ALLIR MEÐ

UMSS og Svæðisstöðvar íþróttahéraða standa fyrir íþróttahátíð í Skagafirði - Allir með.  

 
Íþróttahátíðin verður í matsal Árskóla og íþróttahúsi Sauðárkróks þann 11. september og verður dagskráin tvíþætt.  
Matsalur Árskóla:  
Kynning á íþróttastarfi kl. 17:00 -18:30. Þessi hluti er opin öllum sem hafa áhuga á íþróttum og að stunda þær. Fólk er boðið velkomið í matsal Árskóla þar sem að íþróttafélög verða með kynningu á starfsemi sinni. Hægt er að fá aðstoð við skráningu á Abler.  
 
Íþróttahús Sauðárkróks:  
Íþróttahátíð - Allir með kl. 17:00 – 18:30. Þessi hluti er hugsaður fyrir börn og ungmenni með fatlanir og þau sem finna sig ekki í hefðbundu íþróttastarfi. Þessi hluti verður þannig að í íþróttahúsinu verður kynning á t.d. júdó, badminton, frjálsum, fótbolta, körfubolta og boccia. Það er von okkar að sem flest börn og ungmenni með fatlanir og fjölskyldur þeirra sjái sér fært um að mæta og kynna sér það góða starf sem er í boði. Við hvetjum börn og ungmenni til að koma í íþróttafatnaði og íþróttaskóm og taka virkan þátt.  
 
Inngangur  
Hægt er að ganga inn í A - álmu í Árskóla og inn um aðalinngang íþróttahúss.