóts og greiðslur frá UMFÍ og hvað er borgað með þessum aurum
 4. Frjálsíþróttaráð
  1. verkefni frjálsíþróttaráðs
 5. Unglingalandsmót
  1. hve mikið UMSS greiðir á móti í þátttökugjöld á unglingalandsmót. UMSS greiðir 3.000 kr. á iðkanda.
 6. Víðigrund 5
  1. UMFÍ var ekki sátt við hækkun úr 33,3% í 50% eins og til stóð. Flett var upp í Hjalta Þórðar sem minnti að hlutfallið væri 17,5 % UMSS, 17,5% UMFT, 25% Sveitarfélagið og 40% UMFÍ. Spurning um hvað verður gert, en leitað verður að upprunalegum samningi.
 7. Bréf frá Frjálsíþróttasambandi Íslands.
  1. Varðandi tímatökubúnað. Bréf þetta var sent Sveitarfélaginu sem sendi það til UMSS til umsagnar. Kostnaðurinn er 200.000 kr. sem lagt er fram sem styrkur, heildarkostnaður er 12. milljón kr.
  2. Okkar tillaga er að vera ekki með í þessum pakka, þar sem búnaður er til hjá UMSS sem hestamenn nota lika. Ef farið verði í þennan pakka þyrfit að halda úti tveimur tækjum. Rúnar V. ritar bréf til Sveitarfélagins Skagafjarðar og rökstyður það.
 8. Önnur mál.
  1. Bikarmót Norðurlands í hestaíþróttum - spurning um endurvakningu á því móti
  2. Rúnar V. nefnid að gera skipunarbréf fyrir Dúfu framkvæmdastjóra UMSS.
  3. Heimasíða UMSS, hýsingaraðilar o.fl.

Fundi slitið

2. júní 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Guðríður, Jón Daníelsson, Gunnar Þór, Rúnar V., Sigurjón Leifs. og Guðmundur

 1. Rætt um Frjálsíþróttaskólan sem er á vegum UMFÍ
 2. Frjálsíþróttaráð, manna ráðið, Inga Jóna Sveinsdóttir, Sigurjón Leifs, Friðrik Steinsson og Gunnar Sigurðsson.
  1. Rætt fjármál ráðsins og hvort ekki eigi að leggja frjálsíþrótta- og hestaíþróttaráð niður og legg til að samráðsnefnd verði til í staðin.
  2. Kostnaður við "Þristinn" er þriðja hvert ár - rætt um fasta fjárhæð
 3. Starfsmannamál fyrir sumarið og jafnvel árið, rætt um Dúfu Ásbjörnsdóttir, ath. laun.
 4. Húsaleigumál, hlutfall skiptingu á leigu verði skv. samningi er leigan 115.000 kr. m/vísitölu + rafmagn 5.000 kr. + þrif 4000 kr., hitaveita 5.000 kr. = 130.000 á mánuði. UMFÍ greiðir 50%, UMSS 25% og UMFT 25%. og þetta verði tengt vísitölu byggingar. ath. með tryggingar
 5. Landsmótsnefnd
  1. komnar tillögur um nöfn
  2. rætt um skráningar á landsmót og greinar
  3. Sigurjón býður sig fram í fánaberaá stóra landsmóti og tjaldbúðastjóra á unglingalandsmóti.
  4. Rætt var um kostnað vegna landsmótskeppenda og rætt um að greiða ekki fyrir fæði keppenda, en reyna að fá styrki vegna t.d. morgunmats.
 6. Afreksmannasjóður
  1. samþykt var að ræða um það á ársþingi að sameina sjóðinn með Minningarsjóði Rúnars Inga Björnssonar
 7. Önnur mál
  1. Spurning um fatnaðarmál, fyrir unglingalandsmót, rætt um að sameina galla innanhéraðs,  rætt um að ræða við aðildarfélögin um sameiningu galla og staðlaða liti, umræðuhópur.
  2. rætt um fastan fundartíma, fyrsta miðvikudagskvöldið í mánuðinum kl 20:00
  3. rætt um iðkendur sem önnur félög "taki" til sín án þess að það "gamla" félagið þurfi að samþykja eða viti yfirhöfuð af.
    

Fundi slitið

7. apríl 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir voru Jón Daníel Jónsson, Rúnar Vífilsson og Guðríður Magnúsdóttir

 1. Stjórn UMSS 2013-2014
  1. Jón Daníel Jónsson - formaður
  2. Rúnar Vífilsson - gjaldkeri
  3. Guðríður Magnúsdóttir - meðstjórnandi
  4. Guðmundur - varaformaður
  5. Heiðrún - ritari
 2. Imprað á starfsmannamálum, húsnæði, Landsmóti og fl.

Fundi slitið

22. febrúar 2013 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir voru Sigurjón Leifsson, Rúnar Vífils og Þröstur Erlingsson.

 1. 93 ársþing UMSS
 2. Staða UMSS, Víðigrund 5
  1. Bréf frá Húsfélagi Víðigrund 5 um hækkun á húsaleigu úr 66.00 kr. m/vísitölu í 115.000 kr. m/vísitölu. Ákveðið var að skiptingin yrði 3 jafnir hlutar UMSS 38.333 m/vísitölu, UMFÍ 38.333 m/vísitölu og UMFT 38.333 kr. m/vísitölu. Þetta var tilkynnt UMFT og UMFÍ með tölvupósti og bréflega.
 3. Ákveðið var að velja Sigurjón um að gera árskýrslu og leita til Rögnu Hjartardóttir hjá RH Endurskoðun til að setja upp reikninga ofl.

Fundi slitið kl. 22:00

18. desember 2012 - Fundur Hestaíþróttaráðs og formanns UMSS

Uppskeruhátið Hestaíþróttaráðs UMSS og val á efnilegum börnum og unglingum.

Formenn Hestamannafélaga voru mættir og formaður UMSS.

 1. Formenn skýrðu mál sitt
  1. Jónína Stefánsdóttir form. Stíganda
  2. Úlfur Sveinsson form. Léttfeta
  3. Guðjón Björgvinsson form. Svaða
 2. Ákveðið var samhljóða að ákvörðun Hestaíþróttaráðs stæði, Þórarinn Eymundsson og Magnús Bragi útskýrðu val dómnefndar
 3. Áveðir var að gera endubætur á valinu. Að reikna út stig og árangur á ákveðnum mótum, t.d. ísl. móti, Landsmóti, Fákaflugi og UMSS móti.
 4. Uppskeruhátiðin verði tvískipt, önnur fyrir börn og unglinga og hin fyrir fullorðinsflokk
 5. Fundi slitið kl. 21:00

12. desember 2012 - Kosning Íþróttamaður Skagafjarðar 2012

Mættir voru Sigurjón, Jón Daníel, Rúnar Vífils, Elisabeth Jansen og fromenn deilda og aðildarfélaga UMSS

 1. kosið var um eftirtalin nöfn
  • Metta Camilla Moe Mannseth Léttfeti
  • Helgi Rafn Viggósson UMFT
  • Árný Lilja Árnadóttir GSS
 2. Mette Camilla Moe Mannseth var valin íþróttamaður Skagafjarðar 2012

17. ágúst 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir voru stjórn UMSS og Sigurjón

 1. Vinnulok hjá Elmar Eysteinssyni, var framkvæmdastjóri UMSS sumarið 2012, gengið frá launatengdum gjöldum.

29. júlí 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir voru Elmar og Sigurjón

 1. ULM 2012 á Selfossi, Tjaldbúðastjóri og umsjón þess - Sigurjón ákvað að vera tjaldbúðastjóri
 2. Vinnulok hjá Elmari ákveðin, vinnur í 3 vikur í ágúst
 3. Styrkur og fjármál hjá umss. Ath. með styrk frá KS Menningarsjóði

Fundi slitið kl. 21:00

6. júlí 2012 - Fundur stjórnar UMSS og fulltrúum Sveitafélagsins

Mættir voru Elmar og Sigurjón fyrir UMSS og María Björk og Ótthar fyrir Sveitafélagið Skagafjörð

 1. Rætt var um tækjakaup. Framtíðaráform deildana
 2. UMSS taki þátt í kaupum á áhöldum á íþróttavöllinn
 3. Sveitarfélagið sjái um fasta muni á íþróttavellinum

Fundi slitið kl. 14:00

4. júní 2012 - Stjórnarfundur UMSS 

Mættur : Sigurjón, Elmar, Rúnar,  Hjalti og Þröstur

 1. Rædd voru mál tengd gjaldkera
 2. Rætt var um ákveðna lámarksupphæð sem UMSS fái frá styrk sveitafélagsins.

 

