ALLIR MEÐ leikarnir verða í LAUGARDALUM 9. nóvember
Allir með leikarnir er sannkölluð Íþróttaveisla í Laugardalnum fyrir börn á grunnskólaaldri. Leikarnir eru hluti af verkefninu Allir með, með það að markmiði að fjölga tækifærum fatlaðra barna til íþróttaiðkunar.
Allir fá að spreyta sig
Verkefnið „Allir með“ er samstarfsverkefni ÍSÍ, UMFÍ og ÍF (Íþróttasamband fatlaðra). Verkefnið er þriggjá ára verkefni sem er liður í að ná markmiðum 30. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Þar eru skýr ákvæði um viðeigandi aðlögun allra í íslensku samfélagi.