Landsmót 50+ UMFÍ í Neskaupstað

Keppnisgreinar Landsmóts UMFÍ 50+ í ár eru fjölbreyttar og geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi.

Skráningar frestur mótsins er liðinn, en bent er á Upplýsingamiðstöð mótsins fyrir spurningar. Miðstöðin er opin alla daga mótsins.

Föstudagurinn 28. júní.

Keppni hefst í Boccía klukkan 09:00. Fyrri keppnis dagurinn í frjálsum íþróttum hefst kl. 17:00, keppt verður í 100m hlaupi, kúluvarpi, langstökki og hástökki. Keppni í Ringó hefst kl. 18:00 og í Línudans kl. 20:30, þá er einnig Mótsetningin.

Kynntar verða nokkrar íþróttagreinar milli kl. 10:00-22:00, þ.á.m. Hreyfing fyrir alla (zumba, fitness, ofl.), Petanqe, Fótboltapanna, Sjósund og Ringó.

Laugardagurinn 29. júní.

Þá hefst mótið á Golfi kl. 08:30, keppt er; í Bridds og Pílukasti kl.10:00-18:00, Hestaíþróttum er kl. 11:00-14:00, Lomber kl.11:00-15:00, Strandblaki kl. 11:00-16:00. Keppni í Sundi er milli kl. 12:00-15:00. Klukkan 15:00 hefst  keppni í Frisbígolfi og Pönnukökubakstri. Seinni keppnis dagurinn í frjálsum íþróttum hefst kl. 17:00 og keppt verður í kringlukasti, spjótkasti, lóðakasti og 800 m hlaupi. Lýkur deginum á Skemmtikvöldi  milli kl. 20:00-24:00

Kynntar verða nokkrar íþróttagreinar milli kl. 10:00-22:00, þ.á.m. Patanqe, Fótboltapanna og Crossnet. Það verða opnir tímar í Línudansi milli kl. 13:00-15:00. Boðið verður upp á Heilsufarsmælingu milli kl. 11:00-13:00 og farið verður í Gönguferð með leiðsögn kl. 13:00.

Sunnudagurinn 30. júní.

Keppnin hefst kl. 09:00 í Pútti og Skák. Hlaupið verður Garðahlaup (5 og 8 km) milli kl. 10:00-12:00. Klukkan 13:00 hefst keppni í Stígvélakasti.

Kynnt verður Sjósund milli kl. 13:00-14:00.

Mótslit eru kl. 14:00.

Í ár geta keppendur 49 ára og yngri einnig tekið þátt í mótinu, en boðið verður upp á keppni fyrir þann hóp í eftir töldum greinum, Frísbígolf, Garðahlaupi, Lomber, Pílukasti og Strandblaki.

Nánari upplýsingar um mótið má finna í bæklingi mótsins, á heimasíðu mótsins og úrslit mótsins má sjá hér.