ALLIR MEÐ!

ALLIR MEÐ leikarnir verða í LAUGARDALUM 9. nóvember

Allir með leikarnir er sannkölluð Íþróttaveisla í Laugardalnum fyrir börn á grunnskólaaldri. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum fatlaðra barna til íþróttaiðkunar.

Allir fá að spreyta sig

Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggjá ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.

Verkefnið er styrkt af Félags- og vinnumálaráðuneytinu, Heilbrigðisráðuneytinu og Mennta- og barnamálaráðuneytinu.
Íþróttahreyfingin sér um framkvæmd verkefnisins sem verður unnið á tímabilinu 2023 – 2025.

Markmið:

  • Að fjölga tækifærum fatlaðra til íþróttaiðkunar í samstarfi við íþrótthreyfinguna
  • Að öll börn og ungmenni eigi möguleika á því að taka þátt í íþróttum í sínu nær umhverfi í samræmi við óskir sínar og þarfir – með viðeigandi aðlögun.
  • Að allir skulu eiga kost á að öðlast reynslu af þátttöku í íþróttum og verða sér úti um leikni til að þróast í öryggi og góðum félagsskap
    Verkefnið fór af stað í byrjun árs 2023 og var Valdimar Gunnarsson ráðinn verkefnisstjóri og hefur hann aðsetur á Skrífstofu ÍF