Landsmótið 2018 á Sauðárkróki dagana 12.-15.júlí

„Við ætlum að nýta biathlon til að hvetja ákveðna hópa til hreyfingar. Greinin höfðar sérstaklega vel til unglinga. Hún býður nefnilega upp á svo margt. Það má sem dæmi blanda þar saman fjallahjólreiðum og skotfimi,“ segir Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK).

Biathlon eða gönguskotfimi upp á íslensku er ein af rúmlega 30 greinum sem í boði eru á Landsmótinu á Sauðárkróki í júlí. Biathlon er grein sem margir þekkja sem skíðaskotfimi á vetrarólympíuleikum og eru Norðmenn framarlega í greininni. Þegar keppt er í greininni að sumri er henni breytt, ýmist notuð gönguskíði á hjólum, fjallahjól eða annað.

Á Sauðárkróki verður hlaupin ákveðin vegalengd, 800 – 1000 metrar, og stoppað á ákveðnum stöðum og skotið af rafriffli áður en sprett er úr spori á ný. Ef ekki er hitt í mark þarf að hlaupa stuttan refsihring.

Þetta verður í fyrsta sinn á Íslandi sem biathlon er keppnisgrein. Á Landsmótinu verður jafnframt hægt að láta vaða og prófa biathlon.

Skráning á Landsmótið.