Hvatapeningar hækka í Sveitarfélagi Skagafjarðar

Í reglum um hvatapenina segir m.a. að öll börn 5-18 ára með skráð lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði eigi rétt á Hvatapeningum. Iðkendur eiga rétt á styrk frá og með því ári sem fimm ára aldri er náð, til og með því ári sem 18 ára aldri er náð. Hvatapeninga er hægt að nýta til að greiða niður æfinga-/þátttökugjöld í skipulögðu íþrótta-, lista- og tómstundastarfi og er ætlað að auka jöfnuð í samfélaginu, fjölbreytileika íþrótta-, lista- og tómstundastarfs og styrkja félagslegt umhverfi og hafa jákvæð áhrif á þroska barna og unglinga.

Reglur um Hvatapeninga verða óbreyttar.