Fréttir frá Golfklúbb Skagafjarðar

Kvennasveit GSS lenti í 6. sæti í 1. deild á íslandsmóti Golfklúbba sem fram fór dagana 22.-24. júlí sl. Úrslitin þýða að liðið leikur áfram í 1. deild. Árný Lilja Árnadóttir var liðsstjóri og valdi liðið sem er þannig skipað: Anna Karen Hjartardóttir, Dagbjört Rós Hermundsdóttir, Hildur Heba Einarsdóttir, Sigríður Elín Þórðardóttir, Sólborg Björg Hermundsdóttir, Telma Ösp Einarsdóttir og Una Karen Guðmundsdóttir.

Golfklúbburinn sendi einnig karlasveit sína til keppni á Íslandsmóti golfklúbba í 2.deild dagana 26-28 júlí 2021. Keppnin var að þessu sinni haldin á hinum glæsilega golfvelli GKB á Kiðjabergi. Úrslit helgarinnar þýða að liðið leikur í 3. deild að ári. Sveit GSS skipuðu þeir: Arnar Geir Hjartarson, Atli Freyr Rafnsson, Elvar Ingi Hjartarson, Hákon Ingi Rafnsson, Hlynur Freyr Einarsson, Ingvi Þór Óskarsson og Jóhann Örn Bjarkason.

Upplýsingar frá Feykir.is