24. Unlingalandsmót UMFí

Þátttakendur eru rúmlega þúsund á aldrinum 11 til 18 ára, foreldrar þeirra, forráðafólk og systkini sem hafa leikið sér saman og keppt í fjölda greina í blíðskapar veðri hér á Sauðárkróki.

Um 18 keppnisgreinar eru í boði á mótinu og fjöldi annarra greina sem allir þátttakendur geta komið og prófað og leikið sér í.

Á meðal greinanna sem mótsgestir á öllum aldri geta komið og tekið þátt í án þess að skrá sig sérstaklega eru opinn flokkur í bogfimi, pílukast og frisbígolf. 

Mótið verður sett í kvöld og þar koma m.a. fram fótafimi fótboltasnillingurinn Andrew Henderson, landsliðsfólk í fimleikum og margir fleiri sem verða með sýningar og vinnubúðir alla helgina.

Körfubolti, (fjöldi liða og úrslit)

Frjálsíþróttir, 595 bætingar voru gerða á Sauðárkróksvelli í frjálsum, 53 boðhlaupssveitir hlupu 4x100m og 445 einstaklingar kepptu í greinum á mótinu. Margir voru að stíga sín fyrstu spor og aðrir settu Íslandsmet í sínum aldursflokki en boðið var upp á í aukagrein stangarstökk þar sem tvö aldursflokkamet voru sett. Karl Sören Theodórson 13 ára (sonur Tedda Kalla Lú) setti aldursflokkamet þegar hann fór yfir 3,47m og Daníel Breki Elvarsson  17 ára frá HSK setti aldursflokka met 16-17 sem hafði staðið síðan 2007 þegar hann stökk yfir 4,24m. Til hamingu allir með ykkar árangur. UMSS nældi sér í 9 unglingalandsmóts titla, 16 silfur og 9 brons.

 

Fréttin verður uppfærð

Eigið góða helgi :)