Frjálsíþróttamót aðildarfélaga UMSS

Í kvöld fer fram Kastmót Smára í Varmahlíð í frjálsum íþróttum. Keppt verður í kringlukasti, kúluvarpi og sleggjukasti. Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið á mótaforriti Frjálsíþróttasambandsins (FRÍ) hér.

Þann 11. júní fer svo fram 1. Sumarmót UMSS í frjálsum íþróttum á Sauðárkróksvelli. Keppt verður í 60 og 100 m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi og spjótkasti. Hægt er að nálgast upplýsingar um mótið á mótaforriti FRÍ hér.