Hjólað í vinnuna 2025 hefst miðvikudaginn 7. maí

Hjólað í vinnuna 2025
Hjólað í vinnuna 2025

Hjólað í vinnuna 2025 hefst miðvikudaginn 7. maí, og verður að þessu sinni sett í Tjarnarsal, Ráðhúss Reykjavíkur kl. 08:30 sama dag.

Hjólað í vinnuna er skemmtilegt og hvetjandi verkefni sem sameinar hreyfingu, útivist og góðan starfsanda. Með því að hjóla til vinnu bætum við heilsuna, minnkum umhverfisfótspor og styrkjum liðsheildina á vinnustaðnum. Hjólreiðar eru einföld og áhrifarík leið til að hreyfa sig daglega – og gleðin smitast fljótt þegar allir eru með. 

Ungmennasamband Skagafjarðar og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hvetur fyrirtæki og starfsfólk um land allt til að taka þátt og gera vinnudaginn bæði virkari og skemmtilegri.

Skráning í Hjólað í vinnuna er í fullum gangi.

Það er einfalt að skrá sig til leiks með því að smella á "Innskráning" á heimasíðu Hjólað í vinnuna og annað hvort stofna eða ganga í lið

Tökum höndum saman – hjólum í vinnuna og mætum ferskari til leiks!