Boccía, borðtennis, brennibolti, bridds, frisbígolf, frjálsar íþróttir, golf, hjólreiðar, kasína, línudans, petanque, pílukast, pútt, pönnukökubakstur, ringó, skák, stígvélakast, strandarhlaup og sund.
Ýmislegt fleira verður í boði fyrir mótsgesti að leika sér í. Þar á meðal eru pokavarp og danssmiðja, keila, grasblak og göngufótbolti, hægt er að fara í gönguferðir og skoða ýmislegt forvitnilegt í Vogum. Alla mótsdaga verður heljarinnar veisla með götubitavögnum til viðbótar við frábæra veitingastaði svo enginn mótsgestur ætti að mæta svangur til leiks.
Allar upplýsingar um mótið er að finna á umfi.is.
Upplýsingasíða Landsmóts UMFÍ 50+
Dagskrá
Keppnisgreinar
Þátttökugjald er aðeins 5.500 krónur og er fyrir það hægt að skrá sig í eins margar greinar og viðkomandi vill taka þátt í.