Íþróttavika Evrópu

Vikuna 23. - 30. september fer fram Íþróttavika Evrópu víðsvegar um álfuna. Markmið íþróttavikunnar er að kynna íþróttir og hreyfingu fyrir almenningi í Evrópu og er hún ætluð öllum óháð aldri, bakgrunni eða líkamlegu ástandi. Sérstök áhersla er lögð á að höfða til grasrótarinnar og að hvetja Evrópubúa til að sameinast undir slagorðinu #BeActive með það að markmiði að fá sem flesta til þess að hreyfa sig oftar og meira í sínu daglega lífi.

Laugardaginn 7. september verða viðburðir í Laugardalnum í Reykjavík, þar sem í boði verður að prófa margar mismunandi íþróttir við allra hæfi. Þar að auki kemur Leikhópurinn Lotta til að skemmta gestum og gangandi. Við mælum með því að fólk geri sér glaðan dag í Laugardalnum og finni sér skemmtilega íþrótt við hæfi. Frekari upplýsingar um viðburðinn má finna á Facebook síðu viðburðarins.

Á vefsíðu Beactive.is er hægt að finna viðburði sem búið er að skrá bæði fyrir 7. sept. og vikuna 23.-30. sept.

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands stendur fyrir BeActive deginum.