Afreksmannasjóður UMSS 2020

Opið er fyrir umsóknir í Afreksmannasjóð UMSS fyrir árið 2020 til og með 30. nóvember.
Tilgangur sjóðsins er sá að styrkja skagfirska afreksmenn til æfinga og keppni.
Rétt til styrkveitinga eiga þeir, sem skara fram úr í íþróttagrein sinni.
Eingöngu félagar innan aðildarfélaga UMSS, sem stunda íþróttir iðkaðar innan UMSS geta sótt um í sjóðinn.