Hreyfivika UMFÍ 27.maí - 2. júní 2019

Hreyfivika UMFÍ fer fram dagana 27. maí til 2. júní næstkomandi og þá verður nú fjör.

Þetta er áttunda árið sem Hreyfivika UMFÍ fer fram en hún hefur verið haldin árlega um alla Evrópu frá árinu 2012. Markmið verkefnisins er að fjölga þeim sem hreyfa sig og hjálpa fólki að finna sína uppáhalds hreyfingu. Rannsóknir sína nefnilega að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega.