Hestamannafélagið Skagfirðingur

Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hlekkur frá Lækjamóti Íslandsmeistarar 2016 í fimi ungmennaflokki. Mynd: H…
Ásdís Ósk Elvarsdóttir og Hlekkur frá Lækjamóti Íslandsmeistarar 2016 í fimi ungmennaflokki. Mynd: Hestafrettir.is

Norðurlandamótið í hestaíþróttum fer nú fram þessa dagana í Biri, Noregi. Íslendingar eiga marga fulltrúa á mótinu en í morgun var keppt í ungmennaflokki í gæðingakeppni þar sem Skagfirðingurinn Ásdís Ósk Elvarsdóttir náði öðru sæti á Garra frá Fitjum. Þau hlutu 8,356 í einkunn. Þetta þýðir að Ásdís Ósk mæti í b-úrslitin, næstkomandi miðvikudag.

Þá varð Ylfa Guðrún Svavarsdóttir á Sálmi frá Ytra-Skörðugili efst í unglingaflokki í morgun með 8,404 í einkunn. Komst hún þannig í a-úrslitin sem fram fara á laugardaginn.

Nánar má lesa um úrslitin á heimasíðu Eiðfaxa.

Heimild: Feykir.is