21. maí 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir : Sigurjón , Elmar , Rúnar og Jón Dan

 1. Rætt var um fjárhagsmál Ungmennasambandsins og ákveðið að stofa sér reikning fyrir hestaíþróttaráð UMSS.
 2. Kynnt var starfsemi UMSS hvað mál eru í – frjálsíþróttaskóli UMFÍ, unglingalandsmót og fleira.
 3. Farið yfir beðnir afreksmennasjóðs
 4. Skoða hvað áherslur UMFÍ leggur á UMSS um starfsemi þess.
 5. Senda út til aðildarfélaga UMSS um styrkveitingar Sveitafélagsins til UMSS
 6. önnur mál rædd

Fundi slitið um 21:30

21. mars 2012 - Stjórnarfundur UMSS

 1. Mætt var Stjórn UMSS
 2. Rætt var um Ársþingið,
 3. Tillögur ræddar og nefndarstörf
 4. Tilnefning til stjórnar og fleira

 

16. febrúar 2012 - Stjórnarfundur UMSS

 1. Rædd voru styrktarmál Sveitafélagsins til UMSS
 2. Vetrar tím kerfið – efla það eða leggja það niður
 3. Ársþing – ákveðið var að leita tilboða í mat og fleira í samstafi við Vélhjólaklúbb Skagafjarðar
 4. Málefni á þinginu rædd, ákveðið að leggja nokkur mál fyrir
 5. Úthlutun stafsmerkja UMFÍ – leitað til aðildarfélaga um nöfn.

Fundi slitið kl 21:00

24. janúar 2012 - Stjórnarfundur UMSS

Stjórn UMFÍ Helga og Sæmundur

Stjórn UMSS Sigurjón, Sigmundur og Þröstur

Formenn Aðildarfélaga innan UMSS og Sveitarstjórn Skagafjarðar

 1. UMFI bauð uppá aðstoð til að manna stjórn og aðstoða við að fá formann fyrir UMSS. Sigurjón tók til máls og útskýrði stöðuna sjá stjórn UMSS
 2. UMFÍ hvatti UMSS til að sækja um að halda Landsmót Ungmennafélagana árið 2017
 3. UMFÍ lagði áherslu að UMSS legði meiri áherslu til að auka stækka frjálsíþróttaskóla
 4. Fá gönguhópa til að taka að í aukið samstarf
 5. UMFÍ leggur til að stofnað verð Ungmennaráð fólks á aldrinum 15-20 ára sem megi nýtast seinna í stjórn og störfum UMSS
 6. Lögð verður stefna um eineltismál
 7. Aukið verður við fræðslumál, reynt að halda námskeið, stofna fræðslunefnd innan UMSS.
 8. UMSS ráði framkvæmdarstjóra sem nýtist í stafsemi félagsins og innan aðildarfélaga UMSS.
 9. Aukin verði við fræðslu um starfssemi ungmennafélagana

28. desember 2011 - Kjör á Íþróttamanni Skagafjarðar 2011

Mætt voru: Sigurjón Formaður UMSS, Páll frá Feyki, Sigmundur skíði, Ómar frá knattspyrnunni, Gunnar frá aðalstjórn, Arnrún frá sveitafélaginu, Ási frá körfuboltanum, Þorgerður frá sundinu, Jónína frá Stígandi, Úlfur frá Léttfeta, Steinunn frá Smára.

Rætt var um að breyta reglugerð um kjör  íþróttamanns Skagafjarðar á aðalfundi UMSS n.k.. Ákveðið var að allir yrðu gjaldgengir um þetta kjör.

Atkvæði urðu þannig

 1. Elvar Einarsson Stígandi 88 atkvæði
 2. Meistaraflokkur Karla Tindastóll 84 atkvæði
 3. Þórður Ingvarsson – Björn Björnsson
 4. Friðrik Hreinsson UMFT Karfan 58 atkvæði
 5. Sölvi Sigurðsson Svaði 30 atkvæði

Fundur í Húsi Frítímans - Kynningarfundur um velferðasjóð barna í Skagafirði

Mættir: Sigurjón Leifsson og Elmar Eysteinsson

 1. Rætt var um velferðasjóð barna, reglugerð útskýrð og fleira.
 2. Búningamál rædd og komið með athugasemdir.
 3. Formannsmál UMSS rædd. Gunnar Gestsson kom með hugmynd um að sameina UMSS stjórnina við UMFT stjórn. Stjórna ráð um íþróttagreinarnar sem keppt er í. Hugmyndin hlaut góðan hljómgrunn.

Fundi slitið klukkan 21:00

30. maí 2011 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Elmar, Hjalti, Sigurjón, Þröstur og Sigmundur

 1. Boðað á vorfund ÍSÍ 27-28 Maí. Steinunn Hjartardóttir bauð sig fram að sækja þennan fund en stjórn gat ekki komið sér saman um hver átti að fara í málið.
 2. Úthlutun styrkja frá UMSS til aðildarfélaga UMSS. Tillagan var rædd g borinn til Samþykktar. Fjöldi iðkenda 872 undir 18 ára 7832 æfingar stundaðar. Útreikningar á menntun þjálfara var rætt. Beðið eftir svari frá svaða, málið tekið fyrir á næsta fundið.
 3. Búningamál – Utanyfirgallar UMSS. Athuga, stærðir, útlit. Skoða tilboð frá Jako. Málið rætt við formenn aðildarfélaga UMSS.
 4. Fundur um Velferðasjóð Barna, boðið til formannafundar 8 júní. Fundarefni: 1. velferðasjóður barna. 2. búningamál. 3. formannsmál. 4. Sumartím. 5. önnur mál.
 5. UMFÍ 50 + Vantar tengiliði við keppnisgreinar. Ákveðið var að ræða við tengiliði um keppnisgreinar.
 6. Unglingalandsmót ræða við fulltrúa keppnisgreina.

Fundi slitið 21:45

26. apríl 2011- Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hjalti Sigurjón, Þröstur 

 1. Tekið fyrir bréf
  1. Skotþing Íslands kjörbréf sent til Jóns Pálmassonar, Háahlíð 12 skotfélagið Ósmans.
  2. Kjörbréf frá KKÍ – sent til körfuknattleiksdeildar Tindastóls
  3. Bréf frá HSK um sögu HSK, bókin er boðinn til sölu á kr. 8500. ákveðið var að kaupa bókina.
  4. Bókun – ákveðið er að sækja um frjálsíþróttaskóla 18- 22 júlí. Rætt verður við þjálfara um tímasetningu.
  5. Felix ö allir eru búnir að skila nema Gróska og Golfklúbburinn
  6. Bókun – Sækja um styrk að fjárhæð 1.000.000 til Menningarsjóðs Kaupfélags Skagfirðinga. Til greiðslu fyrir barna og unglingastaf í skagafirði.
  7. Bókun – skilafrestur vegna úthlutunar frá UMSS er 15 maí 2011. til þeirra félaga sem eftir eiga að skila.
  8. Bókun – Umsóknarfestur á Unglingalandsmót rennur út 30 apríl.
  9. Ákveðið að ráða Elmar Eysteinsson – hann verður ráðinn 15 mai til 15 ágúst. Launakjör ákveðin hjá stjórn.

