Landsmótið 2018 á Sauðárkróki dagana 12.-15.júlí

Á Landsmótinu verður fjölbreytt dagskrá í boði fyrir alla aldurshópa. Einstaklingar 18 ára og eldri geta skráð sig til leiks, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Margt verður jafnframt í boði fyrir yngri kynslóðina. Landsmótið er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna.

Þátttakendur mótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttagreina í bland við götu- og tónlistarveilsu. Saman munu gestir Landsmótsins skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins.

Þeir sem skrá sig til leiks búa til sína eigin dagskrá. Um 30 mismunandi íþróttagreinar auk skemmtuna og fróðleiks verða í boði og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi.

Til aðgreiningar er dagskránni skipt niður í fjóra flokka sem hver hefur sinn lit.

  • Allar keppnisgreinar eru merktar gular.
  • Viðburðir þar sem þátttakendum gefst tækifæri til að prófa - láta vaða eru merktir rauðir. 
  • Viðburðir sem eru opnir öllum eru merktir grænir
  • Alls konar viðburðir og afþreying í Skagafirði sem þátttakendur hljóta afslátt af eru merktir bláir.

Landsmótið er fjögurra daga íþróttaveisla á Sauðárkróki dagana 12. – 15. júlí 2018. Íþróttir og hreyfing verða í aðalhlutverki á daginn. Á kvöldin verður skemmtun og samvera í góðum félagsskap allsráðandi. Allir 18 ára og eldri geta skráð sig, hvort sem þeir eru í íþrótta- og ungmennafélagi eða ekki. Að sjálfsögðu verður margt í boði fyrir mótsgesti yngri en 18 ára. Landsmótið er því frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Landsmótið er tilvalinn vettvangur fyrir vinahópa, starfsmannahópa, stórfjölskylduna eða endurfundi af ýmsu tagi. Á Landsmótinu er tilvalið að styrkja tengslin við vini og vandamenn í góðum félagsskap, hreyfa sig, njóta samverunnar og gleðjast saman.

Þátttakendur Landsmótsins geta keppt í eða prófað fjölda íþróttagreina í bland við götu- og tónlistarveislu. Saman munu gestir Landsmótsins skapa töfrandi minningar. Það verður rífandi fjör og gleði alla daga mótsins. Þeir sem skrá sig til leiks á Landsmótinu geta búið til sína eigin dagskrá. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið á sama stað og á sama tíma. Mótið verður með svipuðu fyrirkomulagi og undanfarin ár. Helstu keppnisgreinar verða á sínum stað auk þess mun framboð á keppnisgreinum, afþreyingu og öðrum viðburðum vera margfalt meira en áður.Á Sauðárkróki eru kjöraðstæður til þess að tryggja frábæra upplifun á Landsmótinu. Mótið fer fram á þéttum kjarna miðsvæðis í bænum og því er stutt í allt.

Á Sauðárkróki er allt til reiðu fyrir gott mót, frábært íþróttahús, sundlaug og íþróttavöllur. Auk þess verða sett upp sérstök svæði í tengslum við mótið.

Á tjaldsvæðinu verður lauflétt útilegustemmning á meðan mótinu stendur. Tjaldsvæðið er á Nöfunum fyrir ofan Landsmótssvæðið. Gestir mótsins sem gista á tjaldsvæðinu eða í miðbæ Sauðárkróks geta auðveldlega gengið um allt. Á svæðinu eru fjölmörg hótel og gistiheimili fyrir þá sem það kjósa.

Verslun og þjónusta er til fyrirmyndar. Veistingastaðir eru nokkrir og þar er hægt að fá allt frá skyndibitum til veislumáltíðia. Einnig eru á staðnum kaffihús þar sem hægt er að setjast niður og fá sér ilmandi kaffi og meðlæti. Enginn ætti að fara svangur heim því á mótinu verða söluskálar þar sem seldur verður fjölbreyttur matur og drykkur. Aðgengi að verlsun er gott og þar má finna fjölbreytt úrval matvöru, t.d. ferskan fisk og kjöt, grænmeti og ávexti ásamt margvíslegri sérvöru. Heilbrigðisþjónustan í Skagafirði er góð og þar er gott aðgengi að læknum og hjúkrunarfólki, þótt við vonumst til þess að enginn þurfi að nýta sér hana.

Finna má ítarlegri upplýsingar um Skagafjörð og þjónustu á svæðinu á visitskagafjordur.is