Sigtryggur Arnar Björnsson
Íþróttamaður Skagafjarðar 2025
Íþróttamaður ársins 2025 var tilkynntur í kvöld, körfuknattleiksmaðurinn Sigtryggur Arnar Björnsson hlaut titilinn í ár, hann er staddur í Kósovó ásamt körfuknattleiksliðinu þar sem þeir spila á morgun. Körfuknattleiksliðið var valið lið ársins og Atli Freyr Rafnsson golfkennari var valinn þjálfarinn ársins.
Húsfyllir var í Ljósheimum þegar tilkynnt var um úrslitin, en auk þessara úrslita var ungu og efnilegu íþróttafólki í héraðinu veitt Hvatningarverðlaun UMSS, Landslið UMSS veitar viðurkenningar og Afrekssjóður UMSS veitir styrki til þeirra sem sóttu um og fengu úthlutað styrk.
Í ár voru sex íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2025. Það voru þau; Anna Karen Hjartardóttir golf í Golfklúbbi Skagafjarðar, David Bercedo knattspyrna UMF Tindastól, Emma Katrín Helgadóttir badminton UMF Tindastól, Freyr Hugi Herbergsson júdó UMF Tindastóll, Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleikur í UMF Tindastól og Þórgunnur Þórarinsdóttir hestar Hestamannafélagið Skagfirðingur.
Þeir sem kjósa íþróttamenn, lið og þjálfara eru fimm aðilar í stjórn UMSS, þrír fulltrúar frá félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri fréttablaðsins Feykis og forstöðumaður frístunda og íþróttamála í Skagafirði.
Kosið er um þrjú efstu sætin, fyrsta (1.) sæti gefur 10 stig, annað sæti (2.) gefur 7 stig og þriðja (3.) sæti gefur 5 stig.
Til þjálfara ársins var val um fimm tilnefningar; Annika Líf Maríudóttir Noack UMF Tindastóll júdódeild, Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbur Skagafjarðar, Júlíus Helgi Bjarnason Pílukastfélag Skagafjarðar, Konráð Freyr Sigurðsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild og Unnur Rún Sigurpálsdóttir Hestamannafélaginu Skagfirðing.
Í ár voru fjögur lið tilnefnd til lið ársins; lið Syðra Skörðugils (Hestamannafélagið Skagfirðingur), Karlasveit GSS (Golfklúbbur Skagafjarðar), meistaraflokkur kk. í knattspyrnu (UMF Tindastóll) og meistaraflokkur kk. í körfuknattleik (UMF Tindastóll).
Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er heimilt að tilnefna ungmenni sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefningin skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annarra unglinga.
Til Hvatningarverðlauna UMSS árið 2025 eru eftirtaldir sautján aðilar tilnefndir:
- Anna Lára Halldórsdóttir Ungmennafélagið Tindastóll Frjálsíþróttadeild
- Arnar Orrason Ungmennafélagið Neisti
- Auðunn Ármann Sindrason Ungmennafélagið Tindastóll Frjálsíþróttadeild
- Brynjar Morgan Brynjarsson Golfklúbbur Skagafjarðar
- Friðrik Henrý Árnason Pílukastfélag Skagafjarðar
- Friðrik Logi H. Knútsson Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári
- Hallur Atli Helgason Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild
- Hrafney Lea Árnadóttir Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild
- Jóhanna María Grétarsdóttir Noack Ungmennafélagið Tindastóll Júdódeild
- María Hrönn Helgadóttir Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild
- Nína Júlía Þórðardóttir Pílukastfélag Skagafjarðar
- Sigríður Elva Elvarsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
- Sigrún Sóllilja Eyþórsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
- Sigrún Sunna Reynisdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
- Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári
- Styrmir Snær Rúnarsson Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild
- Víkingur Týr Thorlacius Ungmennafélagið Tindastóll Badmintondeild

Körfuknattleikslið Tindastóls - lið árins 2025 Atli Freyr Rafnsson golfkennari - þjálfari árins 2025

Viðurkenningar ársins Heiðdís Pála Áskelsdóttir söng fyrir gesti

Hvatningarverðlaun UMSS 2025 Afreksjóður UMSS
Partur af landsliði UMSS 2025

Lið ársins 2025 Þjálfari ársins 2025

Íþróttamaður Skagafjarðar 2025
Indriði Ragnar Grétarson tók við viðurkenningu S. Arnars Björnssonar, Þórgunnur Þórarinsdóttir, Anna Karen Hjartardóttir, Emma Katrín Helgadóttir og Freyr Hugi Herbergsson. Á myndina vantar David Bercedo.