Íþróttamaður Skagafjarðar

Íþróttamaður Skagafjarðar 2018
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona
Íþróttamaður Skagafjarðar 2018
Þóranna Ósk Sigurjónsdóttir, frjálsíþróttakona

Tilnefningar fyrir Íþróttamaður Skagafjarðar, lið og þjálfara 2019, þurfa að berast skrifstofu UMSS fyrir 1. desember nk.

Aðildarfélög UMSS og þeirra deildir geta tilnefnt íþróttamann ársins. 

Íþróttamaðurinn skal hafa náð 18 ára aldri og eiga lögheimili í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þó er heimilt að tilnefna ungling 12-17 ára sem keppir í flokki fullorðinna og er að ná það góðum árangri að hann teljist á meðal þeirra bestu í sinni íþróttagrein.

Með tilnefningum aðildarfélaga/deilda skal skila inn greinagerð um viðkomandi íþróttamann. Þar skal m.a. koma fram:

  • Afrek/keppni erlendis á árinu (félag/landslið) í unglinga- eða fullorðins flokki 
  • Afrek/keppni á Íslandi í unglinga- eða fullorðins flokki 
  • Afrek/keppni í Skagafirði í unglinga eða fullorðins flokki 
  • Staðan yfir landið (og t.d. ef einhver unglingur er í háum styrkleikaflokki yfir landið í fullorðins flokki) 
  • Umsögn um íþróttamanninn - afrek, karakter, stefna o.s.frv.

Með tilnefningum fyrir lið og þjálfara ársins skal fylgja greinagerð um viðkomandi lið eða þjálfara

  • Arek liðsins á árinu
  • Umsögn um þjálfarann – afrek, karakter, stefnu o.s.frv.

Hvatingarverðlaun UMSS 2019

Öllum aðildarfélögum og deildum innan UMSS er heimilt að tilnefna einn pilt og eina stúlku sem hlýtur Hvatningarverðlaun UMSS árið 2019.

Tilnefninginn skal veitt þeim íþróttamanni sem er áhugasamur, með góða ástundun, sýnir góða hegðun innan vallar sem utan, er góður félagi og telst vera góð fyrirmynd annara unglinga.  Lágmarksaldur fyrir Hvatningarverðlaun UMSS er 12 ára á árinu og  hámarks aldur er 17 ára á árinu.