105. Ársþing UMSS

105. Ársþing UMSS 2025
105. Ársþing UMSS 2025

105. Ársþing UMSS var haldið þann 30.apríl í Húsi frítímans.

Gunnar Þór Gestsson setti þingið og tilnefndi Guðlaug Skúlason þingforseta og Þorvald Gröndal þingritara sem var samþykkt samhljóða.

Guðlaugur tók strax til starfa tilnefndi Elvar Einarsson, Jón Kolbein Jónsson og Margréti Berglindi Einarsdóttir í kjörbréfanefnd, síðan kom Þorvaldur upp í pontu til að fara yfir skýrslu stjórnar UMSS og Thelma Knútsdóttir framkvæmdastjóri UMSS fór svoyfir reikninga sambandsins. Kjörbréfanefndin fór yfir kjörbréfin og voru 9 af 11 aðildarfélögum mætt. 50 fulltrúar af 65 sem er ágætis mæting miðað við fyrri ár.

Umræður urðu um skýrslu og reikninga stjórnar; sér í lagi frjálsíþróttaráð og lottótekjur. Sem Gunnar og Thelma svöruðu. Ársreikningur var svo samþykktur samhljóða.

Síðan tók við umræður gesta; Halldór Lárusson starfsmaður hjá Starfstöðvum Íþróttahéraða á Norðurlandi vestra sagði frá hvað þau Sigríður Inga Viggósdóttir sem er einnig starfsmaður Starfsstöðvarinnar hér á Sauðárkróki fyrir Norðurland vestra, eru að vinna við og hvaða verkefni eru fram undan hjá þeim. Garðar Svavarsson frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands þar sem hann talaði um íþróttahéruðin og þing ÍSÍ sem er fram undan miðjan maí. Gunnar Þór kom fram fyrir hönd Ungmennafélag Íslands en hann situr þar sem varformaður. Veitti hann Sigríður Fjólu Viktorsdóttir og Dagbjörtu Rós Hermundsdóttir starfsmerki UMFÍ fyrir þeirra störf hjá aðildarfélögum UMSS og síðan var Guðmundur Sveinsson heiðraður með Gullmerki UMFÍ fyrir hans störf fyrir hreyfinguna sem telur hátt í 50 ár. Þorvaldur kom svo aftur í pontu og sagði frá vinnu starfshóps þar sem verið er að vinna í upplýsingasöfnun íþróttahreyfingunnar í Skagafirði.

Tekið var hlé á fundarstörfum og gætt sér á súpu áður en farið var í tillögunar sem lagðar voru fram. Breyting á lögum UMSS var ein af tillögunum og voru breytingar samþykktar ásamt nokkrum á orðnum breytingum. Tillaga að nýrri Lottóreglugerð var felld og mun stjórn UMSS og formenn aðildarfélaganna taka hana fyrir á næsta formannafundi og leggja fram nýja tillögu á 106. ársþingi UMSS að ári. Breytingar voru gerðar á tillögum 2 og 5 eftir að Lottótillagan var felld og voru þær breytingar samþykktar samhljóða. Hvatningar- og þakkartillögur voru svo teknar fyrir og samþykktar samhljóða.

Síðan tóku við kosningar; Gunnar Þór Gestsson bauð sig fram til áframhaldandi formannssetu til tveggja ára sem var samþykkt samhljóða, Þorvaldur Gröndal bauð sig fram til eins árs sem var samþykkt samhljóða, Kolbrún Passaro og Þuríður Elín Þórarinsdóttir buðu sig fram til tveggja ára sem var samþykkt samhljóða. Varastjórn til eins árs; Elvar Einarsson, Ragnheiður Lára Brynjólfsdóttir og Indriði Ragnar Grétarsson. Skoðanamenn reikninga Frímann Guðbrandsson og Jóhann Sigmarsson. Tilnefnt var í Frjálsíþróttaráð; Laufey Rún Harðardóttir, Sarah Holzem, Sigurlínu Einarsdóttir og Sigurð Arnar Björnsson, Thelma Knútsdóttir sem starfsmaður ráðsins. Engin önnur mál voru rædd og sleit nýkjörin formaður UMSS, Gunnar Þór Gestsson þinginu.