Íþróttamaður ársins

Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2023 mun fer fram á morgun, 27. desember í Ljósheimum kl. 20:00. 

Í ár eru fimm íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2023. Það eru þau; Anna Karen Hjartardóttir kylfingur í Golfklúbbi Skagafjarðar, Daníel Gunnarsson hestamaður í Hestamannafélaginu Skagfirðing, Ísak Óli Traustason, frjálsíþróttamaður í UMF Tindastól, Murielle Tieran knattspyrnumaður í UMF Tindastól og Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleiksmaður í UMF Tindastól.

Kosningu lauk þann 21.des, en þeir sem kusu íþróttamenn, lið og þjálfara eru fimm aðilar í stjórn UMSS, þrír fulltrúar frá félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri fréttablaðsins Feykis og forstöðumaður frístunda og íþróttamála í Skagafirði.

Kosið er um þrjú efstu sætin, fyrsta (1.) sæti gefur 10 stig, annað sæti (2.) gefur 7 stig og þriðja (3.) sæti gefur 5 stig.

Til lið ársins eru tilnefnd þrjú lið, kvennasveit Golfklúbbs Skagafjarðar, meistaraflokkur kk. í körfuknattleik UMF Tindastóll og meistaraflokkur kvk. í knattspyrnu UMF Tindastól.

Til þjálfara ársins er val um 6 tilnefningar; Annika Líf Maríudóttir Noack UMF Tindastóll júdódeild, Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbi Skagafjarðar,  Halldór Jón Sigurðsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild, Pavel Ermolinski UMF Tindastóll körfuknattleiksdeild og Sigurður Arnar Björnsson UMF Tindastóll frjálsíþróttadeild.

Á hátíðarsamkomunni verður átján ungu og efnilegu ungu fólki veit Hvatningarverðlaun UMSS og einnig verða veittir styrkir úr Afrekssjóði UMSS og í ár eru það átta aðilar sem hljóta styrk úr sjóðnum.