UMFÍ Landsmótið

Landsmotid.is
Landsmotid.is

„Landsmótið er nýjung fyrir alla sem hafa gaman af því að hreyfa sig. Ég sé fyrir mér að þarna geti vinahópar komið saman og skemmt sér í íþróttum, gamlir skóla- eða íþróttafélagar fá tækifæri til að rifja upp taktana í brennibolta, skokkhópar geta sprett úr spori og prófað nýjar greinar.  Þarna verður einnig hefðbundin keppni í fjölda greina og um að gera að kynna sér hvað er í boði“ segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Í gær var opnað fyrir skráningu á Landsmótið sem verður dagana 12. – 15. júlí á Sauðárkróki

(Heimild: Feykir.is)

Allir 18 ára og eldri geta skráð sig. Þurfa ekki að vera íþróttafélagi.

Að sjálfsögðu verður allt í boði fyrir alla yngri en 18 ára.

Landsmótið er frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er tilvalinn vettvangur fyrir fjölskylduna, starfsmannahópa, stórfjölskylduna, saumaklúbbinn og alla sem vilja skemmta sér saman.

Þátttakendur á Landsmótinu geta keppt í eða prófað næstum því 40 greinar.

Dagskránni er skipt niður í fjóra flokka; kepptu, láttu vaða, leiktu þér og skemmtu þér. Flokkurinn Láttu vaða er ein af nýju áherslunum en þar geta þátttakendur Landsmótsins fengið tækifæri til að prófa fjölda íþróttagreina eða fá kennslu og kynningu í þeim.  Mótsgestir geta valið hverju þeir taka þátt í og sett mótið sitt saman. Eitt verð gildir fyrir allt mótið, hvort heldur tekið er þátt í einni grein eða mörgum. Flestir viðburðirnir sem boðið er upp á í tengslum við Landsmótið eru fríir og fá þátttakendur afslátt á ýmsa aðra viðburði.

Þú setur saman þitt eigið Landsmót.

Hægt er að skrá sig á Landsmótið og fylgjast með því á www.landsmotid.is. og á viðburðasíðu á Facebook.

Verð 4.900 kr. til 15. júní.