24. Unglingalandsmót UMFÍ

Þátttakendur eru rúmlega þúsund á aldrinum 11 til 18 ára, foreldrar þeirra, forráðafólk og systkini sem hafa leikið sér saman og keppt í fjölda greina í blíðskapar veðri hér á Sauðárkróki.

Um 18 keppnisgreinar eru í boði á mótinu og fjöldi annarra greina sem allir þátttakendur geta komið og prófað og leikið sér í.

Á meðal greinanna sem mótsgestir á öllum aldri geta komið og tekið þátt í án þess að skrá sig sérstaklega eru opinn flokkur í bogfimi, pílukast og frisbígolf. 

Mótið verður sett í kvöld og þar koma m.a. fram fótafimi fótboltasnillingurinn Andrew Henderson, landsliðsfólk í fimleikum og margir fleiri sem verða með sýningar og vinnubúðir alla helgina.

Bogifimi, Caitlyn Morrie S Mertola varð unglingalandsmótsmeistari í bogfimi opnum flokk 11-14 ára með 78 stig.

Frjálsíþróttir, 595 bætingar voru gerða á Sauðárkróksvelli í frjálsum, 53 boðhlaupssveitir hlupu 4x100m og 445 einstaklingar kepptu í greinum á mótinu. Margir voru að stíga sín fyrstu spor og aðrir settu Íslandsmet í sínum aldursflokki en boðið var upp á í aukagrein stangarstökk þar sem tvö aldursflokkamet voru sett. Karl Sören Theodórson 13 ára (sonur Tedda Kalla Lú) setti aldursflokkamet þegar hann fór yfir 3,47m og Grétar Björn Unnsteinsson  17 ára frá HSK setti aldursflokka met 16-17 sem hafði staðið síðan 2007 þegar hann stökk yfir 4,24m. Til hamingu allir með ykkar árangur. Keppendur UMSS í frjálsum íþróttum unnu 9 unglingalandsmóts titla, lentu 16x í öðru sæti og 9x í þriðja sæti. 

Golf, í golfi varð Sigurbjörn Darri Pétursson í 1. sæti í hópi 11-13 ára drengja, Gígja Rós Bjarnadóttir varð í 2. sæti í hópi 11-13 ára stúlkna, Dagbjört Sísí Einarsdóttir varð í 2.sæti og Berglind Rós Guðmundsdóttir í 3. sæti í hópi 14-15 ára stúlkna og í hópi 16-18 blandaður hópur varð Tómast Bjarki Guðmundsson í 1. sæti, Una Karen Guðmundsóttir í 2. sæti og Brynjar Már Guðmundsson í 3. sæti. 

Grasblak og Grashandbolti, Þar kepptu fjöldi sveita en ekki er hægt að lesa úr nöfnunum á liðunum í úrslitunum hvort einhverjir skagfirðingar voru þar að spila :)

Hestaíþróttir, Greta Berglind Jakobsdóttir 2. sæti í Fjórgangur 10-13 ára, Alexander Leó Sigurjónsson 1. sæti og Greta Berglind Jakobsdóttir Tölt 10-13 ára, Þórgunnur Þórarinsdóttir 2. sæti Fjórgangur 14-18 ára, Súsanna Guðlaug Halldórsdóttir 1. sæti Tölt 14-18 ára, og Kristinn Örn Guðmundsson 1. sæti og Sveinn Jónasson 2. sæti í Fimmgang 14-18 ára.

Júdó, Kristjana Rögn Friðriksdóttir Bl.U13-50 1. sæti, Freyr Hugi Herbergsson Dr.U18-73 1. sæti, Jóhanna María Grétarsdóttir St. U-18-48 1. sæti, Catilynn Morrie S. Mertola St. U-18-48 2. sæti og Jo Althea Marien S. Mertola St. U-18-48 3. sæti.

Knattpsyrna, eins og í grasblaki og grashandbolta er erfitt að vita í hvaða liði skagfirðingar voru í en þessi lið voru augljós, 11-12 ára stúlkur var í 1. sæti Tindastóll.

Körfubolti, eins og í grasblaki og grashandbolta er erfitt að vita í hvaða liði skagfirðingar voru í en þessi lið voru augljós og af sumum var búið að láta vita 17-18 ára strákar Twin Towers 2. sæti.

Skák, lokaður flokkur 15-18 ára Daníel Esekíel Agnarsson 2. sæti, opin flokkur Hafþór Ingi Brynjólsson 2. sæti og Halldór Stefánsson 3. sæti.

Sund og Upplestur, engin skagfirðingur í verðlaunasæti.

Fréttin verður uppfærð