Landsmót UMFÍ 50+

Landsmót UMFÍ 50+ er blanda af íþróttakeppni og annarri keppni, hreyfingu og því að fá fólk á besta aldri til að hafa gaman saman. Mótið hefur farið fram árlega síðan 2011. Mótið í ár verður haldið í Borgarnesi dagana 24. – 26. júní. 

Mótið er öllum opið sem verða 50 ára á árinu og eldri.  Þátttakendur þurfa ekki að vera skráðir í íþróttafélag, allir geta tekið þátt og á sínum forsendum. Þátttökugjald er aðeins 4.900 kr.

Keppt verður í boccia, bridds, fjallahlaupi og fjallahjólreiðar (opin grein fyrir 18 ára og eldri), frjálsum íþróttum, golfi, götuhlaupi / flandraspretti, hestaíþróttum, knattspyrnu / göngufótbolta, körfubolta 3:3, pílukasti, pútti, pönnukökubakstri, ringó, skák, stígvélakasti og sundi.

Nánari upplýsingar um hverja grein má finna hér.

Skráning hefst 25. maí júlí og lýkur sunnudaginn 19. júní. 

Smelltu hér til þess að skrá þig til leiks.

Þátttakendur greiða eitt þátttökugjald, óháð því hvað þeir taka þátt í mörgum keppnisgreinum. Gjaldið þarf að greiða rafrænt við skráningu á mótið.

Eftir að skráningarfresti lýkur er ekki hægt að skrá sig rafrænt né tryggja þátttöku í öllum greinum. Hins vegar munum við gera okkar besta til að allir geti tekið þátt. Sendið póst á umfi@umfi.is.

Við hvetjum þátttakendur til þess að skrá sig tímanlega.

Dagskrá mótsins má finna hér

Hlökkum til að sjá ykkur í Borgarnesi!