Göngum í skólann 2020

Göngum í skólann 2020 verður sett hátíðlega miðvikudaginn 2. september í Breiðagerðisskóla í Reykjavík. Þetta er í fjórtánda sinn sem verkefnið er sett hér á landi. Flutt verða stutt ávörp og Lalli töframaður verður með skemmtiatriði. Að því loknu verður verkefnið ræst með viðeigandi hætti þar sem nemendur, starfsfólk Breiðagerðisskóla og gestir munu ganga stuttan hring í nærumhverfi skólans.

Fjöldi skóla sem tekur þátt hefur fjölgað jafnt og þétt með árunum en fyrst þegar verkefnið fór af stað árið 2007 tóku 26 skólar þátt og í fyrra voru alls 74 skólar skráðir til þátttöku. Það verður gaman að sjá hvort ekki fleiri skólar taka þátt í ár! Það er einfalt að skrá skóla til þátttöku en það er gert með því að smella hér, eða fara inn á vefsíðu Göngum í skólann.

Vefsíða Göngum í skólann