Fundi slitið kl 20:00

29. mars 2011- Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hjalti, Sigurjón, Þröstur, Sigmundur, Elisabeth

 1. Rædd um formannsmál, tillögur nefndar ræddar, nefndin bókar að það er enginn formaður, leitað verður að formanni áfram.
 2. Rætt var um að ráða Elmar Eysteinsson til framkvæmdarstjóra UMSS og ákveðið að ræða við hann um launamál og vinnutíma, komi 15 maí.
 3. Tekin fyrir bréf til stjórnar
  1. Kjörbréf til 70 íþróttaþings ÍSÍ, óskað eftir einum fulltrúa frá UMSS.
  2. Frjálsíþróttaskóli UMFÍ – Talað við Árna Geir Sigurbjörnsson um þjálfun í skólanum, tímasetning rædd um enda júlí.
 4. Knattspyrnudeild UMFT – styrktarbeiðni frá þeim vegna þjálfunar og knattspyrnuskóla. Ákveðið var að fella frá knattspyrnuskóla og styrkja þjálfunarnámskeið. Bókað var að styrkja um 180. þúsund kr til Knattspyrnudeildar Tindastóls
 5. Unglingalandsmót fyrir landsmót 2011. skipa nefnd fyrir ráðin. Knattspyrna, Karfan, Frjálsar, Sund og Golfklúbburinn.
 6. reglugerð um úthlutun styrks frá Sveitarfélaginu skagafirði ítrekun send til hestamannafélagana að skila göngum. Málið ekki tekið fyrir.
 7. Umsóknir um unglingalandsmót 2013 og 2014. Landsmót 50+ 2012 með fyrirvara um tímasetningu. Skilað fyrir 30 apríl

Fundi slitið klukkan 21:30

18. mars 2011 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna Gerður Elísabeth, Þröstur og Hjalti

 1. Kosning formanns á þinginu. Hrefna færði !!!!!!!!! fyrir stjórn um að hún vildi ekki vera formaður næsta árið, leggur fram bókun;

Ég Hrefna G Björnsdóttir geri athugasemd við vinnubrögð þau sem voru viðhöfð af fráfarandi stjórn UMSS og kjörnefnd á 91. ársþingi UMSS sem haldið var á Mælifelli. Sauðárkróki 17 mars 2011. Þá var ég kostinn sem formaður UMSS þegar ljóst var að ég hafði ekki boðið mig fram og ítrekað margoft við stjórn UMSS að ég gæfi ekki kost á mér til áframhaldandi setu. Ég get því miður ekki sinnt formennsku á komandi starfsári UMSS og mun því ekki taka við formennsku UMSS.

 1. Skipun Stjórnar : Varaformaður Sigurjón Leifsson. Ritari: Elisabeth Jansen. Gjaldkeri: Hjalti Þórðarson. Meðstjórnandi Þröstur Erlingsson
 2. Störf framundan – Hrefna lagði fram pappíra um hvað verkefni eru framundan. Sagði frá Elmari framkvæmdarstjóra. Málþing í gegnum UMFÍ og FNV. Búningamál í biðstöðu , lítið til af búningum á lager hjá UMSS. Mikið spurt um búninga af foreldrum. Þarf að koma þessu á hreint.
 3. Rætt um fjáraflanir og hvort hægt sé að auka tekjur á árinu.
 4. Tím kerfið – fundurinn með Ástu sveitastjóra.
 5. Póstkassi í vinnsluen pósthólfið hjá póstinum hefur verið sagt upp. Eftir að setja kassann upp. Heimasíða og netpóstur. Fleiri mál til umræðu.

Fundi slitið

1. mars 2011 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigmundur, Hjalti, Hrefna, Sigurgeir og Sigurjón

 1. Aukaþing FRÍ megum senda einn – tvo fulltrúa ef áhugi er fyrir hendi. Umfjöllunarefni er fjármál sambandsins.Sigurjón ætlar að hringja í Frigga Steins hjá frjálsíþróttaráði.
 2. Fjölskyldan á fjallið. Tilnefna þarf fjall fyrir 14 mars, ákveðið að tilnefna Molduxa.
 3. Hrefna gerður fer á fund 16 mars með Jóni Hjartar skólastjóra FNV og fulltrúaum UMFÍ vegna átaksverkefnis eða málþings fyrir ungt fólk.
 4. Ársþing þann 17 mars. Ársskýrslan verður prentuð í prentara hjá öldunni, svart-hvít allt í sparnaðar skyni. Skýrslur streyma inn. Hjalti ætlar að ganga fará uppsetningu efnisins um helgina. Þann 10 mars er síðan ætlunin að prenta og gorma. Enn leitað af formanni.

Fundi slitið

22. febrúar 2011 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna Gerður, Hjalti og Sigmundur.

 1. Ennþá vantar formann, næst þarf að gera nýjan lista og reyna fleiri
 2. Uppsetning árskýrslu skoðuð. Ákveðið að ljúka samsetningunni í síðasta lagi 15 mars. Ákveðin fundur 1 mars til að skoða stöðuna.

Fundi slitið

10. febrúar 2011 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna Gerður, Sigurjón og Hjalti

 1. Send út kjörbréf til félaganna og boðuðum á ársþing 17. mars sem verður í bæði GSS. Einnig send bréf til UMFÍ og ÍSÍ.
 2. Fjölskyldan á fjallið bréf frá UMFÍ um verkefnið og hvaða fjalla verður í verkefninu frá UMSS, sett á bið.
 3. Auglýst eftir umsókn til að halda ULM UMFÍ 2013 og 2014. svara þarf fyrir 30 apríl. Tekið mjög jákvætt í að sækja um annað hvort mótið.

Fundi slitið

31. janúar 2011 - Stjórnarfundur UMSS

 Mætt: Sigmundur, Hjalti, Hrefna, Sigurgeir og Sigurjón

 1. Felix-námskeið var haldið 25/1. átta mættu. Leiðbeinandi var Rúna Einarsdóttir frá ÍSÍ. Haldið í Húsi Frítímans. Gott námskeið segir Hjalti.
 2. Ársþing UMSS. Farið yfir þá verkþætti sem þurfa að vera klárir fyrir þingið. Rætt var svolítið um hvort skipuleggja á reglur um kjör á íþróttamanni ársins. Þar að segja taka fram 16 ára aldurstakmark og ekki leyfa að tilnefna lið. Farið yfir helstu tillögur að lagabreytingum á grein 11. sem fjallar um fulltrúafjölda á ársþingi . Gerð tillaga að reglugerð vegna skiptinga á styrk frá sveitafélaginu , sem lög verður fyrir ársþingið. Hrefna tekur sama um íþróttamann ársins og skýrslu formanns. Hjalti tekur saman skýrslu stjórnar . tala við formenn ráða. Sigurgeir talar við hestaíþróttaráð. Hjalti talar við frjálsíþróttaráð. Sigurjón við Sundráð. Sigurjón ætlar við smárann um að fá einhvern í stjórn. Sigmundur og Sigurgeir ætla að hætta og svo Hrefna sem formaður. Aðalfundur verður haldinn á vegum Golfklúbbsins á Sauðárkróki þann 23 mars klukkan 18 30.
 3. Næsti fundur fimmtudaginn 10 febrúar.
 4. Íþróttagallar – vantar nokkrar stærðir af UMSS göllum, þarf að ræða við KS eða tískuhúsið um að selja. Rætt hefur verið um að Skúli taki smá hlutastarf sem framkvæmdarstjóri UMSS og gæti þá farið að skoða þetta mál.

Fundi slitið

20. janúar 2011 - Formannafundur UMSS

Mætt: Hrefna, Sigurjón og Sigmundur

Mættu:    Gunnar Gestsson

                Steinunn Arnljótsdóttir

                Guðrún Stefánsdóttir

                Jónína Stefánsdóttir      

                Guðmundur Sveinsson

                Pétur Friðjónsson

Rætt um skráningarkerfið TÍM sem öll félög eiga að fara að skrá í.

11. janúar 2011 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurgeir, Hrefna, Hjalti og Sigmundur

 1. Bréf hefur borist frá stjórn Hjalta og Smára þar sem lýst var yfir óánægju vegna fyrirhugaðrar skráningu iðkenda í gegnum TÍM skráningarkerfi sveitafélagsins . Úthlutun fyrir 2011 verður að vera með sama hætti og verið hefur undanfarið ár. Upplýsingar sem verða skráðar inn í ár verða síðan notaðar við úthlutun 2012. Hrefna Gerður ætlar að senda formönnum þessara félaga svarbréf. Síðan mun hún hitta fulltrúa frá þessum félögum á Felixnámskeiði í næstu viku.
 2. Farandbikar Íþróttamaður ársins þar að uppfæra skráningu á hann. Hjalti skoðar málið.
 3. Golfklúbbur Sauðárkróks á að halda næsta ársþing. Tillaga um dagsetningu er 4 mars.
 4. Póstur – styrkur til aðildarfélaga frá Sveitafélagi 2011 verður 9.0 milljónir og 500 þúsund til UMSS vegna skrifstofuhalds

15. desember 2010 - Íþróttamaður Skagafjarðar 2010

Húsi Frítímans

Mætt frá stjórn: Sigurgeir, sigurjón, Hrefna og Hjalti.

Alls mættu 17 manns með stjórnarmönnum til fundar.

