Fræðsludagur UMSS 2023

Fræðsludagur UMSS 2023 verður haldinn í Ljósheimum 16. nóvember og hefst hann kl. 17:30.

Öllum stjórnarmönnum aðildarfélaga UMSS, þeirra deildir og nefndir, auk öllum þjálfurum hjá aðildarfélögunum er boðið að koma og taka þátt á Fræðsludegi UMSS 2023.

Dagskrá Fræðsludags UMSS 2023;

kl. 17:15 Húsið opnar

kl. 17:30 Valdimar Gunnarsson „ALLIR MEÐ - Farsælt samfélag fyrir öll – brúum bilið“

Markmiðið er að öll börn og ungmenni eigi möguleika á að taka þátt í íþróttum í samræmi við óskir þeirra og þarfir. Áhersla er á að fötluðum börnum og ungmennum verði til að mynda gert kleift að stunda íþróttir með ófötluðum börnum kjósi þau svo.

Valdimar Gunnarsson er verkefnastjóri verkefnisins og mun vinna að framgangi aðgerðanna og eiga í samstarfi við sveitarfélög og íþróttafélög um land allt, auk fulltrúa félagsþjónustu, skóla, íþróttahéraða ÍSÍ og UMFÍ og fjölda annarra sem tengjast verkefninu. Einnig verða veittir styrkir og aðstoð við þróun sprotaverkefna í íþróttastarfi sem hafa þann tilgang að efla nýsköpun og styrkja við góðar fyrirmyndir þannig að markmið verkefnisins nái fram að ganga.

kl. 18:30-19:00 Matar- og kaffihlé

kl. 19:00 Uppgjör Unglingalandsmót – Sjálfboðaliðar

kl. 19:30 Formannafundur UMSS

      Formenn og stjórnarfólk aðildarfélaga og deilda innan UMSS er boðað á formannafund þar sem  

kl. 20:30 Fræðsludegi UMSS 2023 slitið.