Þann 16. maí fer fram ráðstefna á vegum Bjarts lífsstíls, unnin í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og heilsueflandi samfélag (HSAM).
Dagskráin er sniðin fyrir skipuleggjendur og þjálfara sem sjá um hreyfiúrræði fyrir 60+ og áhugasama aðila um málefnið.
Ráðstefnan er haldin í Háskólanum í Reykjavík, stofu M101 kl. 12:00 og stendur til 16:00.
Fyrir þá sem hafa áhuga á að sitja ráðstefnuna en komast ekki á staðinn þá verður einnig boðið upp á streymi.
Tekið skal fram að einungis eru 140 sæti laus í sal.
Aðgangseyrir: Frítt.
Þessi ráðstefna er fyrsta sinnar tegundar og viljum við því hvetja þig til að nýta tækifærið og skrá þig sem fyrst.
Ef þú veist um fleiri áhugasama aðila sem myndu vilja sitja ráðstefnna þá máttu endilega láta þá vita af ráðstefnunni.
Skráning og dagskrá má finna inn á https://www.bjartlif.is