 1. Atkvæðagreiðsla vegna kjörs á Íþróttamanni Skagafjarðar unnið eftir vinnureglum UMSS og geta alls 25 manns kosið.

Atkvæðagreiðsla fór eftirfarandi :

 1. Gauti Ásbjörnsson                 138 stig          
 2. Helgi Viggósson                    108 stig
 3. MFL. Karla Tindastóll           48 stig
 4. Mette Mannseth                     48 stig

9.desember 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna, Sigmundur, Hjalti, Sigurgeir og Sigurjón,

 1. Reikningar hafa borist vegna verðlaunagripa veitt af frjálsíþróttaráði og hestaíþróttadeild. Að upphæfð samtals 22.000kr  Æskilegt að ræða við stjórn áður um slíkar fjárveitingar.
 2. Kjör Íþróttamanns Skagafjarðar verður í Húsi Frítímans 28. des. klukkan 20:00
 3. Felix námskeið verður haldið þriðjudaginn 18. janúar. Reyna að fá sem flesta til að taka þátt. Bóka hús frítímans.

Fundið slitið

2. desember 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna, Sigurjón og Hjalti

 1. Hrefna sagði frá hugmyndum verðandi útdeilingu á fjármagni frá sveitarfélaginu sem minkar. Hugmynd  að allar upplýsingar fari í gegnum Tím kerfið frá Sveitarfélaginu. Janúar og mars skipting verður sú sama því að UMSS fær þriggja mánaða aðlögun. Ákveð að senda félags og tómstundanefnd tillögu að úthlutun og vinnuferli.
 2. Íþróttamaður Skagafjarðar – búið að senda bréf til aðra félagsmanna um að senda inn tilnefningar um fólk bæði eldri og yngri. 15. des. Mætir valnefndin til að velja úr nöfnum þeirra sem tilnefnir eru. 28. des. tekinn frá fyrir verðlaunaafhendingu Íþróttamanns Skagafjarðar

Næsti fundur fimmtudaginn 9 des kl 20.

24. nóvember 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna, Sigmundur, Hjalti, Sigurgeir og Sigurjón

 1. Úthlutun íþróttastyrkja frá sveitafélaginu. Breytingar á úthlutunarreglum. Reyna að gera upplýsingaöflun frá félögum gagnvirka svo þægilegt sé að vinna að úthlutuninni. Ákveðið að hver og einn taki með sér gögn heim og leggi höfuðið í beiti fram að næsta fund.
 2. Tilnefning til Íþróttamanns Skagafjarðar. Óskað eftir tilmælum frá félögum. Hrefna ætlar að senda út bréfið og skilafrestur er 10 des. Kjörið fer fram 15. des. og athöfnin 28. des.

Fundi slitið

27. október 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigmundur, Hjalti, Sigurgeir og Sigurjón

 1. Afmæli UMSS. Afmælissamkoman verður haldin í húsi frítímans laugadaginn 13 nóv. Frá klukkan 14 til 17. Boðið verður upp á kaffiveitingar, myndasýningar og ræður. Afmælisnefnd er á fullu við undirbúning. Fiskiðjan og Kaupfélagið styðja samkomuna. 
 2. Boðsbréf til UMFÍ, ÍSÍ,  og Sveitafélag Skagafjarðar og Akrahrepps. Hrefna Gerður ætlar að sjá um að semja það og senda.
 3. Felix námskeið – sex manns hafa nú þegar skráð sig á námskeiðið sem ekki hefur enn verið dagsett og vonandi bætast fleiri við.
 4. Eftir afmælishátíðina þarf að ganga frá úthlutunarreglum vegna styrks frá sveitafélaginu.
 5. Undirbúa kjör á íþróttamanni UMSS í lok mánaðarins.
 6. Stjórnarfundur næst boðaður miðvikudaginn 17/11 klukkan 20;00.

27. september 2010 - Stjórnarfundur  UMSS

Mætt: Hrefna, Sigmundur og Sigurjón

 1. Knattspyrnudeild Tindastóls sækir um styrk til að senda ungan og efnilegan leikmann til æfinga erlendis. Sá heitir Árni Arnarsson fæddur 1992. Sótt er um 100.000 kr. Samþykkt að veita styrk að upphæð 80.000. kr. þegar gögn hafa borist yfir kostnað vegna ferðarinnar.
 2. Gunnar Sigurðsson sækir um styrk til að fara á þjálfaranámskeið. Samþykkt að greiða 20.000 kr. upp í þátttökugjöld. Senda okkur síðan tölur yfir ferðakostnað og uppihald.  Síðan verður ákveðið hvort við getum styrkt hann frekar. Ákveðið að greiða ferðastyrk allt upp að 50.000. kr.
 3. Sunddeild Tindastóls heldur unglingamót UMSS laugadaginn 2 okt. Samþykkt að greiða auglýsingar og verðalaunapeninga eins og hefð er fyrir. Sigurjón ætlar að reyna að mæta á verðlaunaafhendingu
 4. Hrefna formaður ætlar að kanna hvort hæg sé að fá Felix námskeið eins kvöldstund hér fyrir norðan, ef næg þátttaka fæst.
 5. Samráðsfundur UMFÍ á Egilsstöðum. Laugadaginn 16 okt. Hrefna mætir sem fulltrúi.

Fundi slitið

26. júlí 2010 - Stjórnarfundur UMSS

 1. Tjald fyrir Unglingalandsmót. Er hjá Seglagerðinni fyrir sunnan. Tala við vörumiðlun.
 2. Borð og stólar fara frá Sauðárkróki. Athuga með Ómar Braga eða vörumiðlun
 3. Bolir sem keyptir voru fyrir landsmótið, ákveðið að gefa þá.
 4. Ákveðið að hafa pláss fyrir um 75 tjaldvagna á tjaldsvæði.
 5. Frjálsíþróttaskóla lokið. Gekk vel og allir ánægðir. Þar að borga þjálfurum.
 6. Tala við Króksþrif um þrif á skólanum eftir frjálsíþróttaskóla.
 7. Bíll fyrir Elmar á Unglingalandsmótið. Athuga bílaleigubíl.
 8. Bílastyrkur til Elmars vegna búsetu og keyrslu í frjálsíþróttaskóla
 9. Komnir um 110 þátttakendur á Unglingalandsmót.

Fundi slitið

4. júlí 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt:Hrefna, Sigurgeir, Sigurjón, Sigmundur, Hjalti og Elmar

 1. Niðurgreiðslur á þátttökugjöldum á Unglingalandsmót Borganesi. Ákveðið að niðurgreiða um 50% sem er 3000. kr. Skráningar verða að koma í gegnum UMSS.
 2. Tjaldmál – reyna að fá skátatjaldið og bjóða upp á aðstöðu fyrir fólk til að borða þar inn og koma saman. Elmar fer að athuga með borð og stóla.
 3. Tjaldsvæðastjóri útnefndur Elmar Eysteinsson
 4. Foreldrafundur með Ómari Braga vegna landsmóts um miðjan júlí.
 5. Búningamál – Athuga með boli sem hægt væri að nota fyrir skrúðgöngu,.
 6. Reyna að fá liðstjóra með fótbolta og körfubolta liðum sem fara frá UMSS. Elmar kannar stöðuna hjá þjálfurum yngri flokka. Unnar sér um gólfið. Tullan er að skoða hestaíþróttir.
 7. Setja auglýsingu í sjónhorn um Unglingalandsmót
 8. Frjálsíþróttaskóli – Undirbúningur gengur vel, skráningar en að detta inn
 9. Myndavél – ákveðið að kaupa vél sem kostar um 50. þúsund kr. einnig flakkara sem kostar um 25.þúsund kr.
 10. Námskeiðahalda – Athuga með næsta vetur að halda félagsnámskeið og þjálfaranámskeið.
 11. Almenningsíþróttir – Gefa t.d. gönguhópnum UMSS buff.

Fundi slitið

5. maí 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt:Hrefna Gerður, Sigurjón og Hjalti

 1. Sævar Péturs mætti til fundar. Farið yfir úthlutun Sveitafélagsins á 10 milljónum sem Sveitafélagið lætur til málaflokkinn. Sveitafélagið vill ekki sjá um úthlutunina. Ákveðið að UMSS sjái um verkið en kalli ekki upplýsingar frá félögum heldur noti úthlutunina frá síðasta ári. Fundur ákveðinn til að klára málin 17. maí.
 2. Borist hafði bréf frá ÍSÍ með athugasemdum um lög Siglingarklúbbsins. Athugasemd gerð við tvö lög. Málið sent til Siglingaklúbbsins.
 3. Elmar framkvæmdarstjóri kemur norður um 20. maí. Ákveðið að bjóða honum laun 230. þúsund á mánuði
 4. Hugmynd um að UMSS taki að MÍ 15-22 ára, dagana 17-18. júlí. Frjálsíþróttaráðið vinnur úr því máli.
 5. Unglingalandsmótið – búið að finna þrjá í ráðið;Tullan Lunder, Hrannar Ingvarsson og Sigurjón Leifsson
 6. Afmælisnefnd – Ómar Bragi er tilbúinn að starfa í nefndinni. Haraldur Þór að hugsa.
 7. Samráðsfundur UMFÍ, Hrefna fer á fundinn.

