Þann 5. janúar nk. mun Ungmennasamband Skagafjarðar (UMSS) og sveitarfélagið Skagafjörður halda okkar árlegu hátíðarsamkomu þar sem tilkynnt verður hver hlýtur kosningu íþróttamanns ársins, lið ársins og þjálfara ársins 2025. Á þessari hátíðarsamkomu er öllum þeim sem eru tilnefnir af sínum íþróttafélögum boðaðir og þeim veitt viðurkenningar en einnig fá krakkarnir okkar sem hafa verið tilnefnd til Hvatningarverðlauna UMSS sínar viðurkenningar.
Í ár eru sex íþróttamenn tilnefndir til Íþróttamanns ársins 2025. Það eru þau; Anna Karen Hjartardóttir golf í Golfklúbbi Skagafjarðar, David Bercedo knattspyrna UMF Tindastól, Emma Katrín Helgadóttir badminton UMF Tindastól, Freyr Hugi Herbergsson júdó UMF Tindastóll, Sigtryggur Arnar Björnsson körfuknattleikur í UMF Tindastól og Þórgunnur Þórarinsdóttir hestar Hestamannafélagið Skagfirðingur.
Þeir sem kjósa íþróttamenn, lið og þjálfara eru fimm aðilar í stjórn UMSS, þrír fulltrúar frá félags- og tómstundarnefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, ritstjóri fréttablaðsins Feykis og forstöðumaður frístunda og íþróttamála í Skagafirði.
Kosið er um þrjú efstu sætin, fyrsta (1.) sæti gefur 10 stig, annað sæti (2.) gefur 7 stig og þriðja (3.) sæti gefur 5 stig.
Til þjálfara ársins er val um fimm tilnefningar; Annika Líf Maríudóttir Noack UMF Tindastóll júdódeild, Atli Freyr Rafnsson Golfklúbbur Skagafjarðar, Júlíus Helgi Bjarnason Pílukastfélag Skagafjarðar, Konráð Freyr Sigurðsson UMF Tindastóll knattspyrnudeild og Unnur Rún Sigurpálsdóttir Hestamannafélaginu Skagfirðing.
Í ár eru fjögur lið tilnefnd til lið ársins; lið Syðra Skörðugils (Hestamannafélagið Skagfirðingur), Karlasveit GSS (Golfklúbbur Skagafjarðar), meistaraflokkur kk. í knattspyrnu (UMF Tindastóll) og meistaraflokkur kk. í körfuknattleik (UMF Tindastóll).
Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er einnig heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS. Tilnefningin skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annarra unglinga.
Til Hvatningarverðlauna UMSS árið 2025 eru eftirtaldir sautján aðilar tilnefndir:
- Anna Lára Halldórsdóttir Ungmennafélagið Tindastóll Frjálsíþróttadeild
- Arnar Orrason Ungmennafélagið Neisti
- Auðunn Ármann Sindrason Ungmennafélagið Tindastóll Frjálsíþróttadeild
- Brynjar Morgan Brynjarsson Golfklúbbur Skagafjarðar
- Friðrik Henrý Árnason Pílukastfélag Skagafjarðar
- Friðrik Logi H. Knútsson Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári
- Hallur Atli Helgason Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild
- Hrafney Lea Árnadóttir Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild
- Jóhanna María Grétarsdóttir Noack Ungmennafélagið Tindastóll Júdódeild
- María Hrönn Helgadóttir Ungmennafélagið Tindastóll Körfuknattleiksdeild
- Nína Júlía Þórðardóttir Pílukastfélag Skagafjarðar
- Sigríður Elva Elvarsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
- Sigrún Sóllilja Eyþórsdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
- Sigrún Sunna Reynisdóttir Hestamannafélagið Skagfirðingur
- Sigurbjörg Inga Sigfúsdóttir Ungmenna- og Íþróttafélagið Smári
- Styrmir Snær Rúnarsson Ungmennafélagið Tindastóll Knattspyrnudeild
- Víkingur Týr Thorlacius Ungmennafélagið Tindastóll Badmintondeild
Hátíðarsamkoman Íþróttamaður ársins 2025 mun fara fram þann 5.janúar nk. í Félagsheimilinu Ljósheimum kl. 20:00.
Á hátíðarsamkomunni verður einnig veittar viðurkenningar fyrir landsliðsfólk UMSS og styrkir úr Afrekssjóði UMSS, auk þess mun Ungmennafélagið Tindastóll tilkynna Íþróttamann Tindastóls 2025.
Thelma Knútsdóttir
framkvæmdastjóri UMSS