Fimm hestamenn úr röðum Hestamannafélagsins Skagfirðings í landsliðshópum Landssambands hestamannafélaga

Mynd frá LH.
Mynd frá LH.

Landssamband hestamannafélaga (LH) kynnti í vikunni tvo landsliðshópa LH Landsliðshóp og U21 Landsliðshóp.

Breytingin sem LH hefur gert á landsliðsmálum er að landsliðshópur LH verður virkur allt árið um kring og mun koma að ýmsum viðburðum, mótum og sýningum sem eru til þess fallnar að efla hestaíþróttina og styrkja liðið til árangurs.

Í frétt LH kemur fram að það sem felst í markvissu afreksstarfi er meðal annars að byggja upp afreksíþróttamenn, afreksknapa í þessu tilfelli, með langtímamarkmið í huga og skapa umhverfi þar sem afreksknapi getur bætt sig í sinni íþrótt, til að auka líkur á enn betri árangri á komandi stórmótum og með því að halda úti virkum landsliðshóp gefst tækifæri til að sinna betur markvissu afreksstarfi í hestaíþróttum þar sem áhersla er lögð á knapann sem íþróttamann.

Landsliðsþjálfarar hópanna eru þeir Sigurbjörn Bárðason og Arnar Bjarki Sigurðarson U21 landsliðshóps.

Hestamannafélagið Skagfirðingur á fimm aðila í landsliðshópum LH:

Ásdís Ósk Elvarsdóttir U21, Guðmar Freyr Magnússon U21, Viktoría Eik Elvarsdóttir U21, Þórarinn Eymundsson og Þórdís Inga Pálsdóttir U21.