 

21. apríl 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Hrefna Gerður, Sigurgeir og Hjalti

 1. Úthlutun til íþróttafélaga – Sveitafélagið búið að úthluta helming af styrk ársins eða 5 milljónir af 10 milljónum. Ræða þarf málið betur við Sveitafélagið. Stefnt að því að funda með fulltrúum Sveitafélagsins
 2. Frjálsíþróttafundur með ráði var haldinn fyrir nokkrum dögum. Starfið snýst um nokkur mót og frjálsíþróttaskóla. Umræður um starf framkvæmdarstjóra. Elmar hefur gefið upp að hann verði við fram í miðjan ágúst.
 3. Unglingalandsmótsnefnd – skipa þarf í hana sem fyrst. Hugmynd um Tullan, Sigurjón og helst einhverja frá körfunni og fótboltanum
 4. Starfsíþróttaþing verður á laugardaginn 24. apríl , spurning um hvort einhver komist, sennilega kemst enginn.

8. apríl 2010 - Fundur með frjálsíþróttaráði

Mætt; Gunnar Sigurðsson, Friðrik Steinsson, Sigurjón Leifsson, Þórey Gunnarsdóttir og Hjalti Þórðarson.

 1. Gunnar fór yfir  starf og skipulag hjá ráðum, mót og verkefni ársins. Gunnar hefur gert þetta áður og stjórnar þessu verki áfram. Fimmtudagsmótin verða aðeins tvo daga í sumar 15 júl og 19 ágúst. Ekki ástæða til að hafa fleiri mót. Bikar verður á Sauðárkróki 13 og 14 ágúst og er stærsta mótið að þessu sinni. Grunnskólamótið verður 7 september, fyrir 5. og 8. bekk. G.S. telur að fjölga þurfi mótum heima fyrir. Mjög slæmt að Norðurlandsmótið detti niður í ágúst. Þristurinn er á Blönduósi 10. ágúst. Umræður um mótið í fyrra og hve sigur UMSS hefi verið neyðarlega stór.
 2. Fjármál: Friðrik fór aðeins yfir fjármál og hvernig staðan væri. Litlar tekjur af mótum á þessu ári. Aðalatriði er að lipurt sé á milli aðalstjórnar og ráðs.
 3. Frjálsíþróttaskólinn – Samstarf UMFÍ og UMSS, mikilvægt að halda þessu gangandi. Tókst vel á síðasta ári.
 4. Þungamiðjan í starfi ársins verða mótahald Bikarkeppni FRÍ og frjálsíþróttaskólinn. Mikilvægt að nýta sumarstarfsmann vel til þessara starfa.
 5. Unglingalandsmót í Borganesi. Talið mikilvægt að stefna þangað með eins mikinn fjölda og mögulegt er.
 6. Starfslið í héraði: Gunnar telur að starfslið sé að eflast, ekki síst hjá Smára. Mikilvægt að ná starfinu á flug í Hofsós og víðar. Frjálsar hafa ekki auglýst sig neitt.
 7. Námskeið á Akureyri fyrir dómara í frjálsum. Gæti verið haldið á Hrafnagili klukkan 10 til 17:30
 8. Þjálfunarmenntun og stig í FRÍ kerfum til umræðu. Talið mikilvægt að UMSS styðji við bakið á þeim sem vilja mennta sig.

 

6. apríl 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Nýr formaður Hrefna Gerður Björnsdóttir, Sigurjón Leifsson, Hjalti Þórðarson Sigurgeir Þorsteinsson og Sigmundur Jóhannesson

Embætti innan stjórnar

Hjalti Þórðarson – Gjaldkeri

Sigurjón Leifsson – Varaformaður

Sigmundur Jóhannesson - Ritari

Sigurgeir Þorsteinsson – Meðstjórnandi

 1. Elmar Eysteinsson hafi samband vegna framkvæmdarstjórastarfs næsta sumar, en hann vann fyrir sambandið í fyrra, skoða málið með Vinnumálastofnun, uppá þátttöku í greiðslum á launum. Stefnt að því að ráða hann í þrjá mánuði í sumar
 2. Afmælisár – ákveðið að skipa afmælisnefnd til að vinna að afmælihófi í haust og útgáfu einhvers rits. Stungið uppá Haraldi Jóhannessyni, Ómari Braga og Sigríði Sigurðardóttur. Hjalti ætlar að ræða við þau.
 3. Styrkir frá Sveitafélagi -  Verið að velta fyrir sér tölum frá ársreikningum 2008 og 2009 en árið 2009 var upphæðin 1.000.000 lægri. Ákveðið að vita hvort Helga fráfarandi gjaldkeri viti eitthvað um málið
 4. Gjafabréf barst frá ÍSÍ uppá 100.000 til tækjakaupa í tilefni 100 ára afmælis UMSS. Bréf sem hafa borist: Kjörbréf frá Júdósambandi Íslands. 30 apríl ársþing Badmintonsambands Íslands. Námsboð frá “kids athletic” þar sem senda á 5 fulltrúa. Ákveðið að styrkja þátttakendur um 20.000. Starfsþing UMFÍ 24 apríl á Akureyri. Eigum rétt fulltrúum.

Næsti fundur, fyrsta þriðjudag í næsta mánuði. Næsta 4 maí klukkan 20.

1. mars 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón Helga, Sigurgeir auk Helga.

 1. Undirbúningur við ársþing í Árgarði
 2. Rætt um drög að skýrslu stjórnar
 3. Hjalti Þórðarson ráðin í hlutastarf á verktakalaunum frá og með feb og er greitt 60.000- krónur á mánuði.
 4. Samþykkt að Hjalti kaupi sjónvarpsflakkara fyrir UMSS
 5. Borist hefur umsókn frá Elmari Eysteinssyni, ákveðið að láta nýja stjórn taka ákvörðun um ráðningu
 6. Samþykkt að beina þeirri ósk til Sveitafélags Skagafjarðar að greiða strax út helming af fyrirhugaðri styrktarfjárhæð til aðildarfélaga UMSS og síðan verði afgangurinn greiddur þegar búið er að fara yfir starfskýrslur.

4. febrúar 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón,Helga,Sigmundur og Jakob

 1. Sigurjón og Jakob ætla að tala við Hjalta um að starfa fyrir sambandið á næstunni
 2. Sigurjón hittir forsvarsmenn Smára eftir helgi og ræðir um ársþingið, sem áætlað er að haldið verði 13 mars.

27. janúar 2010 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón, Jakob og Sigmundur. Friðrik Steinsson sem gestur.

 1. Rætt um fjárframlög til frjálsíþróttadeildar UMSS og hvernig best væri að haga því. Sigurjón vildi fast fjárframlag ákveðið á ársþingi UMSS. Ákveðið að greiða þennan fasta kostnað frjálsíþróttaráðs, sem eru skráningarfjöld á mót utan héraðs, verðalaunagripir á héraðsmót og grunnskólamót. Ákveðið að vinna að ákveðnu verkskipulagi til að útdeila fjármagni til ráðsins.
 2. Dagsetning á ársþing áætlað um 6 mars. Heyra í formanni Smára
 3. Athugað að fá mann í hlutastarf við sambandið á næstunni, talað við Hjalta Þórðarson

Fundur 4 feb klukkan 16:30

9. desember 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón, Sigmundur, Jakob og Sigurgeir. Auk þess frá Unglingalandsmótsnefnd Ómar Bragi, Halldór Halldórsson og Gunnar Gestson

Ómar Bragi kynnti uppgjör Landsmótsins, búið er að innheimta nánast öll gjöld. Skipar skoðanir eru um hvort skoða eigi útborganir til félagana vegna vinnuframlags um hálf milljón í staðin hjá UMSS. Sigurjón formaður var sérstaklega ósáttur vegna 500.000 kr sem voru dregnar af UMSS vegna hlaupabrautar. Jakob vill að mest mundi fara til aðildarfélaga sambandsins samkvæmt þessari skiptingartillögu. Samkomulag náðist

24. nóvember 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Jakob, Sigurjón, Helga og Sigurmundur

Unglingalandsmót: Rætt um umgjörð og ákveðið að reyna að loka málinu sem fyrst svo hægt sé að greiða aðildarfélögum vinnulaun vegna jákvæðrar stöðu mótsins

Íþróttamaður Skagafjarðar: Sent út dreifibréf til félaganna um að tilnefna fólk fyrir 10 des. Kjörið fer fram samkvæmt nýrri reglugerð sem samþykkt var á síðasta ársþingi. Helga tók að sér að boða valnefnd til fundar 16/12 í Húsi Frítímans og einnig að athuga með Hús Frítímans

Formannafundur ÍSÍ. Sigurjón fór á fund og er kominn í nefnd sem fjallar um útnefningu á íþróttamanni héraðssambanda. Lottó skilar enn sínu. KSÍ nektarmálið var rætt á fundinum og þóttu siðareglur sjálfsagðar.

