Golfklúbbur Sauðárkróks

Mikið er búið um að vera hjá Golfklúbbi Sauðárkróks síðustu vikur.

En úrslitin í holukeppni GSS réðust í lok ágúst og var Rafn Ingi Rafnsson holukeppnismeistari GSS árið 2019.  Holukeppnin er afar skemmtilegt fyrirkomulag þar sem allir hafa jafna möguleika þar sem full forgjöf er tekin inn í spilið.

Opna Advania mótið var haldið 1. september sl. Sigurvegarar þar voru þau  Telma Ösp Einarsdóttir og Hjörtur Geirmundsson.

Síðasta mótið í Norðurlandsmótaröðinni var þann 15. september.  GSS átti samtals 9 keppendur á lokamótinu á Akureyri en í mótaröðinni í heild í sumar áttum við 18 þátttakendur. Keppendur GSS röðuðu sér í verðlaunasæti á lokamótinu:  Telma Ösp var sigraði flokk 18-21 árs stúlkna, Hildur Heba Einarsdóttir var í öðru sæti í flokki 15 – 17 ára stúlkna, Anna Karen Hjartardóttir var í öðru sæti í flokki stúlkna 14 ára og yngri. 

Heildarkeppnin kallast Norðurlandsmeistarinn.  Þá er tekin saman besti samanlagður árangur á þrem mótum í sumar og reiknuð stig fyrir hvert sæti. Klúbburinn eignaðist þ.a.l. tvo Norðurlandsmeistara þetta árið. Telma Ösp Einarsdóttir varð stigameistari í flokki 18-21 árs stúlka og Anna Karen Hjartardóttir í flokki 14 ára og yngri þar sem hún deildi stigameistaratitlinum með Köru Líf Antonsdóttur úr GA. Hildur Heba Einarsdóttir lenti í 2. sæti í stúlknaflokknum 15-17 ára og Una Karen Guðmundsdóttir var í 3. sæti í stúlknaflokki, 14 ára og yngri.   

Sjá nánar HÉR

Í sumar var flogið með dróna yfir golfbrautirnar. Hægt er að nálgast myndböndin á youtube