Landsmótið 2018 á Sauðárkróki dagana 12.-15.júlí

Klara, Sigríður og Þorvaldur bregða á leik. Mynd: UMFÍ
Klara, Sigríður og Þorvaldur bregða á leik. Mynd: UMFÍ

„Við vorum að taka nýja gervigrasið á fótboltavellinum í notkun og erum að gera klárt fyrir annað,“ segir Sigríður Svavarsdóttir, formaður Landsmótsnefndar sem vinnur að því þessa dagana að gera vinna að undirbúningi Landsmótsins á Sauðárkróki. Mótið verður í bænum dagana 12. - 15. júlí.

Landsmótið fer fram um allan Sauðárkrók í júlí og verður mikið um að vera í bænum.

Sigríður brá á leik með þeim Ingibjörgu Klöru Helgadóttur, formanni Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) og Þorvaldi Gröndal, frístundastjóra Skagafjarðar á körfuboltavellinum framan við Ársskóla á Sauðárkróki í dag. 

Sigríður segir heilmikið fjör verða á Landsmótinu og bíður spennt eftir því.

Sjá meira um Landsmótið hér