Lottó 1.600 verða greidd út næstunni

Næsti fundur –  helst sama dag og uppgjör fyrir Unglingalandsmót

22. október 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurgeir, Helga, Sigmundur, og Sigurjón. Gestir Ómar Bragi og Gunnar Gestsson

Tillaga um skiptingu ágóða af Unglingalandsmóti 2009. Gunnar Gestsson tilkynnti um 8 og hálfs milljón kr. afgang. Staðan núna er um 6 milljónir sem standa inni á reikning. Ekki hefur ennþá verið greitt fyrir þátttökugjöld keppanda UMSS. Áætlað að sú upphæð sé um 1,2 milljónir. Ekki verður rukkað inn heldur verður fjárhæðin dreginn frá því þeim peningum sem félagið hefði annars fengið. Sigurjón Þórðarson þakkaði fyrir tilögunar og þeim Ómari og Gunnari fyrir komuna. Tillagan samþykkt en ákveðið að halda eftir 10% fyrir UMSS til að geta gert upp við sveitafélagið vegna mælinga á frjálsíþróttavelli.

Vegna 100 ára söguritunar UMSS. Samþykkt að Sigurjón formaður ræði við Árna Guðmundsson og verði í samráði við Helgu um fjárhaginn utan um það.

10. september 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir : Sigmundur, Sigurjón og Helga

Helga sagðist vera búin að senda reikning á Vinnumálastofnun vegna launa framkvæmdarstjóra. Einnig sagðist hún þurfa að fara að greiða út lottó til aðildarfélaga

1. september 2009 - Stjórnarfundur

Mætt; Sigmundur, Sigurjón og Helga

 1. 46. sambandsþing UMFÍ í Reykjanesbæ 10. til 11. okt. Sigurjón ætlar að mæta. Eigum rétt á 4 fulltrúum + formann.
 2. Ákveðið að gera upp laun við Elmar Eysteinsson samkvæmt umtali, hann hefur lokið störfum hjá UMSS.
 3. Reglugerð um vinnulag við val á Íþróttamanni Skagafjarðar.
 4. Skipting styrks frá sveitafélaginu samkvæmt starfsskýrslum.
 5. Rætt um söguritun vegna 100 ára afmælis UMSS.

22. júlí - Formannafundur UMSS

Mættir: Fulltrúar: Vélhjólaklúbbs, Þröstur formaður, Guðmundur Sveinsson fyrir Léttfeta, Hjalti Þórðar frá Neista, Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir frá Smára, Auðbjörg Sigurbjörnsdóttir fyrir Svaða

 1. Farið yfir skiptingu styrkja Sveitafélagsins.
 2. Rætt verður um Unglingalandsmótið, sjálfboðliðar í upplýsingarmiðstöð, raðað niður á vaktir.
 3. Reglugerð um val á íþróttamanni Skagafjarðar samþykkt af stjórn UMSS þeir setja fastmótaðar reglur um valið byggðar á drögum sem lögð voru fyrir fundinn.

19. júní 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Elmar Sigurjón Helga Sigmundur og Jakob

 1. Helga greindi frá stöðu búningamála. Þar er allt í réttum farvegi.
 2. Athuga að skila inn til umsókn til atvinnutyggingarsjóðs vegna launa framkvæmdarstjóra.
 3. Ákveðið að setja litla auglýsingu í Sjónhornið til að fá þátttöku í sem flestar greinar á landsmóti á Akureyri.
 4. Elmar er að leita af aðila til að sjá um mat fyrir frjálsíþróttaskóla.
 5. Jakob kom með lög Siglingarklúbbs Drangeyjar og félagatal, sótt var um aðild að UMSS. Stjórn samþykkti að fara yfir umsóknina og síðan vísa umsókninni til staðfestingar á næsta ársþingi. Framkvæmdarstjóra falið að senda umsókn til UMFÍ til að fá aðild strax.

Fundi slitið

9. júní 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sigurgeir, Helga, Sigurjón og Elmar

 1. Ósk Siglingaklúbbs Drangey um inngöngu í UMSS.                                                                                
  1. Stjórn UMSS fagnar ósk Siglingarklúbbsins Drangeyjar og mun óska eftir upplýsingum í samræmi við 12 grein laga UMSS og leggja fyrir næsta ársþing til staðfestingar.
 2. Undirbúningur landsmóts.
 3. Akureyri rætt um allt sem tengist landsmóti.

Fundi slitið

25. maí - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Elmar, Helga, Sigmundur og Sigurjón

 1. Búningamál – Á að skipta við Henson. Regnjakki kostar um 4500 kr – með merkingum. Ákveðið að fá nokkrar stærðir til mátunar og láta síðan panta eftir þörfum. Ákveðið að reyna fá K.S. til að styrkja búningakaup.
 2. Athuga á með bekki í tjald á landsmóti og eining að fá kokk. Búið að fá tjald til notkunar á Akureyri. Á að ræða við Árna Björn í Sólvík.

12. maí 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón, Jakob, Helga og Elmar

 1. Samþykkt að leggja 250 þúsund króna fjárstyrk frá K.S inn á innlánsreikning hjá K.S, þar til ákvörðun um kaup á tjaldi verður tekin. Kaupum á tjaldi verður frestað vegna óvissu í gengismálum.
 2. Ákveðið að stjórnarmenn og framkvæmdarstjóri setji upp auglýsingar fyrir frjálsíþróttaskóla UMFÍ í nágrannabyggðum.
 3. Rætt um búningamál og ákveðið að fundin verði ódýr lausn.
 4. Samþykkt að greiða ferðakostnað fyrir formann á Akureyri þann 9-10 maí 2009. (Sigurgeir kemur inn á fundinn)
 5. Rætt um fyrirkomulag styrkveitinga sveitafélagsins. Ákveðið að ljúka tillögugerð og boða síðan formenn aðildarfélaga á fund og ræða um breytt fyrirkomulag.
 6. Formaður Siglingarklúbbsins Drangeyjar tilkynnti að von væri á umsókn félagsins um aðild að UMSS.
 7. Rætt um að vinna að góðri þátttöku á Landsmótinu á Akureyri og Unglingalandsmótinu á Sauðárkróki.

Næsti fundur ákveðinn 27. maí klukkan 16.00

Fundi slitið

22. apríl 2009 - Stjórnarfundur UMSS

 Mætt : Helga, Sigmundur, Jakob, Elmar og Sigurjón

 1. Rætt um leiðréttingu á lottóúthlutun 2008. Það var ákveðið að greiða til að leiðrétta málið úr sjóði UMSS
 2. Ákveðið að setja saman ráðningarsamning við Elmar sem fyrst.
 3. Rætt um bréf frá Íþrótta og Ólympíusambandi Íslands vegna dvalarleyfa erlendra íþróttamanna.
 4. UMFÍ auglýsir eftir gömlum kvikmyndarskeiðum frá eldri landsmótum, 1955 til 1987. Ákveðið að skella þessu bréfi inn á heimasíðu sambandsins.
 5. Þarf að fara greiða út þau 20% sem eftir á að úthluta frá styrkjum sveitafélagsins. Elmar, Sigurjón og Helga fara í málið eftir helgi.
 6. Tjaldamál skoðað. Stærð og kostnaður til nánari athugunar.
 7. Rætt um fréttabréf fyrir unglingalandsmót sem UMFÍ og Tindastóll ætla að gefa út. UMSS ætlar að skoða málið. Sigurjón ætlar að ræða betur við þessa aðila

Næsti fundur þriðjudaginn 5 maí.

Fundi slitið

16. mars 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sigurjón, Sigurgeir, Helga, Jakob, Sigmundur, Elmar og Gunnar Sigurðsson

Formaður setti fund og fyrsta mál var að skipa með sér verkum í stjórn.

