Íslandsmót í tímatöku og götuhjólreiðum fer fram í Skagafirði daganna 28. og 30. júní

Hjólreiðakempur þeysa af stað í blíðunni 2019. Mynd frá Feykir.is 
Ljósmyndari HJALTI ÁRNA
Hjólreiðakempur þeysa af stað í blíðunni 2019. Mynd frá Feykir.is
Ljósmyndari HJALTI ÁRNA

Íslandsmótið í tímatöku (TT) fer fram, föstudaginn 28. júní, á Hólavegi nr. 767 í Skagafirði. Ræsing verður á Hólum og farið veg nr. 767 út að Siglufjarðarvegi nr. 76 þar sem er snúningspunktur og svo er hjólað til baka, alls 21 km. Fyrsta ræsing er kl. 19:00 en alls eru 34 keppendur í níu flokkum að keppa.

Íslandsmótið í götuhjólreiðum (RR) fer fram sunnudaginn 30. júní á Þverárfjallsvegi nr. 73 í Skagafirði. Allir flokkar verða ræstir út frá Strandveginum á Sauðárkróki, nánar til tekið bak við Hús frítímans og er fyrsta ræsing kl. 9:00 og alls eru 53 keppendur skráðir í sjö flokkum, skráning á það mót er opið til hádegis þann 28. júní. 

Íslandsmótin eru haldin og skipulögð af Hjólareiðafélaginu Drangey í samstarfi við Akureyrardætur og Breiðablik.