Golfklúbbur Sauðárkróks

Aðalfundur GSS var haldinn þann 26.11. í golfskálanum á Hlíðarenda. Á fundinum var Kristján Bjarni Halldórsson​ kosinn nýr formaður og Kristján Eggert Jónasson gjaldkeri.

Auk hefðbundinna aðalfundastarfa var Guðrún Björg Guðmundsdóttir​ veittur Háttvísibikarinn, en hann er afhentur fyrir dugnað, jákvætt viðmót og prúðmannlega framgöngu innan félagsins. Golfsambandi gaf bikarinn í tilefni af 40 ára afmæli félagsins árið 2010 og hefur hann verið veittur síðan.