80 ára afmæli Sundlaug Varmahlíðar

Sundlaugin í Varmahlíð
Sundlaugin í Varmahlíð

80 ára vígsluafmælishátíð Sundlaugarinnar í Varmahlíð verður haldin þann 29. ágúst nk. kl.14:00.

Synda á þar Grettissund, en það var fyrst synt í Varmahlíðarlaug árið 1940.

Grettissund er 500 metra sund með frjálsri aðferð og er öllum íbúum Skagafjarðar frjálst að taka þátt.

Sundið verður þreytt um kl. 15:30. Keppt verður í karla- og kvennaflokki.

Skráning í sundið er í síma 861 6801