102. Ársþing UMSS 2022

102. ársþingi UMSS var haldið þann 12. mars sl. í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Mæting var dræm enda hefur veiran verið að herja á Skagfirðing grimmt síðustu vikur og daga.

13 þingtillögur hafi lágu fyrir þinginu sem allar voru samþykktar samróma, þar á meðal var samþykkt hvatning til sveitarfélagsins um stefnumörkun í íþróttamálum í samstarfi við UMSS og að uppbyggingu íþróttamannvirkja á svæðinu verði hraðað.

Kjörnir inn nýir fulltrúar í stjórn UMSS, Gunnar Þór Gestsson var endurkjörin formaður UMSS, Jóel Árnason og Kolbrún Passaro eru ný í stjórn og áfram sitja þau Þorvaldur Gröndal og Þuríður Elín Þórarinsdóttir. Í varastjórn voru nýir fulltrúar kjörnir inn; Finnbogi Bjarnason, Rósa María Vésteinsdóttir og S. Fjóla Viktorsdóttir.

 

UMFÍ veitti nokkrum félögum úr hreyfingunni starfsmerki, þeim Klöru Helgadóttur, fyrrum formanni UMSS fyrir sitt starf innan hreyfingarinnar, Jóhannesi Þórðarsyni og Helgu Eyjólfsdóttur fyrir þeirra framtaksemi síðustu ára. Gunnari Sigurðssyni, fyrrverandi Íþróttamanni Skagafjarðar og þjálfara, og Birni Hansen var báðum veitt gullmerki UMFÍ.

 

 

Ómar Bragi, Helga, Jói, Klara og Gunnar Gests

 

 

 

Garðar Svansson fulltrúi ÍSÍ veitti Gunnari Sigurðssyni silfurmerki ÍSÍ fyrir hans framlag til hreyfingarinnar og Ómari Braga Stefánssyni gullmerki ÍSÍ fyrir hans vinnu og framtak til hreyfingarinnar á öllu landinu.

Gunnar Gests, Björn Hansen, Gunnar Sig. og Ómar Bragi.

Kosningu vegna íþróttamanns, liðs og þjálfara ársins 2021 lauk 22. desember og var ætlunin að reyna að halda hátíðarsamkomu milli jóla og nýs árs þar sem íþróttafólk kemur saman og þau bestu heiðruð. Þeir sem kjósa íþróttamann, lið og þjálfara eru fimm aðilar í stjórn UMSS, þrír fulltrúar frá félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, fulltrúi Feykis og forstöðumaður frístunda og íþróttamála í Skagafirði.

 

Til liðs ársins voru tilnefnd tvö lið, Kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar og Meistarafl. kvk. í knattspyrnu UMF Tindastól. Hlaut Kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar titilinn í ár, fengu 88 stig og Meistarafl. kvk. í knattspyrnu hlutu 82 stig.

Fulltrúar kvennasveitar Golfklúbbs Skagafjarðar

 

 

Til þjálfara ársins voru þrír aðilar tilnefnir; Guðni Þór Einarsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild, Helgi Jóhannesson UMF Tindastóll badmintondeild og Sigurður Arnar Björnsson UMF Tindastóll frjálsíþróttadeild.

Helgi Jóhannesson, hjá nýstofnaðri Badmintondeild UMF Tindastóls fékk heiðurinn í ár, Helgi er yfirþjálfari Badmintondeildar Tindastóls auk þess að hafa verið aðallandsliðþjálfari Íslands í badminton undanfarin tvö ár. Helgi hlaut 86 stig. Í öðru sæti lenti Sigurður Arnar hjá frjálsíþróttadeild Tindastóls með 79 atkvæði og Guðni Þór Einarsson hjá Knattspyrnudeild Tindastóls hlaut 55 stig.

 

 

Helgi Jóhannesson, þjálfari ársins.

 

Tilnefndir voru fimm íþróttamenn til Íþróttamanns ársins 2021. Það voru þau:
Anna Karen Hjartardóttir kylfingur Golfklúbbur Skagafjarðar,
Bryndís Rut Haraldsdóttir fótboltamaður UMF Tindastóll,
Eva Rún Dagsdóttir körfuknattleiksmaður UMF Tindastóll,
Ísak Óli Traustason frjálsíþróttamaður UMF Tindastóll,
Mette Moe Mannseth hestamaður Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Efstu þrjú sæti röðuðust þannig: Í þriðja sæti lenti Eva Rún Dagsdóttir með 37 atkvæði, Mette Moe Mannseth hlaut 51 atkvæði og 2 sætið. Í fyrsta sæti og Íþróttamaður UMSS 2021 með 91 atkvæði af 100 mögulegum var Frjálsíþrótta tugþrauta kappinn Ísak Óli Traustason sem hlaut þessa kosningu þriðja árið í röð fyrir afrek sín bæði innanlands og utanlands á árinu sem leið.

 

Hann varð Íslandsmeistari í sjöþraut, grindarhlaupi innan og utanhúss og stangarstökki auk þess sem hann bætti sitt besta í flestum greinum. Ísak keppti fyrir hönd Íslands á Evrópubikarnum í Frjálsum íþróttum í Búlgaríu síðastliðið sumar og var kjörinn fjölþrautakappi Frjálsíþróttasambands Íslands 2021.

Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er einnig heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefningin skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annarra unglinga. Tólf krakkar voru tilnefnir frá síðu félagi fyrir sitt framlag Munu þessir krakkar auk þeirra sem áttu að fá þessa viðurkenningu árið 2020 fá viðurkenningar platta á næstu vikum.