Íþróttamaður ársins 2022

Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2022 mun fer fram á morgun, 28.desember í Ljósheimum kl. 20:00. 

Krakkarnir sem hafa hlotið Hvatningarverðlaun síðustu 2 ár er einnig boðið að koma á samkomuna í ár til að taka móti viðurkenningunum sínum sem þau hafa hlotið tilnefningu til frá sínu félagi.

Í ár eru fimm íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2022. Það eru þau; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Guðmar Freyr Magnússon hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastól, Jónas Aron Ólafsson knattspyrnumaður í UMF Tindastól og Pétur Rúnar Birgisson körfuknattleiksmaður í UMF Tindastól.

Til lið ársins eru tilnefnd þrjú lið, karlasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, meistaraflokkur kk. í körfuknattleik UMF Tindastóll og meistaraflokkur kvk. í knattspyrnu UMF Tindastól.

Til þjálfara ársins er val um 6 tilnefningar; Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbi Skagafjarðar, Ásta Margrét Einarsdóttir UMF Tindastóll frjálsíþróttadeild, Baldur Þór Ragnarsson, Helgi Freyr Margeirsson og Svavar Atli Birgisson UMF Tindastóll körfuknattleiksdeild, Halldór Jón Sigurðsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild, Helgi Jóhannesson UMF Tindastóll badmintondeild og Jóhanna Heiða Friðriksdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur.

Á hátíðarsamkomunni eru einnig veittir styrkir úr Afrekssjóði UMSS og í ár eru það átta aðilar sem sóttu um og hljóta styrk úr sjóðnum; Andrea Maya Chirikadzi (frjálsar), Axel Arnarson (körfubolti), Björg Ingólfsdóttir (hestaíþróttir), Ísak Óli Traustason (frjálsar), Margrét Rún Stefánsdóttir (knattspyrna), Orri Már Svavarsson (körfubolti), Stefanía Hermannsdóttir (frjálsar) og Þórgunnur Þórarinsdóttir (hestaíþróttir).