Fræðslufundur UMSS

Pálmar Ragnarsson, þjálfari yngri flokka Vals, hélt fyrirlestur um Jákvæð samskipti, á fundi UMSS. M…
Pálmar Ragnarsson, þjálfari yngri flokka Vals, hélt fyrirlestur um Jákvæð samskipti, á fundi UMSS. Mynd: Feykir.is

Fyrsti Fræðslufundur UMSS sem haldin var í Miðgarði, Varmahlíð þann 6. nóv. sl. tókst einstaklega vel. Mætu fjölmargir stjórnarmenn og þjálfarar aðildarfélaga UMSS.

Kynntar voru Siðareglur UMSS sem eru að fara í dreifingu í öll hús í Skagafirði á næstu dögum.
Farið var yfir nýjar reglur um val á Íþróttamanni, liði og þjálfara ársins og Hvatningarverðlaunum UMSS.
Vegna ófyrirséðna aðstæðna var viðurkenningu til UMSS frá Íþrótta- og Ólympíunefnd Íslands (ÍSÍ) fyrir fyrirmyndarhérað ÍSÍ frestað um óákveðin tíma. Hægt er að nálgast Handbók UMSS sem gerð var fyrir þá viðurkenningu hér.
Ómar Bragi Stefánsson, landfulltrúi UMFÍ, fór yfir helstu verkefni UMFÍ sem eru að vinna í, einnig sýndi hann okkur myndband sem var tekið upp á Landsmótinu hér í Skagafirði í sumar og á Unglingalandsmótinu á Þorlákshöfn í ágúst.
Pálmar Ragnarsson hélt fyrirlestur um Jákvæð samskipti milli þjálfara og iðkenda - fróðlegt að hlusta og vonandi fóru þjálfarar og stjórnarmenn heim stútfullir að fróðleik.

Við þökkum ykkur öllum sem sáuð ykkur fært að mæta og fyrir að taka þátt á þessum frábæra fundi.

Áfram UMSS!