 1. Helga bauðst til að taka að sér gjaldkerastöðuna, Jakob verður áfram varaformaður, Sigmundur ritari og Sigurgeir meðstjórnandi.
 2. Laun framkvæmdarstjóra. Stefnt að því að gera verklýsingu fyrir starf Elmars og ráðningu út sumarið. Ákveðið að Sigurjón og Jakob setji niður og geri vinnudrög sem lögð verða fram á næsta fundi.
 3. Friðrik Steinsson kom á fundinn með reikning vegna búningakaupa frjálsíþróttadeildar að upphæð tæplega 500,000 kr. Búningarnir verða til sölu í Tískuhúsinu og andvirðið svo fært inn á UMSS. Ákveðið af stjórn að greiða þennan pening.
 4. Formannafundur ákveðinn kl 17:30 fimmtudaginn 26 mars í húsi frítímans. Helstu mál

a.     Íþróttamaður Skagafjarðar

b.     Úthlutun styrkfjár Sveitafélagsins

c.      Styrkir vegna æfingargjalda

d.     Námskeið í Felix

e.     Unglingalandsmót 2009, hvetja til þátttöku

f.       Landsmótsnefnd

g.     Umræður um þær reglur sem farið er eftir við skiptingu styrks sveitafélagsins

5.     Landsmótsnefnd fyrir sumarið, fá duglegt fólk til að peppa upp þátttöku fyrir landsmótin.

6.     Frjálsíþróttaskóli UMFÍ og FRÍ, Gunnar Sig. lagði til að halda hann áfram. Mælti með 22 – 26 júní.

7.     Tengsl stjórnar inn í sérráð sambandsins, mælt með áheyrnarfulltrúa.

8.     Gunnar Sigurðsson ræddi samstarf við grunnskólana á ýmsum sviðum til að auka áhuga á fleiri greinum en frjálsíþróttum t.d skák og boltaíþróttum. Gunnar benti svo á að sími hans væri í símaskránni.

9.     Ákveðið að mæta kl 17:00 á formannafund í húsi frítímans

Fundi slitið

5. mars 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt Sigurjón, Helga, Páll, Sigmundur, Jakob og Elmar

 1. Verið að ganga frá prentun ársskýrslu.
 2. Eining að semja tillögu stjórnar til þingsins, pöntuð Pizza og unnið fram á kvöld
 3. Svo fóru allir að sofa

2. mars 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Helga, Sigurjón, Páll, Sigmundur, Jakob og Elmar

 1. Sigurjón las upp fyrir okkur skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár.
 2. Alda Haraldsdóttir sendi póst og sóttist eftir að fá að vera framkvæmdarstjóri í sumar, ekki talið tímabært að afgreiða það mál strax, þar sem þegar er starfandi maður á skrifstofu.
 3. Friðrik Steinsson leit inn með reikninga frjálsíþróttaráðs og Páll reiknaði með að reikningarnir yrðu klárir eftir 2 daga, þar með rauk Jakob af fundi vegna anna.
 4. Reynt að finna þingformann. Viggó Jónsson var upptekinn, eins og Ómar Bragi og Haraldur í Enni. Steinunn Hjartardóttir að skoða málið.

Næsti fundur fimmtudaginn kl 17:00

25. febrúar 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón, Sigmundur, Páll og Helga.

 1. Farið yfir þá þætti sem varða ársskýrsluna vegna aðalfundar. Skipt með sér verkum og ákveðið að hittast mánudaginn 2/3 2009

Fundi slitið

18. febrúar 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mætt: Sigurjón, Helga, Sigmundur og Páll. Gestur: Ómar Bragi Stefánsson.

 1. Unglingalandsmót UMFÍ 2009 verður haldið á Sauðárkróki 31 júlí – 2 ágúst. Ómar Bragi kynnti okkur umfang landsmótsins. Stjórn þarf að skipa fimm manns í landsmótsnefnd, sveitafélag einn og höfum við þegar sent þeim bréf um það auk þess verða 3 fulltrúar frá UMFÍ í nefndinni.
 2. Bréf frá Sundsambandi Íslands. Tilkynning um sundþing Íslands 27 og 28 janúar. Sent sunddeild Tindastóls.
 3. Bréf frá UMFÍ um samráðsfund 9-10 maí á Akureyri.
 4. Svar frá Vinnumálastofnun Norðurlands vestra, Samþykkt var eitt starf í 4 mánuði. Formanni falið að ráða í starfið tímabundið.
 5. Ákveðið að styrkja Bjarka Má Árnason um 50.000 kr. vegna þjálfaranámskeiðs.
 6. Ákveðið að nýta nýjan starfsmann strax í að senda út kjörbréf vegna ársþings.

Fundi slitið

 12. febrúar 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Páll, Sigurjón og Sigmundur.

 1. Umsókn um unglingalandsmót á Sauðárkróki 2009 óskað var efir stuðningi sveitafélagsins við umsóknina og bárust mjög jákvæð svör frá sveitastjóra og tómstundanefnd. Í framhaldi var send formleg umsókn til UMFÍ. Ákvörðun verður tekinn 16 febrúar.
 2. Sigurjón búinn að senda sveitafélaginu erindi um reglugerð að  vinnulagi á vali Íþróttamanns Skagafjarðar.
 3. Ársþing UMSS. Ákveðin fundur miðvikudaginn 18/2 kl. 17:00 þá verður gengið frá kjörbréfum og þau send út.
 4. KSÍ sendir dagskrá og kjörbréf vegna 63 ársþings KSÍ. Skúli tók kjörbréfið.
 5. Bréf frá ÍSÍ um fulltrúarfjölda á íþróttaþing, 2 fulltrúar 17 – 18 apríl.
 6. Bréf frá UMFÍ. Fyrirhuguð er ungmennaráðstefna 4-5 man á Akureyri. Ákveðið að senda afrit af bréfinu í hús Frítímanns.
 7. Bréf frá skíðadeild Tindastólls. Umsókn um styrk vegna vetrarleika 27 feb. – 1 mars. Ákveðið að styrkja um 50.000 kr. fyrst um sinn.

Fundi slitið

 

28. janúar 2009 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Páll, Sigurjón, Sigmundur, Helga og Jakob.

 1. Ákveðið að halda ársþing UMSS 6. mars 2009. Neisti verður gestgjafi. Sigurjón og Helga sjá um boðsbréf.
 2. Námskeið í Felix og fleira í sambandi við félagsstörf áætlað í lok mars.
 3. Lesið yfir bréf frá Þórarni Eymundssyni, þar sem hann gagnrýnir starfsreglur við val á íþróttamanni ársins. Sigurjón hafði þegar svarað honum og þakkað þessar ábendingar. Gerðar hafa verið tillögur að verklagsreglum um þessar kosningar og var ákveðið að kynna þær fyrir  fulltrúa sveitafélagsins. Sigurjón sér um það.
 4. Jakob kynnir fyrir okkur drög að smábæjar-skíðamóti.  Haldið þann 27 feb.– 1 mars . dagskrá var lögð  fram. Óskað eftir aðkomu UMSS að því að fjármagna verðlaunagripi sem veita á þátttakendum. Stjórn tók vel í að styrkja þetta verkefni og bíður samt eftir formlegri umsókn.
 5. Bréf frá KS. Menningarsjóður KS styrkir UMSS til kaupa á samkomutjaldi, um 250.000. kr. Ákveðið að hugsa þetta tjaldamál betur, en Páll þarf að sækja þennan pening og leggja inn á bók.
 6. UMFÍ minnir á lottó úthlutun 2009. Fundarboð frá ÍSÍ á Íþróttaþing    17. – 18. apríl.
 7. Umsókn frá Tindastóli vegna þjálfaranámskeiða. Samþykkt að styrkja um 42.000 kr.
 8. Umsókn frá Tindastóli og Neista vegna þjálfaranámskeiðs Bjarka Árnasonar. Tekið vel í að styrkja hann en upphæð ekki ákveðin fyrr en reikningar liggja fyrir .

Fundi slitið

16. desember 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sigmundur, Sigurjón, Páll og Jakob.

