Landsmót UMFÍ 50+ í Stykkishólmi

Nú er aldeilis farið að styttast í Landsmót UMFÍ 50+ sem fer fram í Stykkishólmi dagana 23. – 25. júní. Mótið er haldið í samstarfi við Héraðssamband Snæfellsness og Hnappadalssýslu og sveitarfélagið Stykkishólm. Þótt mótið er hugsað fyrir þátttakendur sem verða 50 ára á árinu og alla eldri þá geta 18 ára og eldri líka tekið þátt í fjölmörgum viðburðum.

Munur á greinum fyrir 50 ára og eldri og alla hina er aðgreindur með hvítum og rauðum armböndum.

Ertu búin/n að skoða Landsmót UMFÍ 50+ á Facebook?

Smelltu hér eða á myndina!

 

 

Mótið fyrir 50 ára og eldri

Opnað verður fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50+ um mánaðamótin á umfi.is og kostar miðinn 5.500 krónur.

Skráningu fylgir hvítt armband sem þátttakendur fá afhend í þjónustumiðstöð mótsins í Stykkishólmi þegar mótið hefst. Armbandið hvíta gildir á alla keppni og viðburði mótsins en ekki matar- og skemmtikvöldið en hann kostar 2.900 krónur.

 

 

Armbandið gildir líka á allar kynningargreinar, þar með talið sundleikfimi, í jóga, hlaupaskotfimi (biathlon) og allar hinar greinarnar sem eru í boði.

 

18 ára og eldri

Margar skemmtilegar íþróttagreinar verða í boði á mótinu í Stykkishólmi, opið í sumar greinar og hægt að prófa og kynnast öðrum.

Þátttakendur yngri en 18 ára kaupa rautt armband á mótið. Það gildir á ákveðna viðburði, bæði einstaka keppni og kynningar og kennslu.

Verð fyrir rauð armbönd er 2.000 krónur og kaupir fólk það í þjónustumiðstöðinni sem verður í Íþróttamiðstöðinni á mótinu.

Í dagskránni er hægt að sjá hvaða aðgang hvít og rauð armbönd veita. 

 

Keppnisgreinar með hvítt armband:

 

  • Boccía
  • Bridds
  • Frjálsar íþróttir
  • Golf
  • Götuhlaup
  • Hestaíþróttir
  • Hjólreiðar
  • Körfubolti
  • Pútt
  • Ringó
  • Skák
  • Stígvélakast
  • Sund

 

Keppnisgreinar með rautt armband - og hvítt:

 

  • Badminton
  • Biathlon – hlaupaskotfimi
  • Borðtennis
  • Frisbígolf
  • Hádegisjóga
  • Leikjagarður – fyrir alla
  • Petanque
  • Pílukast
  • Sundleikfimi

 

Ítarlegar upplýsingar um keppnisgreinar