UMSS - Félagsmálastefna

UMSS:

● Vinnur að því að viðhalda og efla starfsemi Ungmennaráðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar í samráði við sveitarfélagið.

● Vinnur að stofnun ráðs 50+ félagsmanna til að auka veg og virðingu hreyfingar og tómstunda fyrir þennan aldurshóp.

● Vinnur að mótum heilsteyptrar stefnu í íþrótta-og tómstundamálum innan héraðs í samráði við Sveitarfélagið Skagafjörð og Akrahrepp. Þar skal fjölgun iðkenda og aðstöðujöfnun þeirra vera að leiðarljósi. Stefnan mun skiptast í fjóra flokka: íþróttastarf barna-og unglinga, almenningsíþróttir, afreksíþróttir, tómstundastarf. Stefnan verður kynnt formlega þegar hún er tilbúin og mun innihalda skýra verkaskiptingu og ábyrgð.

 

Samþykkt á 98. Ársþingi UMSS þann 10. mars 2018