 1. Gestur frá Skíðadeild Tindastóls, Sigurður Bjarni Rafnsson. Hugmynd um að halda stórt skíðamót t.d. einhverskonar smábæjarleikar og þá fyrir yngri krakka. Óskað eftir samstarfi við UMSS um að halda slíkt mót. Ákveðið að ræða þetta mál við framkvæmdarstjóra UMFÍ.
 2. Val Íþróttamanns Skagafjarðar 2008. Óli Arnar Brynjarsson ætlar ekki að starfa. Varamaður Sigurjón Þórðarson tekur hans sæti.
 3. Bréf og Póstur : Dagsetningar á vegum almenningíþróttasviðs íþrótta og Ólympíudeild. Lífshlaupið 2-24 febrúar. Hjólað í vinnuna 6 – 26 maí. Sjóvá Kvennahlaup ÍSÍ 20 júní
 4. Handbók ÍSÍ barst.
 5. Þá er beint til sambandsaðila að skipa landsmótsnefndir fyrir næsta landsmót.
 6. Fundargerð 36. Sambandsráðfundur UMFÍ.
 7. Keypt afmæliskveðja í 100 ára afmælis Laugdælings.
 8. Vinnureglur vegna ráðningar erlendra leikmanna.
 9. Bréf frá UMFÍ. Beiðni um lög sambandsins og virka félaga inn sambandsins. Formanni falið að safna þessum lögum saman. Lög UMSS hafa nýlega verið send til UMFÍ í ársskýrslu.
 10. Faglýst félagsnámskeið á vegum UMFÍ, Bændasamtök og Kvenfélagsamtök.
 11. i.        64 ársþing KSÍ. Fulltrúar á þing. Tindastóli falið að tilnefna fulltrúa.

Fundi slitið

19. nóvember 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir: Sigmundur, Sigurjón, Páll, Helga og Jakob.

 1. Bréf frá ÍSÍ, formannafundur verður haldinn 28. nóv. Ákveðið að senda fulltrúa. Ræðst í næstu viku hvort Sigurjón kemst.
 2. Íþrótta og Ólympíusamband Íslands kynna umsókn í ferðasjóð íþróttafélaga. Ákveðið að áframsenda bréfið til formanna aðildarfélaga.
 3. Val Íþróttamanns Skagafjarðar 2008. Hafa sama fyrikomulag og verið hefur. Ákveðið að stefna að 29/12, kl. 17:00 í Frímúrarasal. Tilnefndir í nefnd : Helga Eyjólfsdóttir frá UMSS, María Björk Ingvarsdóttir, Páll Friðriksson frá UMSS, Guðný Jóhannesdóttir, Óli Arnar Brynjólfsson
 4. Dreifibréf verður sent út til félaga sem fyrst
 5. Styrkumsókn frá sunddeild Tindastólls vegna þátttöku Lindu B. Ólafsdóttur í sundnámskeiði. Ákveðið að samþykkja um 35.000. kr.
 6. Styrkumsókn Léttfeta tekinn fyrir aftur frá síðasta fundi. Hljóðaði upp á 200.000. kr. vegna framkvæmda við skeiðbraut. Samþykkt eftir miklar umræður að styrkja um 50.000 kr. Páll Friðriksson sat hjá við afgreiðsluna.
 7. 100 ára afmæli UMSS 2010. Ákveðið að boða Björn Björnsson á næsta fund. Næsti fundur ákveðinn fimmtudaginn 4/12.

Fundi slitið

9. október 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættr Páll, Helga, Sigurjón, Sigmundur var í síma.

1.      Kynnt umsókn um styrk frá Léttfeta – Ákveðið að fara betur yfir málið, því frestað.

2.      Páll fór yfir stöðu húsnæðismála UMSS.

3.     Samþykkt að Sigurjón fái greiddan kostnað vegna ferðar á sambandssvæðisfund UMFÍ í Stykkishólmi.

4.      Stefnt að því að hafa næsta fund 30 október 2008.

Fleira ekki tekið fyrir, fundi slitið.

11. september 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Páll, Helga, Sigurjón og Jakob.

1.        Farið yfir fjármál UMSS og rætt um starfið vítt og breytt.

2.        Formanni falið að ræða við forráðamenn félagasamtaka vegna kaupa eða leigu á samkomutjaldi.

3.        Stefnt að því að halda næsta fund 9 október.

7. ágúst 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Páll, Sigurjón, Helga og Alda framkvæmdarstjóri.

 1. Farið yfir verkefnin framundan.
  1. Þristurinn 12 ágúst.
  2. Norðurlandsmót 16 – 17 ágúst.
  3. Meistaramót Íslands 15 til 23 ára. 23 til 24 ágúst.
 2. Öldu falið að halda undirbúningi fyrir framangreind mót áfram, í samráði við frjálsíþróttafólk hjá UMSS.
 3. Formanni falið að kanna með styrki til kaupa á tjaldi fyrir UMSS.

Fundi slitið

17. júlí 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir Sigurjón Þórðarson, Helga Eyjólfsdóttir, Alda L. Haraldsdóttir, Páll Friðriksson.

 1. Prókúra á nýjum reikningi UMSS. sem stofnaður var fyrir Frjálsíþróttaskóla UMSS. Prókúruhafi Páll Friðriksson – Samþykkt.
 2. Farið yfir hvernig til tókst í frjálsíþróttaskóla UMSS. Yfir heildina tókst allt mjög vel en ýmislegt sem hægt er að pússa til fyrir næsta sumar. Fleiri starfsmenn hefði þurft.
 3. Rætt um unglingalandsmót. Framkvæmdarstjóra falið að tala við forsvarsmenn íþróttaiðkenda.
 4. Næsti fundur fimmtudaginn 24 Júlí

24. júní 2008 - Stjórnarfundur UMSS

1.        Samþykkt að ganga til viðræðna við Öldu Haraldsdóttur um að hún taki að sér verktöku fyrir UMSS.

2.        Næsti fundur fimmtudaginn 3 júlí.

11. júní 2008 - Stjórnarfundur UMSS

 1. Starfsmannamál, Nauðsynlegt að finna starfsmann fyrir næstu 2 mánuði. Nokkur nöfn og Sigurjóni falið að ræða við ákveðna aðila.
 2. Heimasíða, Formaður vill nýtt forrit fyrir heimasíðu. Ákveðið að tala við Jón Sveinsson og þá aðra ef ekki gengur. Reynt að ljúka því sem fyrst.
 3. Landsmót 2009, Í ljósi þess að uppi eru efasemdir um að ekki sé hægt að halda Landsmót UMFÍ á Akureyri á næsta ári, telur stjórn UMSS rétt að bjóða UMFÍ að halda mótið á Sauðárkróki.
 4. Búningamál, Friðrik Steinsson kominn með málið á sínar hendur. Anna Sigga í Tískuhúsinu er til í samstarf.
 5. Gunnar Sigurðsson fræddi okkur síðan um frjálsíþróttaskóla sem á að starfrækja í júlí. Einnig fór hann yfir þau frjálsíþróttamót sem verða haldin hér í sumar. Gunnar hafði samband við Harald í Enni og tókst að fá hann til að taka að sér starf framkvæmdastjóra.

Næsti fundur ákveðinn mánudaginn 23. júní nk. kl 20:30.

Fundi slitið

29. apríl 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir; Sigurjón Þórðarson, Páll Friðriksson og Helga Eyjólfsdóttir.

 1. Kynnt bréf frá Guðrúnu Eiríksdóttur dags. 10. apríl sl. vegna Olympíuleikanna í Kína.
 2. Samþykkt að mæla með því við Sveitarfélagið Skagafjörð að það skipti styrkjum til félaga samkvæmt útreikningum sem merktir eru sem fylgiskjal 2.
 3. Kynning frá hestaíþróttaráði UMSS, Magnús Bragi formaður.
 4. Ákveðið að halda hestaíþróttamót UMSS þann 9. og 10. maí n.k.

Næsti fundur ákveðinn þriðjudaginn 20. maí nk.

22. apríl 2008 - Stjórnarfundur UMSS

Mættir; Sigurjón Þórðarson, Sigmundur Jóhannesson, Páll Friðriksson og Helga Eyjólfsdóttir.

 1. Umsókn um styrk vegna þjálfaranámskeiðs frá tveimur ungum konum, Hrafnhildur Sonja Kristjánsdóttir og Anita Björk Sigurðardóttir vegna unglingadeildar körfuknattleiksdeildar Tindastóls. Ákveðið að veita styrk að upphæð 24.000-
 2. Undirbúin tillaga um skiptingu íþróttastyrkja frá Sveitarfélaginu Skagafirði. Sigurjón og Páll taka að sér að vinna endanlega tillögu um skiptinguna út frá gögnum sem hafa loksins borist.
 3. Ákveðið að halda fund að kvöldi 29 apríl og afgreiða tillöguna.

Fundi slitið

 

 Fyrri fundagerðir eru í fundagerðabókum á skrifstofu UMSS.