104. ársþing UMSS 27. apríl 2024

104. ársþing UMSS verður haldið laugardaginn 27. apríl kl. 10:00 í Félagsheimilinu Tjarnabæ, Sauðárkróki

Formenn aðildarfélaga eru sjálfkjörnir sem fulltrúar á ársþing og varamenn í forföllum þeirra.

Fulltrúafjöldi hvers aðildarfélags ákvarðast að öðru leiti af fjölda félagsmanna aðildarfélaganna.  Tala félagsmanna skal miðuð við tölu gjaldskyldra félaga (18 ára og eldri) við síðustu áramót.

-          2 fulltrúar auk formanns fyrir 0-100 félagsmenn.

-          3 fulltrúar auk formanns fyrir 101-150 félagsmenn.

-          4 fulltrúar auk formanns fyrir 151-200 félagsmenn.

Síðan bætist við einn fulltrúi fyrir hverja byrjaða 100 félagsmenn að 1000 félögum, en einn fulltrúa á hverja byrjaða 200 félaga þar fyrir ofan.

Atkvæðisrétt á þingum sambandsins hafa einungis kjörnir fulltrúar aðildarfélaganna og stjórn UMSS.  Sérhver ungmennafélagi hefur málfrelsi og tillögurétt hvar sem er á fundum ungmennafélaganna. Auk þess eiga seturétt á þinginu með málfrelsi og tillögurétt, fulltrúar í sérráðum UMSS, aðrir sem kjörnir eru í trúnaðarstöður hjá sambandinu og þeir aðrir sem stjórn UMSS býður til þings.

Dagskrá þings

Þingtillögur

Árskýrsla og ársreikningar 2023